Hatrið tapaði !

8. nóvember 2021

Loksins loksins loksins

Sýknudómur í Héraði í máli sem mér hefur fundist afar einkennilegt svo ekki sé meira sagt.

Ég ætla að leifa mér að segja að kærur vegna einhverra strokna sem áttu sér stað fyrir áratugum eru að mínu áliti ekkert annað en mannvonska.

Það er hægt að gera líf fólks að helvíti á jörðu með illgjörnum haturs aðgerðum og fólk sem gerir það eru í mínum augum vondar manneskjur.

Á tímum internets er lítið mál að drepa fólk og svifta það mannorði með nokkrum statusum á Facebook.

Hatur þeirra sem slíkt gera er viðbjóðslegt en auðvitað má ekki líta þannig á málið.

Það á að falla í stafi og finna til með „þolendum“ fram í rauðan dauðann.

Þessir svonefndu þolendur hefðu átt að leita sér hjálpar hjá sálfræðingum eða læknum og vinna úr sínum málum í stað þess að svifta fólk ærunni af einskærri annað hvort athyglissýki eða hreinlega illgirni.

Ég get ekki haft samúð með svona „þolendum“.

Þeir sem rifja upp rassstrokur eða annað slíkt ættu líklega að horfa vel og vandlega í eigin barm.

Hvernig voru þessar manneskjur til fara?

Hvernig var framkoma þeirra?

Hvernig stilltu þessar manneskjur sér upp?

Hvers vegna voru þær yfirleitt í samkvæminu?

Eftir hverju voru þeir að sækjast?

Ég hef fengið að heyra það á opinberum vettvangi hvað ég sé ómöguleg manneskja, og það frá þeim sem áður höfðu haldið því fram að alltaf væri hægt að leita til mín því ég hjálpaði alltaf þessu liði sem svo gekk fram og fordæmdi mig.

Hvað gerist svo þegar ég drepst?

Þá kviknar einhver neisti hjá þessu sama liði og það fyllist jafnvel sektarkennd og reynir eins og það eigi lífið að leysa að halda lífinu í viðkomandi komi eitthvað fyrir.

Ég er svo mikið kvikindi að ég hef gert ráðstafanir til þess að mér verði ekki haldið á lífi.

Ég er líka svo mikið kvikindi að ég hef gert ráðstafanir til þess að þetta sama lið fái ekki neitt eftir mig þegar ég er dauð.

Kvikindið ég veit nefnilega að þegar úr hrakið er liðið þá kviknar von um að eitthvað sé eftir af veraldlegum eigum sem hægt sé að nýta sér í eigin þágu.

Hatur er hlægilegur eiginleiki sem ekki allir hafa þróað með sér. Sumir vita að hatur bitnar eingöngu á þeim sem ber hatrið í brjósti sér.

Ég velti því fyrir mér vegna niðurstöðu dómsins vegna stroku, hvernig kæranda líður í dag.

Hefur hatur kærandans bætt líðan hennar?

Hefur hatrið veitt kærandanum frið í hjartanu?

Ég veit ekkert um það, en ég vona að nú sé þessum ofsóknum á harð fullorðið fólk lokið og það fái að eyða síðustu örfáum árum sínum hér á jörðinni í friði fyrir vitleysingum sem vita ekki í hvora löppina þeir eiga að stíga til þess að fá athygli.

Þeir sem hafa tekið að sér að vera dómarar götunnar gætu líka hugsað sinn gang.

Hver gaf þessum gróum leyfi til þess að dæma í málum sem þær hafa ekki hugmynd um hvernig atvikuðust?

Það væri líklega ekki mikill friður ef þjónustustúlkur á börum hér áður fyrr tækju sig til og kærðu alla kallana sem þukluðu þær þegar þær gengu fram hjá gaurunum.

Ég veit ekki hvernig baramenningin er í dag en ég veit hvernig þjónustufólk var „lítillækkað“ á nútíma mælikvarða!

Á sumum veitingastöðum voru þjónustustúlkur varðar en á þeim fínni áttu þær að taka því þegjandi þegar fullir kallar, venjulegir kallar, þukluðu þær.

Hræsni þjóðar sem sveltir þá fátækustu og borgar svo fyrir málssókn eins og þá sem varð mér að tilefni þessara skrifa er óendanlega.

Eins og vinkona mín segir

FÓLK ER FÍFL

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: