Ég tek ekki þátt í vitleysunni

11.september 2021

Eins og þeir sem fylgjast með blogginu mínu vita hef ég ekki skrifað þó nokkuð lengi um kjör fátæka fóksins á Íslandi eða þeirra sem ég bar fyrir brjósti hér áður.

Þetta þýðir ekki að ég hugsi ekki um þessa hópa.

Ég hugsa um þá oft og lengi næstum alla daga og núna í kosninga loforða flauminum kannski enn meira.

Ég hef ekki trú á því að neitt breytist við þessar kosningar en ég get hins vegar haldið þeirri skoðun fyrir mig og látið vera að rífast og skammast.

Ég reyndi að eyða “Milli lífs og dauða” síðunni en það tókst ekki og nú er fólk að deila póstum sem ég skrifaði jafnvel fyrir 2 árum.

Það sýnir mér að ekkert hefur breyst til batnaðar á Íslandi fyrir þessa hópa.

Þetta er sorgleg staðreynd sem ég hef engin áhrif á jafnvel þó ég segi ekki orð.

Mínar áhyggjur snúast um gengið og hvernig það verður notað aftur og aftur og aftur og endalaust til þess að hygla ríka fólkinu.

Undanfarið hefur gengið á evru ekki farið upp fyrir 152 krónur en hún er á harðastökki þangað þessa dagana. Ég gerði áætlun fram að áramótum, fyrir 4 mánuði og reiknaði með 152 krónum sem ég þyrfti að borga fyrir góssið. Áætlunin heldur enn og vonandi gerir hún það þessa næstu mánuði og ég rígheld í vonina!

Hér í Portúgal er lífið aðeins að þokast í rétta átt en það gengur hægt, en þokast samt. Við erum ábyrg og tökum því sem að höndum ber en ósköp var gott að fá nokkur knús þessa síðustu daga. Það er aðeins að opnast fyrir að fólk þori að vera venjulegt en ég verð að viðurkenna að ég vel vandlega hverja ég faðma.

September er spítala mánuður hjá mér þó ég sé ekki að fara að leggjast inn. Þetta kemur bara þannig út að stefnumót við læknateymið er allt í september.

Í gær fór ég á stefnumót við hjartalækninn minn og það var óvenjulegt að þurfa ekki að bíða marga klukkutíma. Í gær var Covid ástand og þá gengur allt betur á spítalanum þar sem strangt eftirlit er með því að ekki séu of margir inni í einu. Við mætum 30 miútum fyrir skráðan tíma og það er engum hleypt inn fyrr. Í gær fékk ég miða með tímanum og var miðinn límdur á mig. Allir fengu svona miða!

Síðan komu stelpurnar aftur og tékkuðu tímann og ráku okkur inn með mjúkri hendi þegar röðin var komin að okkur. Svona fyrirkomulag er frábært, finnst mér. Ég beið í hálftíma eftir Dr. Pedro og það var óvenjulegt, svo ekki sé meira sagt.

Þetta er líklega það eina sem ég vil að haldist eftir að allar Covid hömlur eru dottnar uppfyrir.

Sumarið hefur verið óvenju kalt hérna í miðju landinu og óvenju fáir skógareldar. Það kom reyndar einn dagur þar sem enginn eldur var í öllu landinu næstum því allan daginn, ekki þó alveg.

Það verður spennandi að sjá hvernig október hagar sér og ekki síður áhugavert að horfa á veturinn. Verður hann kaldur eða volgur?

Lífið er alltaf skemmtilegt og núna eru sírlendingarnir uppi ábyggilega í sumarfríi því ég hef ekkert heyrt í kallinum í tæpar 3 vikur. Það er friður og ró því geggjaði gaurinn niðri er oftast ekki þar en kemur þó eina og eina nótt svona rétt til að minna á sig og hefur þá nokkuð hátt!

Næsta ár verður allt öðruvísi en þetta.

Allt mögulegt skemmtilegt sem þá gerist í lífi mínu sem tekur heljarstökk upp á við.

Ég er þakklát fyrir hvern dag og ég man eftir því að vera þakklát alltaf.

Hamingjan er ekki sjálfgefin en það er hægt að rækta hana eins og fallegt blóm og hún lifir þá góðu lífi og vex og dafnar.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: