Úr ársreikningi FEB 2017-Áhugavert

16.mars 2018

Mér finnst vel þess virði að vekja athygli á nokkrum þáttum.

Eftirfarandi er af síðu FEB og tekið upp úr ársreikningi félagsins fyrir árið 2017.

 

Rekstrarafkoma ársins var jákvæð um kr. 14.837.173. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir

félagsins kr. 78.568.439, bókfært eigið fé í árslok nemur kr. 37.432.576.

Laun og launatengd gjöld voru árið 2016 20.162.474 og hækka upp í 20.653.314 árið 2017

Ekki tiltakanlega mikil hækkun þegar á heildina er litið. Þegar hins vegar kafað er ofan í málið þá kemur eitt og annað í ljós.

Kostnaður við félagsstarfsemi hefur hækkað mikið. Hann var árið 2016 23.465.665 en er árið 2017 kr.28.528.305 – af hverju er svona mikil hækkun? Voru fleiri dansiböll? Hvað gerðist hér?

Skrifstofukostnaður lækka úr 13.551.780 2016 í 11.972.452 árið 2017 – af hverju lækkar þessi kostnaður svona mikið?

Sjóður og bankainnistæður var árið 2016 17.298.946 en verður árið 2017 30.019.597 ágætis hækkun þar og væri gaman að vita hvernig á þessu stendur, hvaðan koma þessir peningar?

Óráðstafað eigið fé er árið 2016 22.595.403 en verður 37.432.576 árið 2017.

Skammtímaskuldir lækka úr 6.647.640 árið 2016 niður í 5.068.249 árið 2017

Hækkun handbærs fjár nemur 12.720.651 vegna ársins 2017 – fer úr 5.496.898 í 12.720.651

Launamál:

Laun skrifstofu 2017 16.030.797 en voru 13.876.345 árið 2016 – ekki amaleg launahækkun þarna, meira en almennir eldri borgarar hafa fengið sýnist mér

Laun fyrri stjórnarformanns var árið 2016 2.924.753 en er árið 2017 kr 340.000 (hætti stjórnarformaður að fá laun eða var fiffað til hvaðan launin hans komu?)

Laun Ásgarður eru svipuð, reyndar aðeins lægri árið 2017

Ferðalög laun eru örlítið hærri 2017

Laun annað eru 0 árið 2016 en 806.150 árið 2017 – Hvað gerðist? Hvað er þetta annað?

Bifreiðastyrkir árið 2016 eru 377.256 en árið 2017 853.556 Hver fór að keyra meira?

Annar starfsmannakostnaður árið 2017 er 57.245 en 87.054 árið 2016

Húsnæðiskostanður er svipaður bæði árin en þó aðeins lægri árið 2017

Það sem vekur athygli mína er eitt og annað og kemur það fram hér að ofan.

Reikninga félagsins er hægt að sjá í heild sinni á síðu FEB undir ársreikningur 2017 og hvet ég þá sem eru í félaginu að skoða þá vel.

Það fara miklir peningar um hendur þeirra sem þarna starfa og allt í lagi að 11 þúsund félagsmenn fylgist með.

Ég er auðvitað ekki félagsmaður og verð aldrei

Ég hef hins vegar skoðun á þessum rekstri þar sem stjórn félagsins er að tala í mínu nafni, hún hefur tekið sér það bessaleyfi að mér forspurðri og gerir kröfur fyrir mína hönd og annarra eldri borgara, kröfur sem eru til skammar.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: