Hver niðurgreiðir ellilífeyri TR?

  1. desember 2017

Góðan daginn gott fólk.

Hér kemur enn ein hugleiðing um skerðingar og hvernig þær virka.

Tveir vinir, tæplega áttræðir eru í þessu dæmi.

Annar þeirra hefur greitt í lífeyrissjóð alla sína starfsæfi en hinn ekki.

Sá sem ekki hefur greitt í lífeyrissjóð var sjálfstæður atvinnurekandi og ætla ég ekki að fara frekar út í þann atvinnurekstur en get þó sagt að sá borgaði sig vel og gaf eigandanum góðar tekjur.

Eftirlaun þess sem alltaf greiddi í lífeyrissjóðu eru :

Ellilífeyrir kr. 160.784 + heimilisuppbót kr. 34.347 – skattar kr. 72.081 + persónuafsláttur kr.52.907 = kr. 175.957

Greiðslur frá lífeyrissjóði kr. 176.000 – skattur kr. 65.014 = 110.986

Ráðstöfunartekjur eftir skatt kr. 286.943

Vinur no.2 hefur aldrei greitt í lífeyrissjóð og hans eftirlaun eru:

Ellilífeyrir kr. 228.734 + heimilisuppbót kr. 52.316 – skattur kr. 103.821 + persónuafsláttur kr.52.907 = 230.137

Ráðstöfunartekjur vinar no.2 kr. 230.137

Mismunur á milli tekna þessara tveggja er krónur 56.806

Það sem eftir situr af 176.000 króna greiðslum frá lífeyrissjóði vinar númer 1 eru kr.56.806

Var það þess virði að leggja fyrir af launum alla starfsævina?

Hver greiðir niður eftirlaun frá TR?

Er það ekki sparnaður í lífeyrissjóð?

Þetta eru staðreyndir sem þarf ekkert að hártoga. Útreikningar eru samkvæmt reiknivél TR.

Ég hef ekki búið til neinar tölur hér. Þessar tölur byggjast á staðreyndum, ég þekki þessa vini og veit hvaða kjör þeir búa við.

Hulda Björnsdóttir

ps. þeir sem hafa áhuga á að dreifa þessum pósti geta gert það.

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: