Íslenskur eftirlaunaþegi sem býr einn erlendis hefur krónur 204.914 í tekjur á mánuði frá TR eftir skatt!

9.mars 2018 pistill 2

Kveikjan að þessum pistli mínum eru skrif Björgvins Guðmundssonar um tekjur eftirlaunaþega frá TR. Það fauk í mig og ég er reið. Ég er eiginlega ekki reið við Björgvin, hann er bara að reyna sitt besta. Það sem ærir mig er hin endalausa skrípaskers spilling og tvískynningur.

Frá því að ég byrjaði að skrifa um málefni eldri borgara hef ég hamrað á því að þegar 67 ára eða eldri flytur eða býr erlendis þá skerðast réttindi hans. Þetta á eins vitur maður og Björgvin Guðmundsson að vita. Skerðingin er ekki bara á tekjum frá Lífeyrissjóði, sem TR stelur af til þess að niðurgreiða greiðslur sem TR ber að greiða. Skerðingin tekur einnig til heimilisuppbótar.

Heimilisuppbót er ekki greidd þeim sem búa erlendis og skiptir engu máli þó þeir hafi borgað skatta og skyldur til íslensks þjóðfélags alla sína starfsæfi. Björgvin talar um að einstaklingur fái 243 þúsund eftir skatt. Þetta er rangt. Þetta á aðeins við þá einstaklinga sem búa á Íslandi. Þeir sem hafa flutt fá 204.914 krónur eftir skatt eða 239.484 fyrir skatt.

Samkvæmt lögunum eru allar uppbætur felldar niður þegar eftirlaunaþegi eða öryrki er ekki búsettur á Íslandi. Þetta meðal annars felur í sér að þó nokkur hópur segist búa á Íslandi þrátt fyrir að hafa flutt sig. Það þýðir auðvitað skattsvik. Ég hef verið reið yfir því að fólk skuli fara á bak við kerfið en þegar ég horfi upp á þingmenn hirða hundruði þúsunda á mánuði vegna þess að þeir eru skráðir einhvers staðar á krummaskuði til þess að komast á þing þá hætti ég andskotast yfir örfáum krónum sem öryrkinn eða eftirlaunaþeginn svíkur undan.

Þegar ég flutti úr landi fyrir all löngu því ég vildi ekki verða gömul á Íslandi þá var þjóðskrá fljót að henda mér út eftir 6 mánuði.

Ég fór ekki í felur með hvar ég bjó. Það fer heldur ekki leynt að Páll og Steingrímur ásamt fleirum búa ekki þar sem þeir hafa lögheimili.

Munurinn á mér og þinmönnunum er enginn. Ég er manneskja rétt eins og þeir en svo óheppin að vera ekki alþingismaður.

Þegar mér var hent út af lögheimili á Íslandi eftir nákvæmlega 6 mánuði var haft samband við stjórann á Þjóðskrá. Ég skrifaði bréf, hringdi og sýslumenn og lögfræðingar reyndu að tala mínu máli. Ekki smuga.

Það skipti ekki máli þó ég væri ekki búin að fá varanlegt dvalarleyfi í nýja búsetulandinu. Út skyldi ég af þjóðskrá sem eigandi lögheimili á Íslandi.

Páll Magnússon býr ekki í Vestmannaeyjum en fær samt húsnæðisstyrk og guð má vita hvað.

Steingrímur Sigfússon hefur búið í Reykjavík alla sína hundstíð. Hann fær samt húsnæðisstyrk og fleira sem tilheyrir því að vera þingmaður utan Reykjavíkur.

Einhverjir fleiri geta vel verið í þessum flokki. Ég nenni hreinlega ekki að athuga það.

Jú, var ekki Sigmundur Davíð líka hokrandi á eyðibýli einhvers staðar. Mig minnir það.

Það fýkur í mig þegar ég sé og verð vitni að skattsvikum eldri borgara og öryrkja.

Ég er á þeirri skoðun að fólk eigi að greiða til samfélagsins.

Fyrir nokkrum árum hefði ég ekki trúað því að ég ætti eftir að leggja blessun mína yfir svik þeirra sem fá tekjur frá TR og gefa ekki upp rétt heimilisfang.

Nú er ég hins vegar komin á þann stað. Ég verð að segja að ég skammast mín fyrir snúninginn en ég skil hins vegar vel að fólk reyni að bjarga sér.

Ég borga 48% skatt hér í Portúgal og kvarta ekki yfir því. Þjóðskrá sá fyrir því að ég stæði mína plikt. Stjórinn sér um lítilmagnann og fylgist með því að hann sé að fylgja reglum.

Nú spyr ég þá sem ráða hjá Þjóðskrá:

Hvernig geta þingmenn komist upp með það árum saman og jafnvel áratugum saman að vera rangt skráðir með lögheimili úti á landi þó þeir búi í Reykjavík?

Hvað veldur þessari linkinnd gagnvart þingmönnum?

Er þjóðskráin hrædd við þingmennina eða embættismannakerfið?

Hvað veldur?

Hann var nú ekki sérlega vinsamlegur stjórinn þegar ég hringdi í hann frá Kína hérna um árið og grátbað hann um að gera mig ekki heimilislausa.

Nei, eftir reglunum skaltu fara góða, sagði kauði.

Ég spurði hann hvernig hann hefði fundið út að ég byggi ekki á Íslandi?

Vinurinn sagðist jú lesa blöðin.

Það er ekki sama hvort um er að ræða Jón eða séra Jón.

Kannski ætti þjóðskrá að hisja upp um sig buxurnar og láta sömu reglur gilda um alla.

Kannski er það ráð fyrir skránna að fylgjast með þingmönnum og skoða hvar þeir halda sig.

Nei, það er auðvitað ekki hægt því þá detta þingmenn eins og Steingrímur og Páll út af þingi því hver vill kjósa þá í Reykjavík? þeir þurfa að komast að eftir krókaleiðum og krókurinn er að brjóta skráningarlög um lögheimili og þykjast búa þar sem von er til að komast að í kosningum.

Ljóta andskotans spillingin alls staðar og skrípaleikurinn alveg endalaus.

Auðvitað á ellilífeyrir frá TR að vera ein tala. Hann á ekki að byggjast upp af endalausum uppbótum svo hægt sé á tyllidögum að berja sér á brjóst sem forsætis og fjármálaráðherrar gera nú ótt og títt.

Það ætti að vera baráttumál FEB og LEB að fella niður heimilisuppbót og setja hana inn í lífeyristöluna. Ég veit vel að það var talið fyrir mörgum mörgum mörgum árum að þeir sem byggju einir þyrftu auka aðstoð og þess vegna var þessi uppbót sett á. Það er alveg óþarfi fyrir einhvern speking að benda mér á það. Ég þekki þessi mál ágætlega og spekingarnir geta sparað sér sporin. Rökin fyrir heimilisuppbót eru löng dottin dauð en uppbótin notuð til þess að skreyta trén á tyllidögum skríparáðherranna.

Það ætti auðvitað líka að vera baráttumál þessara apparata, FEB og LEB að berjast fyrir alla en ekki bara örfáa. Líklega er það til of mikils mælt.

Hulda Björnsdóttir

 

 

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: