Öfund – er það?

An article about envy. I will translate this into English later today. Sorry my foreign followers but this is yet again about the situation in Iceland.

5th February 2018 –

Góðan daginn kæru lesendur.

Þegar ég fer að skrifa um viðkvæm mál má ég alltaf búast við því að ekki séu allir sammála mér.

Þetta er ekki ósvipað því að þeir sem verða alþingismenn þurfa að sæta gagnrýni vegna gjörða sinna eða aðgerðarleysis.

Nú höfum við eignast fulltrúa á þingi sem ekki skilur þetta alveg og segir okkur stjórnast af öfund.

Öfund út í þá sem hafa hærri laun.

Öfund út í þá sem ekki lepja dauðann úr skel.

Öfund út í þá sem raka saman fé landsins og eignum í eigin hagsmuna skyni.

Einmitt. ÖFUND er orð dagsins.

Í fyrra höfðum við grátkonu eina mikla á þingi sem grét úr ræðustól vegna þess hve fólk var vont við hana og líklega hafa “fátæki ræflarnir sem ekki nenntu að vinna” öfundað grátkonuna af hennar kjörum.

Ég vona að við séum ekki að horfa fram á aðra grátkonu. Það er ekki vænlegt til árangurs.

Frúin sem nú kvartar yfir höstugum ummælum um verk hennar á hinu háa alþingi hefur um helgina kvartað yfir því að vinir hafi brugðist henni. Ég gerði mér lítið fyrir og eyddi frúnni úr vinalista mínum, rétt til þess að spara henni sporin.

Ég hef ekkert á móti þingmanninum persónulega. Ég er hins vegar vonsvikin yfir aðgerðum hennar og flokks hennar á alþingi og tel mig hafa rétt til þess að gagnrýna það. Ég ræðst ekki persónulega á einstaklingana. Ég gangrýni þá sem þingmenn sem lofuðu að berjast fyrir bættum kjörum ákveðinna hópa í þjóðfélaginu en leggja svo fram hrað frumvörp sem stuðla að bættum kjörum þeirra sem betur standa og með því stuðla að enn frekari misskiptingu í landinu. Þetta eru vinnubrögð sem ég tel vera svik og ég mun halda áfram að gagnrýna þyki mér ástæða til.

Þessi gagnrýni hefur ekkert, nákvæmlega ekkert, með öfund að gera.

Ég þarf ekki að leggjast í öfund til þess að hafa á diskinn minn.

Einna af lesendum síðunnar okkar setti inn þetta komment sem ég leyfi mér að afrita og setja hér inn, innan gæsalappa. Mér finnst full ástæða til þess að allir lesi þessi ummæli.

“Margt sem þú segir Hulda er eins og talað úr mínu hjarta en hér er ég ósammála þér: Þú ræðst á þá sem hafa “eðlilega fjárhæð” í lífeyri og kallar hana elítuna. Við lifum í dýrasta landi í heimi þar sem fólk vinnur oft tvær vinnur til að lifa mannsæmandi lífi , eða m.a.o. lífi sem felur í sér húsnæði, mat, tómstundir og áhugamál, ferðalög og allt sem fólk hefur rétt á að gera í ríku vestrænu landi. Ég lít svo á að lífeyrisgreiðslur frá lífeyrissjóðum sé alfarið einkamál viðkomandi enda hafi hann greitt í þann sjóð sjálfur eins og í bankabók. Tryggingarstofnun á að greiða öllum ellilífeyri óháð hvað þeir eiga undir koddanum, eða í fasteignum eða í banka eða í lífeyrissjóði. Stéttabarátta fer alltaf hér á landi að snúast upp í það að þeir sem hafa ekki til hnífs og skeiðar fara að ráðast á þá sem hafa það, sem er vitlaus aðferðarfræði, við eigum að krefjast þess að alltir hafi vel til hnífs og skeiðar. punktur. Ekki ráðast á þá sem eru á þeim stað sem þú villt vera á, heldur krefjast þess að komast á þann stað líka”

Hér segir sú sem ritar að ég ráðist á þá sem hafa eðlilega fjárhæð í lifeyri og kalli þetta fólk elítu.

Síðan telur hún upp allt það sem þurfi til þess að lifa mannsæmandi lífi og telur upp dæmi um þetta mannsæmandi líf.

Að lokum kemur setningin sem ég þurfti að hafa heilan dag til þess að velta fyrir mér hvort væri svaraverð.

“Ekki ráðast á þá sem eru á þeim stað sem þú vilt vera á, heldur krefjast þess að komast á þann stað líka”

Hef ég áhuga á að komast á stað BB og ríkustu ætta landisins?

Hef ég einhvers staðar sagt það eða ritað?

Hvaðan hefur sú sem ritar commentið sem ég er að vitna í, þá þekkingu að ég sé að berjast fyrir því að komast á sama stað og BB og hans ætt?

Ég hef ekki hinn minnsta áhuga á að verða spilltur, gjörspilltur stjórnmálamaður sem veður í peningum og lýgur að þjóðinni um leið og hann setur upp stór augu.

Ég þarf ekki að komast á einhvern stað. Ég er á ágætum stað og er svo gæfusöm að þekkja og eiga trygga vini sem eru langt fyrir ofan þann stað sem BB og hans líkir eru staddir á. Margir vina minna eru á stað sem vart er hægt að gera sér í hugarlund auðæfi þeirra. Þessir vinir mínir eru fólk rétt eins og ég og við eigum mikið sameiginlegt þó ég sé ekki eins auðug og þau. Þetta forríka, vellauðuga fólk er ekki fólk sem telur að ég og aðrir sem hafa ekki eins mikið á milli handanna, séum full af öfund. Þetta fólk er dásamlegt fólk og þeirra staður er þar sem hann er vegna ýmissa aðstæðna. Þessu fólki dettur ekki í hug að tala um að þeir, sem draga fram lífið af launum sem eru ekki bjóðandi venjulegu fólki, séu fullir af öfund. Nei, þetta fólk hjálpar þeim sem þau geta hjálpað og það hvarlar aldrei að þeim að þeir sem barist sé fyrir séu öfundssjúkir.

Þeir sem halda að öfund stjórni baráttu fyrir bættum kjörum barna, einstæðra foreldra, láglaunafólks, öryrkja og eldri borgara á Íslandi, eru á villigötum.

Hóparnir sem ég taldi upp að framan eru þeir sem eiga ekki til hnífs og skeiðar og þeirra tími fer í að velta hverri krónu fyrir sér til þess að deyja ekki. Þessir hópar öfunda ekki og vilja ekki komast á sama stað og elítan.

Þessir hópar vilja bara geta séð fram á næsta dag án þess að óttast um líf sitt vegna fátæktar.

Þeir sem halda því fram að þessir hópar vilji komast á elítustað vaða í villu.

Það er ómerkilegur málflutningur sem á ekki erindi við fátækt fólk á Íslandi. Það er málflutningur þeirra sem ekki hafa þekkingu eða vilja til þess að setja sig í spor þeirra sem lepja dauðann úr skel vegna aðgerða elítunnar til margra ára.

Það er jú elítan sem stjórnar á Íslandi og lifir góðu lífi þrátt fyrir spyllingu sem líklega þekkist ekki nema í frumstæðustu löndum heims.

Hverjir eru það svo sem kjósa spyllinguna ár eftir ár? Getur verið að það séu þeir sem halda því fram að fátækir Íslendingar séu bara öfundsjúkir?

Hulda Björnsdóttir

 

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: