Er Ísland “skrípasker”?

25.janúar 2018

Einn af vinum mínum á Facebook kallar Ísland “skrípasker”

Ég viðurkenni að ég fer stundum svolítið í keng þegar ég les þetta orð.

Er Ísland “skrípasker”?

Er Ísland landið sem nú er talið eitt af hinum allra bestu til þess að búa í vegna fallegra meðaltalna sem sýna meðallaun svo há að aumingjar eins og ég fyllast bjartsýni og halda að nú verði loksins tekið á málefnum aldraðra og öryrkja, er þetta land “skrípasker”?

Ég var að velta fyrir mér í gær hvernig menn komast að þeirri ótrúlegu hugmynd að til þess að jafna kjör eftirlaunaþega skuli bjóða þeim upp á að taka hálfan ellilífeyri og þá hætti TR að skerða það sem stofnunin greiðir.

Hvernig komast menn að svona niðurstöðu?

Fyrir hverja er þessi ráðstöfun?

Er hún fyrir þá sem hafa til dæmis innan við 150 þúsund á mánuði í greiðslur frá Lífeyrissjóði, sjóði sem viðkomandi hefur lagt í alla sína starfsævi?

Eða er þessi ráðstöfun, sem er meira að segja hægt að nýta sér afturvirkt, fyrir elítuna?

Dæmið um þann sem fær 150.000 krónur á mánuði frá Lífeyrissjóði lítur þannig út:

Hann býr einn og er ekki giftur:

Ellilífeyrir 183.234 + heimilisuppbót kr. 45.641 + lífeyrissjóður kr. 150.000 = ráðstöfunarfé er kr.292.814 á mánuði eftir að skattar hafa verið dregnir af og auðvitað er búið að skerða bætur hans frá TR. Hann fær jú greitt frá Lífeyrissjóði og þær tekjur niðurgreiða það sem reiknað er á vegum TR ! Einhver verður að greiða fyrir lúxusinn.

Síðan er dæmi um þann sem hefur 300.000 krónur frá Lífeyrissjóði og þessi einstaklingur hefur ákveðið að taka bara hálfan ellilífeyri frá TR:

Svona lítur hans dæmi út:

50% ellilífeyrir kr. 119.742 + 50% heimilisuppbót kr. 30.258 + greiðslur frá lífeyrissjóði kr. 300.000 = ráðstöfunartekjur eftir skatta kr. 337.665

Í þriðja dæminu er einstaklingur sem hefur 600.000 krónur í atvinnutekjur og hann hefur 600.000 krónur á mánuði frá Lífeyrissjóði: Þessi tekur bara hálfan ellilífeyri frá TR.

Þessi einstaklingur fær frá TR 50% ellilífeyri kr. 119.742 + 50% heimilisuppbót kr. 30.258 = frá TR kr. 148.485 eftir skatt, sama tala og sá sem hefur 300.000 krónur á mánuði frá Lífeyrissjóði

Hefur sá sem hefur 1.200.000 þúsund krónur í tekjur á mánuði (alveg sama hvaðan þær koma) einhverja þörf fyrir 150.000 þúsund króna greiðslu frá TR?

Nei, að mínu áliti hefur hann það ekki.

Óréttlætið og misskiptingin er í þessum viðbjóðslega hálfa ellilífeyri sem er búinn til fyrir elítuna og enga aðra, leyfi ég mér að fullyrða!

Auminginn sem fær bara greitt frá Lífeyrissjóði og tekur fullan ellilífeyri frá TR greiðir sinn ellilífeyri frá TR niður.

Hinn ríki greiðir ekki niður það sem hann fær frá TR. Hann heldur fullum óskertum hálfum greiðslum (af því hann ákvað að taka bara hálfan ellilífeyri)

Hvaða hálfvita datt þetta fyrirkomulag í hug?

Eru einhver fífl sem koma með svona tillögur og þeim sem stjórna landinu finnst þetta voða sniðugt og hentar vel fyrir þá sem betur mega sín í íslensku þjóðfélagi?

Hvaða fólk er það sem fær svona hugmyndir?

Er það fólkið sem venjulegur almenningur kaus til þess að bæta kjör þeirra sem minnst hafa í þjóðfélginu eða eru það hinir vellauðugu sem raka til sín eignum og tekjum ríkisins?

Hvaða heilvita manni dytti í hug svona bull?

Eru einhverjir sem sitja á alþingi Íslendinga í dag sem geta útskýrt fyrir mér hvernig svona ráðstöfun stuðlar að jafnvægi og minnkar misskiptingu auðs á landinu sem vinur minn kallar “skrípasker”?

Ég ætla ekki að kalla landið “skrípasker”, einfaldlega vegna þess að ég á góða vini þar sem ég veit að vilja öllum vel, en ég verð þó að viðurkenna að freistingin er mikil.

Ég hlustaði á viðtal í morgun þar sem rætt var um dómsmálaráðherra, sem hefur verið dæmd í hæstarétti fyrir brot í starfi.

Mér varð illt.

Ég get ekki hlustað á svona viðbjóð án þess að verða óglatt.

Spillingin er varin fram í rauðann dauðann og mælskur sjálfstæðismaður blikkar ekki einu sinni auga þegar hann talar um hvað þetta sé allt eðlilegt og gott.

Nú stjórna landinu VG, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur.

Frú Forstætisráðherra er bara brosandi ánægð með dóminn sem kveðinn var upp og finnst ekki taka því að vera að æsa sig yfir smámunum.

Viðbjóðurinn er þessi að mínu mati:

Spilling og valdagræðgi stjórna landi þar sem allir gætu haft það gott.

Þessi spilling og valdagræðgi virðir engin lög.

Spillingin veður áfram eins og naut í flagi og heldur sínu striki ótrufluð.

Stjórnarandstaðan er grútmáttlaus.

Flokkar sem lofuðu og krossuðu sig fyrir kosningar eru komnir út í flagið og vaða með spillingarvöldunum.

Flokkar sem lofuðu og sviku svo þegar atkvæðin voru komin í höfn mega svo sannarlega geispa golunni sem allra fyrst og mun ég ekki harma látið.

Samúðarkveðjur mínar eru búnar.

“Skrípasstjórn” er líklega réttnefni.

Hulda Björnsdóttir

Ps:

Hér að neðan eru upplýsingar teknar af vef TR varðandi hálfan ellilífeyri:

„Frá og með 1. janúar 2018 er mögulegt að taka 50% ellilífeyri hjá TR á móti 50% lífeyri frá lífeyrissjóðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Tekjur hafa ekki áhrif á greiðslur hálfs ellilífeyris frá TR.

Tekjur hafa ekki áhrif á greiðslur hálfs lífeyris því þarf ekki að skila inn tekjuáætlun.  Það gildir um allar skattskyldar tekjur, s.s. atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur.

Get ég farið af fullum ellilífeyri yfir á hálfan ellilífeyri?

Já, það er hægt einu sinni á tímabilinu  1. janúar 2018 – 31. desember 2019 svo framarlega sem lífeyrissjóðirnir samþykki töku á hálfum lífeyri og að samanlögð réttindi frá öllum lífeyrisjóðum og TR séu að lágmarki jöfn fullum ellilífeyrir hjá TR.

  • Ef farið er af fullum ellilífeyri yfir á hálfan kemur ekki til hækkunar á ellilífeyri vegna frestunar.
  • Ef farið er yfir á hálfan lífeyri fylgja ekki tengd réttindi sem fylgdu fullum ellilífeyri s.s. barnalífeyri og uppbætur á lífeyri.   Hálf heimilisuppbót fylgir þó lífeyrisgreiðslum áfram.“

Hálfvitanum sem datt þetta fyrirkomulag í hug ætti auðvitað að veita hina íslensku FÁLKAORÐU

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: