Hvað er ást eiginlega?

7. júlí 2021

Góðan daginn

Í gær skrifaði ég á Facebook síðuna mína:

Ástin er yndislegasta tilfinning í heiminum

Svo ótrúlega sniðugar athugasemdir sem ég fékk.

Það er alveg ljóst að fólk, margir hverjir, hafa ekki hundsvit eða hugmynd um hvað orðið ást merkir og tengja það bara við eitt.

Ást er yndisleg og hún er í alls konar myndum.

Í gær fékk ég mynd af lítilli stúlku sem fæddist fyrir mánuði og var eins og gjöf frá Guði til fjölskyldu sem hefur misst svo ógurlega mikið síðasta árið. Litla stúlkan færði ást inn í fjölskylduna og þar sem áður ríkti sorg og vanlíðan er nú lífið fullt af ást og gleði.

Ég elska náttúruna og nýt hennar hvort sem það rignir eða skín sól. Það er í huga mínum Sönn og yndisleg ást

Ég elska blómin mín sem gleðja mig á hverjum morgni þegar ég geng út á svalirnar mínar og bíð góðan daginn. Það er yndisleg tilfinning þrungin ást.

Ég elska vini mína sem eru út um allan heim. Þeir auðga líf mitt og ég fæ að kynnast mismunandi hefðum og þjóðfélagsuppbyggingu. Það er enn ein tegund af yndislegri ást.

Ég elska nemendur mína sem aldrei yfirgefa mig og þrátt fyrir langan aðskilnað og mikla fjarlægð eru þeir í sambandi við kennarann sinn og við ræðum um heima og geyma. Það er enn ein tegundin af yndislegri ást.

Þröngsýni og forpokaður hugsunarháttur margra íslenskra manna og kvenna sem ég þekki er svo lítill vexti að hann sér ekki fegurð ástarinnar á lífinu sjálfu.

Forpokaður hugsunarhátturinn sér bara eitt þegar talað er um ást: Það eina sem kemur upp í hugann hjá þessu fólki er karl og kona í ástarsambandi og enn einn forpokahátturinn er að þessi karl-kona ást geti bara þrifist á ákveðnum aldri!

Ég vorkenni þessum forpokuðu hugsuðum og ætla ekki að reyna að sannfæra þá um að ást sé lífið sjálft með öllum sínum ótal tilbrigðum og tækifærum.

Mér bara datt þetta svona í hug og gat ekki setið á mér.

Lítið í kringum ykkur og sjáið hvar ástin blómstrar svo fallega.

Njótið tilfinningarinnar og opnið hugann.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: