19.janúar 2018
og þið hélduð að örorka væri einföld:
Hér er dæmi um hvernig komist er að tölunni 300.000 per mánuð
en það eru tölur sem notaðar eru og heita framfærsluviðmið:
Reiknivél lífeyris – árið 2018, frá janúar
Greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði á ári
Örorkulífeyrir 44.866 538.392
Aldurstengd örorkuuppbót 6.730 80.760
Tekjutrygging 143.676 1.724.112
Heimilisuppbót 48.564 582.768
Orlofs- og desemberuppbætur 0 96.120
Framfærsluuppbót 56.164 673.968
Samtals: 300.000 3.696.120
Frádreginn skattur (1. skattþrep) – 110.820 – 1.365.347
Persónuafsl. (nýting skattkorts 100 %) 53.895 646.740
Samtals frá TR eftir skatt: per mánuð kr. 243.075
Getur frú forsætisráðherra lifað af krónum 243.075 á mánuði?
Getur hr fjármálaráðherra lifað af þessari upphæð?
Hér með óska ég eftir einhverjum, bara einhverjum þingmanni sem treystir sér til þess að lifa af kr.243.075 á mánuði. BARA EINHVER.
Ég leyfi mér líka að varpa fram þeirri spurningu til ALLRA hvort þeir haldi að bólusett hafi verið til þess að koma í veg fyrir slys og afleiðingar þess slys yrði að viðkomandi yrði öryrki?
Eru kannski allir venjulegir íslendingar bólusettir gegn þessum sjúkdómi? þ.e. örorku
Haldið þið kannski að öryrkjar séu eintómir aumingjar?
Finnst ykkur allt í lagi að fólk, venjulegt fólk á Íslandi eigi að draga fram lífið á krónum 243.075 á mánuði á sama tíma og alþingismenn hafa yfir milljón á mánuði og sumir enn meira og greiddir séu út bónusar upp á tugi milljóna hjá fyrirtækjum sem rekinn er áróður fyrir að Lífeyrissjóðir fjárfesti í?
Hvað er eiginlega að ykkur sem ráðið skiptingu auðs landsins?
Eruð það þið sem skiljið ekki hvernig lífið virkar?
Eruð það þið sem haldið að öryrkjar séu bara dópistar og aumingjar eða letingjar sem nenna ekki að vinna?
Eruð það þið sem snúið ykkur í hring og þykist ekkert annað en góðmennskan fyrir kosningar og svo fjúka loforðin og fallegu orðin út í buskann um leið og þið komist að kjötkötlunum?
Þið sem sitjið þegjandi þegar fjárlög eru afgreidd og eftirlaunaþegar og öryrkjar eru skildir eftir úti í kuldanum ættuð að skammast ykkar.
Kunnið þið að skammast ykkar?
Ég bara spyr.
Hulda Björnsdóttir