29.12 2020
Góðan daginn
hér kemur eitt kvart svona fyrir áramótin.
Tryggingastofnun ríkisins hefur enn eina ferðina tekið af mér skatt af janúargreiðslu 2021, þrátt fyrir að ég hafi greitt skatta í búsetulandi undanfarin 10 ár.
Á hverju einasta ári hef ég kvartað og kveinað yfir þessu.
Á hverju einasta ári hef ég spurt hvort ekki sé hægt að segja tölvunni að bíða aðeins með að rífa skattinn af mér þar sem ég búi ekki á Íslandi og borgi ekki skatta þar samkvæmt tvísköttunarsamningi þjóðanna.
Ég hef boðist til að aðstoða stofnunina og hjálpa þeim að búa til svæði í kerfinu sem setur stopp á rifrildið.Stofnunin vill auðvitað ekkert hafa með svona kerfisfræðinga að gera og það er allt í lagi, ég fyrirgef það.
Samt finnst mér ótrúlegt að ekki skuli vera búið að breyta þessu fyrir löngu.
Stofnunin er með yfirlýsingar um að verið sé að bæta kerfin og vinnureglur.
Af hverju er þessu ekki breytt?
Ég fæ líklega skattinn endurgreiddan í janúar 2021 en það kostar mig aukalega að millifæra hann yfir á reikninginn minn í búsetulandinu.
Mikið er þetta eitthvað óttalega þreytandi og ég held að þau séu orðin hálf þreytt á mér um hver einustu áramót.
Það væri hægt að létta þessu öllu bara með smá breytingu á tölvukerfi stofnunar sem þjónar þúsundum manns.
Ég ætla ekki að hringja í þau núna.
Ég ætla að láta e-malið duga en ég er alveg jafn hundfúl yfir heimskunni.
Hulda Björnsdóttir