Af hverju er eldri borgurum mismunað eftir uppruna tekna?

  1. janúar 2018

Hér á eftir skoða ég hvernig eldri borgurum er mismunað eftir því hvaðan tekjur þeirra koma.

Allt eru þetta einstaklingar sem eru giftir og búa ekki einir.

Ég gef mér að tekjur frá atvinnu og tekjur frá lífeyrissjóði séu sama upphæð kr. 100.000

Einnig vek ég athygli á því að þessi útreikningur á líka við einstaklinga sem hafa flutt erlendis og búa einir. Þeir fá ekki heimilisuppbót.

Einstaklingur sem hefur eingöngu tekjur frá TR fær kr. 204.914 á mánuði eftir skatt

Einstaklingur sem hefur tekjur frá Lífeyrissjóði kr.100.000 fær kr 246.691 á mánuði eftir skatt

Einstaklingur sem hefur atvinnutekjur kr. 100.000 fær kr. 267.974 á mánuði eftir skatt

Niðurstaðan er þessi:

Sparnaður í lífeyrissjóð verður að krónum 41.774 í auknum ráðstöfunartekjum

Atvinnutekjur verða að kr. 63.060 í auknum ráðstöfunartekjum

Sparnaður í lífeyrissjóð gefur 21.286 krónum minna í ráðstöfunarekjur en atvinnutekjur

Svo getur hver og einn reiknað fyrir sig hver munurinn er á því að hafa hvorki atvinnutekjur eða tekjur frá lífeyrissjóði.

Næst þegar stjórnmálamenn ræða um fátækt væri ekki úr vegi að þeir t.d. skoðuðu þessa mismunun.

Næst þegar stjórnmálamenn hæla sér af því hve allt sé dásamlegt á Íslandi fyrir eldri borgara ættu þeir að hugleiða hvers vegna þessi mismunun er. Hvaða rök liggja að baki því að það skipti máli hvaðan tekjur koma? Greiddir eru skattar í báðum tilfellum. Upphæðin er sú sama. Hver eru rökin fyrir því að eðlilegt sé að mismuna þessum aldurshópi?

Væru þingmenn ánægðir með að laun þeirra væru mismunandi eftir einhverju óskiljanlegu kerfi? Væru þingmenn ánægðir með að sæta sömu skerðingum og þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóði samkvæmt lögum og eru einfaldlega svo óheppnir að vera á ákveðnum aldri?

Auðvitað þurfa þingmenn sjálfir aldrei að hafa svona áhyggjur eða vangaveltur. Þeir hafa tryggt sína ævi kyrfilega og þurfa ekki að liggja undir reglum sem almenningur er ofurseldur.

Ofbeldið sem eldri borgarar eru beittir er óþolandi. Þetta ofbeldi viðgengst vegna viðhorfa þeirra sem á alþingi sitja. Eldri borgarar eru hópur sem þingheimur vill gleyma, nema á tyllidögum og hátíðlegum tækifærum þegar hentar að nýta þennann hóp. Eldri borgarar mega éta það sem úti frýs og best væri ef stór hluti þeirra tæki sig nú til og legðist undir græna torfu. Þá væri allavega þetta endalausa óþolandi tuð í aldurshópnum þagnað.

Hulda Björnsdóttir

á síðu minni “Milli lífs og dauða” á Facebook er hægt að sjá útreikning afritaðann af vef TR.

 

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: