Skerðingar eru verkfæri helvítis

16. júní 2022

Hér á eftir fer ræða varaþingmanns sem ég gerði athugasemd við og sú athugasemd mín hefur ekki fallið í góðan jarðveg, svo ekki sé meira sagt.

Svanberg Hreinsson (Flf):

Herra forseti. Greiningardeild Íslandsbanka spáir 8,4% verðbólgu í júnímánuði. Verðbólga síðustu 12 mánaða mældist í maí síðastliðnum 7,6% og hefur ekki mælst svo mikil frá því í mars árið 2010. Gangi spá bankans eftir væri um að ræða 1% hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrri mánuði. Ég setti þetta í samhengi við sjálfan mig en ég er á leigumarkaði. Frá áramótum hefur húsaleiga mín hækkað um 10% en það þykir víst ekkert mikið og kannski bara ansi vel sloppið. Samt sem áður er þetta umtalsverð fjárhæð fyrir mig því að ég er öryrki og um síðustu mánaðamót þá greiddi ég 62% af ráðstöfunartekjum mínum í húsaleigu. Síðan greiddi ég 3,5% af mínum tekjum til lífsnauðsynlegra lyfjakaupa. Sem sagt, 65,5% í leigu og lyf. Þá á eftir að greiða fyrir hita og rafmagn og síma og ekki skal gleyma matarinnkaupunum.

Ég valdi mér ekki það hlutskipti að verða öryrki með öllu sem því fylgir. Nei. Ef ég hefði haft val þá hefði ég valið mér að vera heill heilsu, laus við verki og vanlíðan og því megið þið hv. alþingismenn trúa.“ Tilvitun lýkur!

Ég ætla nú að leyfa mér að segja mína skoðun á þessari ræðu og vafalaust rjúka einhverjir upp til handa og fóta en mér er nokk saman.

Þessi maður er varaþingmaður fyrir flokk fólksins og sá flokkur gerir út á að berjast fyrir bættum kjörum öryrkja og eldri borgar og fátækra líka held ég.

Ég er þeirrar skoðunar og skerðingar hjá öryrkjum séu mesta bölið sem þeir búa við.

Þeir mega ekki vinna sér inn eina krónu svo hnífnum sé ekki veifað.

Ég er þeirrar skoðunar að margir öryrkjar gætu hugsanlega komist fjær örorkunni ef þeir hefðu möguleika á því að vinna sér inn nokkrar krónur í friði og með því að komast út af heimilinu og í vinnu mundi sjálfsvirðing þeirra vaxa og heilsan breytast úr örvæntingu í von.

Þeir sem ætla núna upp á háa C ættu aðeins að staldra við. Ég er ekki að tala um hátekjufólk eins og þingmenn FF.

Ég er að tala um hinn almenna öryrkja sem hefur af einhverjum ástæðum orðið öryrki einhvern tímann á lífsleiðinni vegna einhvers eða hreinlega fæðst með fötlun sem leiðir til örorku.

Margir eiga ekki möguleika á því að vinna sér inn smáaura vegna örorku sinnar, en það eru einhverjir sem gætu það. Þeirra líf gæti batnað, það mundi spara þjóðfélaginu kostnað við veikindi þessa fólks og líf þeirra yrði innihalds ríkt en ekki nakin örvænting alla daga.

Ég er þeirrar skoðunar að þingmenn FF og fleiri sem bera hag fátækra fyrir brjósti gerðu meira gagn með því að benda á tölulegar staðreyndir um skerðingar og hvernig þær drepa hvern einasta mann, bæði öryrkja og eldri borgara, ef þetta fólk reynir að bjarga sér.

Ég er ekki að tala um ríka fólkið.

Ég er að tala um fátæka fólkið.

Ég er að tala um fólkið sem hefur kannski borgað í lífeyrissjóð og fær þaðan eitthvað og lendir svo undir hnífnum hjá skerðingar hjólinu.

Það eru nógu margir á þingi sem tala um verðbólgu og vexti.

Staðreyndin er sú að hækkun á bótum frá TR hefur nákvæmlega ekki neitt að segja. 3 prósentin ágætu skila sáralitlu í vasa öryrkja og eldri borgara.

Verðbólgan hækkar laun frá lífeyrissjóðum en TR tekur það allt til baka á næsta ári og meira til.

Líf VR hækkaði greiðslur á síðasta ári um 10prósent og megnið af því er tekið til baka með sköttum og lækkun frá TR.

Að mínu mati eru skerðingar mesta böl þeirra sem eru fátækir og fá örorkubætur eða annað frá TR.

Kerfið er flóknara en helvíti og líklega skilja sumir þingmenn hvorki upp né niður í því hvernig það er og nenna hugsanlega ekki að setja sig inn í það.

Mín skoðun er sú að ræða þingmannsins sem ég vitna til hér í upphafi geri nákvæmlega EKKERT gagn.

Ég veit vel að Inga og Guðmundur Ingi fá ekki örorkubætur frá TR eftir að þau komust í hálaunaflokk.

Ég er ekki að tala um þau.

Ég er að tala um varaþingmann sem settist á þing og fær fyrir það laun og er frá FF og hefði átt að nota tækifærði úr ræðustóli til þess að hamra á því hvers vegna öryrkjar eru í fjötrum helvítis ár eftir ár.

Skerðingarnar halda þeim í helvíti og þeir eiga enga von.

Enn einu sinni, ég er ekki að tala um ríka fólkið, mér er alveg saman um það því það getur séð um sig og þarf ekki á mér að halda. Ég er að tala um fátæku öryrkjana og fátæka eldri borgara.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: