Hvað verður um öryrkja ?

Eru blússandi atvinnutækifæri fyrir fólk eldra en 67 ára á Íslandi þessa dagana?

Ef eftirlauna aldur er hækkaður upp í 70 ár hvað verður þá um öryrkja?

Hætta þeir að vera öryrkjar 67 ára og fara á launalaust tímabil í 3 ár?

Hefur þetta mál verið rætt?

Hver var niðurstaðan?

Nú hætta öryrkjar að vera öryrkjar þegar þeir hefja töku ellilauna.

Hvað verður um þetta fólk á þessum árum, þessu millibilsástandi?

Eiga þeir kannski bara að skella sér út að vinna þar til 70 aldri er náð?

Eru mörg fyrirtæki sem bíða eftir starfskröftum þeirra?

Hvernig er það með atvinnuhorfur þeirra sem koma til með að falla undir ný aldursmörk ellilífeyris?

Eru til upplýsingar um hve mörg fyrirtæki bíða með öndina í hálsinum eftir því að ráða þetta fólk til vinnu?

Venjulegur verkamaður, fær hann vinnu við sitt hæfi?

Hvað með verkakonuna, hvaða vinna bíður hennar á þessum 3 árum?

Ríkisstarfsmaðurinn, fær hann að halda starfi sínu í ráðuneyti þar til hann verður 70 ára?

Gjaldkerinn hjá einkafyrirtækinu eða ritarinn, hvaða örlög bíða þeirra.

Kannski herinn komi upp atvinnumiðlun fyrir sína félagsmenn!
Æi ég veit að ég má ekki vera að tala um herinn. Þau eru svo viðkvæm og gagnrýni er bönnuð hjá þeim.
Ég get svarið það að mig langar svo til að vera fluga á vegg þegar þau tala við ráðamenn. Hvað segja þau? Hvernig útskýra þau málefni fátæka fólksins sem á ekki mat út mánuðinn og ekki húsaskjól til þess að halda á sér hita?

Ég bara velti þessu fyrir mér, en best að hætta núna svo ég verið ekki tekin í karphúsið.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: