17.febrúar 2018
Opið bréf til formanns FEB og stjórnar
Nú er ljóst að formaður FEB hefur fengið svar frá forsætisráðherra við bréfi sem formaðurinn skrifaði nýlega.
Nú er formaðurinn að fara á fund frúarinnar og hann vill að búinn verði til starfshópur til þess að fara yfir málefni eldri borgara.
Björgvin Guðmundsson skrifar í dag á facebook síðu sína:
“.En Ellert urðu á ein alvarleg mistök.Hann bað um,að skipaður yrði starfshópur um málið,sem hann ætlar að ræða við Katrínu.En það þarf engan starfshóp um kjör lægst launuðu eldri borgara. Allar staðreyndir liggja fyrir.Katrín sagði sjálf 13.september 2017 áður en hún fór í stjórn með Bjarna:”Fátækt fólk á ekki að bíða eftir réttlætinu” Þá var hún ekki að hugsa um að skipa þyrfti starfshóp.Nei,þá vildi hún aðgerðir fyrir þá verst stöddu strax.- Ellert er nýr í starfi fyrir Félag eldri borgara í Rvk.Það tekur tíma að komast inn í alla þætti þessara mála og þá ekki síst að átta sig á því hvernig ráðamenn starfa.Ellert hefur að vísu verið þingmaður og á að þekkja eitthvað til. Ég fór á fund Katrínar,þegar hún var ráðherra í stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.Ég fór sem formaður kjaranefndar FEB í Rvk á fund Katrínar að ræða nákvæmlega það sama og Ellert ætlar núna að ræða við hana.ÞAÐ KOM EKKERT ÚT ÚR FUNDI MÍNUM MEÐ KATRÍNU.EKKERT! Ég óttast ,að það sama gerist nú.Ellert fái kaffi og í mesta lagi,að honum verði tilkynnt,að skipaður verði starfshópur eins og Ellert fór fram á. En við þurfum ekki starfshóp.Við þurfum aðgerðir.Við þurfum aðgerðir strax.”Fátækt á ekki að bíða eftir réttlætinu” “ tilvitnun lýkur
Björgvin þekkir þessi mál kannski betur en nokkur annar sem verið hefur innanbúðar í FEB.
Ég hef áhyggjur af þekkingarskorti formanns FEB og þeirra sem skrifa um þessi mál á vegum félagsins þessa dagana.
Það virðist ljóst að sá hópur sem sendinefnd FEB er með í huga eru ekki allir eldri borgarar sem lepja dauðann úr skel.
Hér eru nokkrar staðreyndir um kjör eldri borgara, rétt til þess að upplýsa sendinefndina ef svo ólíklega vildi til að hún læsi það sem ég er að skrifa hér:
1. Einstaklingur sem hefur ekki safnað í Lífeyrissjóð fær greiddar kr.204.914 eftir skatt frá TR.
2. Einstaklingur sem hefur safnað í Lífeyrissjóð og hefur 149 þúsund krónur frá lífeyrissjóði fær greiddar samtals kr. 263.683 eftir skatt.
3. Þessi einstaklingur hér að framan býr einn og býr erlendis. Hann hefur alla starfsæfi sína greitt skatta og skyldur til íslenska ríkisins.
4. Þessi einstaklingur fær ekki heimilisuppbót.
5. Heimilisuppbót er ekki partur af ellilífeyri, hún er félagsleg uppbót, tala sem notuð er til þess að hægt sé að hreykja sér af 300 þúsund krónu mánaðartekjum fyrir þá sem best koma út úr kerfi TR.
6. Einstaklingur sem býr á Íslandi og hefur aðeins tekjur frá TR fær greiddar krónur 243.075 á mánuði eftir skatt. ( Þessi einstaklingur fær heimilisuppbót kr. 60.516 og ellilífeyri kr. 239.484 fyrir skatta)
7. Einstaklingur sem býr á Íslandi og hefur 149 þúsund krónur í tekjur frá lífeyrissjóði fær í heildar ráðstöfunartekjur (frá TR + lífeyrissjóði) kr. 292.451 eftir skatt. (Þessi einstaklingur fær heimilisuppbót kr. 45.760 og ellilífeyri að upphæð kr. 183.684)
8. Lífeyrissjóðs tekjur greiða niður tekjur frá TR og 149 þúsundin frá lífeyrissjóði verða að krónum 49.466 þegar búið er að skerða bætur TR og borga skatta hjá þeim sem býr á Íslandi en hjá þeim sem hefur flutt verður lífeyrissjóður (149.000) að kr.58.771 eftir skerðingar og greiðslu skatta.
9. Í báðum þessum dæmum er um að ræða manneskju sem býr ein. Í öðru dæminu býr manneskjan á Íslandi og í hinu hefur hún flutt erlendis til þess að geta lifað af þeim tekjum sem henni eru skamtaðar eftir að hún verður 67 ára.
Forsvarsmenn FEB, formaður og Grái herinn ásamt fleirum sem hafa tjáð sig um þessi mál virðast ekki gera sér grein fyrir hinum raunverulegu tölum.
Í bréfi formanns FEB talar hann um 100 þúsund krónu frítekjumark. Það sýnir vankunnáttu hans. 100 þúsund krónu frítekjumark er fyrir atvinnutekjur. Almennt frítekjumark er kr. 25 þúsund.
Formaðurinn vill starfshóp.
Ég bendi formanni FEB og Gráa hernum, ásamt öllum þeim sem fjalla um málefni eldri borgara á vegum þessara samtaka, að kynna sér málin. Ég bendi þessum hópi á að lesa það sem
Björgvin Guðmundsson skrifar og ég vitna í hér í upphafi þessa bréfs.
Ég er ekki vongóð um að þetta bréf mitt hafi hin minnstu áhrif en get ekki annað en reynt.
Ég er með áhyggjur af dugleysi þeirra sem koma fram sem baráttuhópur fyrir mig og fleiri á mínum aldri.
Mér finnst skrípaleikurinn vera að ná hámarki núna. Þetta minnir mig á verkalýðsfélag þar sem barist er fyrir því að halda niðri launum verkafólksins og allt verður vitlaust þegar nýtt fólk kemur til sögunnar og berst fyrir raunverulegum kjarabótum.
Formaðurinn var búinn að fá mynd af sér með Þorsteini Víglundssyni þáverandi velferðarráðherra og þeir að koma sér nokkurn vegin saman um að skipa nefnd til skrafs og ráðagerða. Nú fær formaðurinn væntanlega aðra mynd með frú forsætisráðherra og málið verður sett í farveg sem skilar engu, ekki frekar en allar aðrar skýrslur og nefndir sem hafa verið búnar til um málið.
Við eldri borgarar þurfum ekki fleiri nefndir eða starfshópa. Við þurfum aðgerðir strax og við þurfum að koma talsmönnum FEB upp úr fátæktar hjólfars umræðunni. Eins og ég sýni fram á í dæmunum hér á undan þá hefur sparnaður í Lífeyrissjóð ekki mikið að segja varðandi afkomu þess sem sparaði. Sá sem sparaði er enn langt undir opinberum framfærslu viðmiðum á sama tíma og FEB formaður talar aðeins um þá sem hafa óskertar bætur frá TR.
Formaður FEB, Grái herinn og sendinefnd þurfa að koma sér inn í raunveruleikann og horfa á tölurnar sem ég set fram.
Sá sem fær greiddar 149 þúsund krónur frá lífeyrissjóði, vegna sparnaðar síns, er ekki í hópi hinna “minnstu bræðra” að áliti formanns FEB og hersins.
Það er réttlætismál að greiðslur úr lífeyrissjóði fái sömu athygli hjá þessum “BARÁTTU GLÖÐU FULLTRÚUM” .
Það eru ekki eingöngu þeir sem eru á strípuðum töxtum TR sem lepja dauðann úr skel. Sparnaði í áratugi í lífeyrissjóði er miskunarlaust stolið til þess að niðurgreiða greiðslur TR.
Ætlar FEB og herinn ásamt sendinefnd að ræða niðurgreiðslurnar við frú forsætis?
Virðingarfyllst
Hulda Björnsdóttir
I often visit your page and have noticed that you don’t update it often.
More frequent updates will give your website higher authority & rank in google.
I know that writing content takes a lot of time, but you can always help
yourself with miftolo’s tools which will shorten the time of creating an article to a
couple of seconds.
LikeLike