Skrípaleikurinn í leikhúsi fáránleikans heldur áfram.

  1. janúar 2018

Skrípaleikurinn heldur áfram.

Nú hefur flokkur fólksins, þetta nýja afl sem svo miklar vonir voru bundnar við, tekið sér stöðu í leikritinu og fest sig í sessi þar.

Dásamlegt þegar nýliðar finna fjölina sína í leikritinu og það svo fljótt að varla er hægt að snúa sér við öðruvísin en að rekast á nýjann þátt.

Umræða um fátækt

Umræða um fíkniefnavanda

Frumvarp um frítekjumark vegna atvinnutekna hjá eldri borgurum

Frumvarp um skattleysismörk vegna uppbóta á örorkulífeyri er það nýjasta sem ég hef séð.

Til þess að fá hlutverk í skrípaleiknum sem leikinn er á hinu háa alþingi Íslendinga þarf auðvitað að masa í ræðustól og leggja fram frumvörp

Allt er þetta auðvitað gert í pólitískum tilgangi.

Næst þegar kosið verður stígur flokkur fólksins á stokk og ber sér á brjóst:

Við lögðum fram frumvörp sem hinir leikendurnir í skrípaleikritinu samþykktu ekki

Við erum góða fólkið

Nú skuluð þið kjósa okkur og koma fleirum úr okkar hópi á þing því við þurfum nauðsynlega fleiri leikendur í leikriti fáránleikans

Ég verð að segja að mér finnst þetta of gott til að vera satt.

Ég var svo einföld að halda að nú værum við eldriborgarar og öryrkjar búin að fá góða málsvara á hið háa alþingi.

Ó nei, ekki alveg.

Hvað er ég nú að rífa mig út af málum sem eru svo augljóslega til bóta fyrir þessa hópa? Hvað er það sem ég skil ekki?

Er ég alveg búin að missa alla jarðtengingu eða hvað?

Nei, ég er enn með sömu tengingu og ég var fyrir nokkrum vikum og mánuðum.

Það sem hefur breyst er sýn mín á þá sem kjörnir voru í síðustu kosningum til hins háa embættis þar sem greidd eru frekar léleg laun að áliti sumra.

Auðvitað þurfa þingmenn að hafa góð laun. Rökin fyrir hækkun launa þeirra voru að þá fengjust betri einstaklingar til starfa fyrir þjóðina. Ó já, betri einstaklinga er vart hægt að hugsa sér til þess að halda áfram skrípaleiknum.

Nú rís fólk auðvitað upp á afturlappirnar og mótmælir því sem ég er að segja.

Það er ágætt að rísa upp en bíðið samt aðeins.

Þetta frumvarp sem nú er komið fram um skattleysi á uppbótum á lífeyri er enn einn plásturinn sem reynt er að klína á sár sem er svo gapandi og blæðir endalaust úr og ekkert getur bjargað þessu sári annað en uppskurður.

Það læknar ekkert að tylla plástursræfli á sárið. Það eykur einfaldlega á misréttið sem er þó nægilegt fyrir.

Svo er það frumvarpið dásamlega um frítekjumark vegna atvinnutekna fyrir áramótin.

Enn og aftur plástur sem lagður er á flakandi sárið einfaldlega vegna þess að flutningsmenn hafa ekki hundsvit á því hvað er í gangi. Flutningsmennirnir eru ekki skurðlæknar, þeir eru einfaldlega leikmenn sem skilja ekki hvernig útkoman vegna plásturs aðgerða þeirra eykur endalaust á misrétti í þjóðfélagi sem þeir segjast vera að vinna fyrir og að markmiðið sé að bæta kjör þeirra sem lökust hafa kjörin.

Tillaga mín til þeirra sem nú hafa náð sér í sæti í þægilegum stólum alþingis er að þeir hætti þessum plásturs aðgerðum, því þær eru ekkert annað pólitískt framapot sem sést í gegnum eins og göttótta sokka.

Setjist þið nú niður og skoðið málið frá byrjun og finnið lausn á því hvernig hægt er að skera upp og lækna meinið án þess að búa til fleiri blæðandi sár.

Nefnd sem starfaði í 10 ár til þess að endurskoða lög um almannatryggingar rak sig endalaust á heimsku leikendanna í skrípaleiknum. Nefndin kom með tillögur og skrípaleikendurnir gátu ekki komið sér saman um úrlausnir sem lágu fyrir framan nefið á þeim.

Hvað ætli það séu margar nefndir og margar milljónir sem hafa farið í súginn vegna hins ægilega pólitíska vanhæfis leikendanna í leikhúsi fáránleikans?

Nei, pólitíska vanhæfið er uppfullt af lausnum, þær lausnir eru plásturs aðferðir og um að gera að auka misréttið í þjóðfélaginu. Það gæti hugsanlega mokað inn nokkrum atkvæðum. Hálfur ellilífeyrir er nýjasta dæmið sem ég hef séð koma frá skrípaleikhúsinu. Fyrir hverja er hann? Jú, hann er fyrir aðalleikendurna og ættingja þeirra. Ekki fyrir almenning, sem hefur ekki einu sinni aukahlutverk í SKRÍPALEIKRITINU.

Þetta fyrirbæri sem kallað er almenningur er eitthvað svo aumkunnarvert og það tekur því ekki að vera að létta svoleiðis aumingjum lífið. Nei, nei, nei, ekki að jafna kjörin, bara halda áfram að vinna ötullega að því að auka misréttið og þá gengur skrípaleikritið upp og allir þátttakendur ánægðir.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: