Skrifað fyrir einu ári, nákvæmlega. Eitthvað sem hefur breyst til batnaðar?

24.október 2019

Eins og ég hef stundum sagt þá eru til þingmenn sem mér þykja skörungar og ég gæti hugsanlega treyst. Hins vegar, þegar ég skoða málið þá snýst mér hugur.

Eitt dæmi er Helga Vala Helgadóttir sem ég hef trú á að vilji vel og hún rífur sig þegar henni þykir viðeigandi. Hið sorglega er að hennar rödd er ekki nægileg. Hún verður eins og aðrir stjórnmálamenn að beygja sig undir flokksagann. Hvað getur hún þá gert? Jú, með því að koma sér vel inn í t.d. velferðarkerfið sem er skrímsli út af fyrir sig, þá getur hún frætt samflokksmenn sína. Ég hef trú á henni en hið sorglega er að ég hef ekki sömu trú á öllum þingflokknum. Annað er svo að flokkur Helgu kemst ekki einn í stjórn og þá byrja hrossakaupin. Við getum talað endalaust um hvernig skerðingar eiga að vera en á meðan kerfið er slíkt skrímsli sem það er núna þá skiptir engu máli hvað verður gert við skerðingarnar.

Tryggingastofnun er ríki í ríkinu og þar er eitthvað valdaapparat sem ég skil ekki en þyrfti líklega að skoða smávegis.Við getum líka endalaust talað um hvað hinir og þessir gerðu í fortíðinni og eytt orku í að sannfæra okkur um að þetta sé nú allt Jóhönnu og Steingrími að kenna.

Jóhanna er löngu farin úr stjórninni og það þýðir ekkert að berja á henni.Steingrímur er hjá Vinstri grænum og ber ábyrgð á því sem nú er gert.Þetta er ekkert flókið.Snúið ykkur að nútíðinni.Hættið að moka undir spillinguna.

Opnið augun og sjáið fólkið sem sveltur.Fólkið sem kýs sama sukkið í kosningum eftir kosningum á líklega ekki betra skilið. Hinir, sem eru að reyna að breyta einhverju hverfa í skugga peningavaldsins.

Bylting er líklega það eina sem dugar, eða þá bara að leggja upp laupana og gefast upp.Svo er auðvitað hægt að leggjast í víking og fara til Spánar. Þar er jú að verða til Íslendingabyggð með eigin samkomusal og alles!

Til þess að eitthvað breytist þurfum við almennilega forystu í Landssambandi eldri borgara.Öryrkjar eru held ég með góða forystu enda láta þeir í sér heyra.Jólin eru bráðum.

Allir vinnandi menn og konur fá jólabónus, óskertann.Eftirlaunafólk í Lífeyrisjsóði VR fær ekki jólabónus. Það er orðið gamalt og á ekki skilið að fá svoleiðis.Jólabónus hjá TR skerðist vegna TEKNA frá lífeyrissjóðum og mundi sjálfsagt skerðast enn meira ef Líf VR gerðist svo mannlegur að greiða “aumingja gamla fólkinu” þessa bónusa!

Ég hef aldrei skilið þetta kerfi hjá Lífeyrissjóði VR þar sem jólabónus og orlofsgreiðslur eru ekki fyrir þá sem eru komnir á eftirlaun. Það er auðvitað ekki þannig að Lífeyrissjóðurinn sé eitthvað verri en aðrir.Hvað ætli starfsfólk og stjórnendur VR og Lífeyrissjóðsins fái í orlofs og jólabónusa?

Æi, auðvitað er þetta bara öfund og illgirni í mér að vera að hafa orð á þessu.Það var reyndar þingmaður sem henti þessu aðeins í loftið í fyrirspurnartíma á hinu HÁÆRUVERÐUGA um daginn!

Hann er að sjálfsögðu í stjórnarandstöðu og kemst líklega ekki aftur á þing næst þegar kosið verður enda tilheyrir hann ekki fína fólkinu!

Fína fólkinu er nokk sama um einhverja öryrkja og eftirlaunafólk! Svoleiðis hópar eru bara fyrir og dásamlegt að losna við þá sem flesta úr landi svo hægt sé að skera niður greiðslur til þeirra og nota peningana í annað og betra, svo sem til að greiða niður skuldir fyrir suma sem geta komist í ráðuneyti eftir ráðuneyti og stjórnað landinu, sjálfum sér og sínum til hagsbóta.

Viðbjóðslegar staðreyndir, en staðreyndir þó. /Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: