Öryrki sem hefur 100 þúsund krónur í tekjur heldur eftir 27.643

20.01.2018

Í gær skoðaði ég hvernig örorkulífeyrir kemur út ef engar aðrar tekjur eru.

Í dag skoða ég einstakling sem er með sömu forsendur og sá í gær. Ógiftur, býr einn

Sá sem hefur aðeins örorkulífeyri fær krónur 243.075 á mánuði eftir skatt

Þessi sem kemur fram á sjónarsviðið í dag er í örlítilli vinnu.

Vinnan gerir honum gott. Hann öðlast sjálfstraust og kemst innan um annað fólk. Hann vinnur ekki mikið, launin eru 100.000 krónur á mánuði.

Af 100 þúsund krónu atvinnutekjum hans standa eftir 27.643 þegar búið er að taka frá skatt og skerða örorkulífeyririnn.

Það sem skerðist er Framfærslu uppbót.

Þegar engar aðrar tekjur eru en frá TR þá er framfærslu uppbót kr.56.895

Þegar unnið er fyrir kr. 100.000 fellur þessi uppbót niður.

Hjá öryrkjum er allt morandi í alls konar uppbótum og gerir það kerfið enn óskiljanlegra en hjá eldri borgurum.

Einstaklingurinn sem ekki getur farið út að vinna fyrir hundrað þúsund krónum á mánuði fær kr. 243.075 í framfærslu eftir skatt, en sá sem fer út og vinnur fyrir 100.000 krónunum fær í vasann eftir skatt kr. 270.718

MISMUNURINN ER KR. 27.643

Hundrað þúsund krónurnar verða að 27.643

Er þetta ekki eitthvað stór einkennilegt?

Hvað segja pólitíkusarnir um þetta?

Getur einhver, bara einhver af þeim sem situr nú á Alþingi Íslendinga, kjörinn af þjóðinni, útskýrt fyrir mér, einfaldri konu, hvaða rök liggja að baki svona meðferð?

Veit þingheimur ekki að þeir sem mögulega gætu aflað sér örlítilla tekna gætu öðlast betra líf. Ekki bara peningalega séð heldur einnig andlega séð.

Það er ekki upplífgandi að vera öryrki.

Það er ekki til þess að auka sjálfstraustið að þurfa að lifa af bótum TR á Íslandi og vera í þokkabót veikur.

Ef þingheimur heldur að öryrkjar séu einhverjir aumingjar sem nenni ekki að vinna þá er það miskilningur.

Öryrkjar eru fúsir til þess að fara út á vinnumarkaðinn, hver og einn eftir sinni getu. Þeir vita hvað það er gott að komast út úr þröngum heiminum inn í veruleika venjulegs frísks fólks. Þeir vilja bjarga sér eins og þeir best geta.

Hvað stendur þá í veginum?

Jú, það eru hin fáránlegu lög og reglugerðir sem fólki er boðið upp á. Öryrkjar sem hafa rúmar 27 þúsund eftir í vasanum til þess að koma sér til og frá vinnu, til þess að borga lífeyrisjóðs gjald og félagsgjald af hundrað þúsund króna laununum, hljóta að hugsa sig um.

Borgar það sig að fara út að vinna?

Er ekki kerfið að hefta öryrkja og í raun að gera þeim lífið svo erfitt að ekki sést glóra fram á næsta dag?

Hvaða þingmaður, bara einhver, gæti útskýrt fyrir mér af hverju þetta kerfi sem þið búið öryrkjum er eins og það er? Hvaða hugsun er á bak við lögin og reglugerðirnar?

Hvar eru mannréttindi þeirra sem hafa verið svo óheppnir að verða annað hvort fyrir slysi eða af öðrum ástæðum hafa komist í hóp þeirra sem kallast öryrkjar?

Auðvitað býst ég ekki við að mér verði svarað. Það væri til of mikils ætlast af fólki sem er upptekið við að maka eigin krók og ættingja sinna ásamt flokksfélögum. Auðvitað er mikilvægara að hlaða undir rassinn á flokksgæðingum en að líta niður til þeirra sem annað hvort eru gamlir, öryrkjar, einstæðingar, eða bara venjulegt íslenskt fátækt fólk.

Svoleiðis lýður er bara fyrir.

Hulda Björnsdóttir

 

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: