Dágóð launaLÆKKUN það sem eftir er af árinu 2020! 60.667 x 5 = 303.335 ísl. krónur á næstu 5 máuðum.

  1. ágúst 2020

Í gær talaði ég um hvernig þeir sem þurfa að breyta íslenskum krónum í norskar krónur koma út.

Í dag ætla ég að tala um hvernig þetta kemur út varðandi evruna.

Í gær fékk ég athugasemd þar sem viðkomandi sagði mér í óspurðum fréttum mér til mikillar ánægju og uggötvunar að hverjum og einum sé frjálst að velja sér dvalarstað. Ó hvað ég var nú glöð að fá að vita þetta. Hafði reyndar ekki gert mér grein fyrir þessu áður, semsagt að fólki væri frjálst að velja sér dvalastað.

Það er nefninlega þannig í mínum takmarkaða huga og þar sem vitið er ekki til að láta í askana, að mér hefur fundist þeir sem hafa flutt erlendis eftir 67 ára hafi ekki endilega átt val.

Mér hefur í einfeldni minni og heimsku þótt ljóst að margir þeir sem hafa til dæmis flutt til Spánar hafi gert það út úr neyð og fundist það vera eina úrræðið til þess að komast af þegar launaumslagið inniheldur eftirlaun til almúgans á Íslandi, naumt skammtað og til háborinnar skammar, finnst mér, en aftur og enn einu sinni þá er ég bara einföld kona sem skil auðvitað ekki einfaldar rökfærslur og útskýringar.

Til þess að einfaldur hugur minn skilji hvað ég er að tala um reiknaði ég út hvernig eftirlaunaumslagið þynnist nú jafnt og þétt eins og hægur straumur árinnar sem líður jafnt og þétt niður gilið.

Gengi EUR 2.janúar 2020 var 137,1 ísl.króna

Gengi EUR 2.ágúst 2020 var 160,53 ísl.krónur

Laun 160.000 + 195.000 = 355.000 ísl. krónur fyrir skatt

Verðmæti 355.000 ísl. króna í EUR 2. Janúar 2020  = 2.589,35 EUR

Verðmæti 355.000 ísl. króna  í EUR 2. Ágúst 2020 = 2.211,42 EUR

Mismunur í EUR 377,92

Verðmæti 355.000 ísl. króna hefur lækkað um 60.667 ísl kr. á mánuði frá áramótum.

Haldi þetta áfram svona út árið þá tapar viðkomandi 60.667 x 5 = 303.335 ísl. krónum á næstu 5 máuðum.

Líkelga þykir þetta nokkuð góð launaLÆKKUN.

Hér fjalla ég um tekjur áður en skattur er tekinn af, brúttó tekjur semsagt.

Einhver getur nú spurt hvort ég fái greitt í EUR? Mér finnst það ekki skipta máli. Ég er að gera hér samanburð á hvernig verðmæti íslensku krónunnar hefur fallið á örfáum mánuðum. Ég er að gera þennan samanburð fyrir þá sem eru ef til vill að velta fyrir sér að koma sér í skjól þar sem þeir geta fengið mat og húsaskjól ALLA daga ársins.

Lækki verðmæti krónunnar hefur það áhrif í gegnum allt hagkerfið. Þeir einu sem græða eru mafíósarnir og fyrir þá er gengið látið dúnka niður í ekki neitt.

Þetta skiljum við kannski betur sem þurfum í hverjum mánuði að flytja smáaurana okkar til landsins sem hefur fóstrað okkur á árunum eftir 67 ára.  Við erum á góðri leið með að þurfa aftur og enn einu sinni að lepja dauðann úr skel rétt eins og við gerðum þegar við bjuggum á Íslandi.

Þeir sem komnir eru á eftirlaun, venjulegt fólk sem hefur sparað í lífeyrissjóði allt sitt líf, eru þeir sem látnir eru súpa seyðið af sukki mafíunnar.

Ég hin einfalda og illa þenkjandi velti fyrir mér hvort ALLIR sem hafa flutt til útlanda eftir 67 ára hafi átt val.

Ég hin einfalda og illa þenkjandi velti því líka fyrir mér hvort margir sem hafa flutt til útlanda eftir að þeir komust á eftirlaun vildu ekki miklu heldur búa á landinu þar sem þeir fæddust og þar sem vinir og fjölskylda búa.

Svo dettur mér í einfeldni minni líka í hug að þetta með valið sem maðurinn var að tala um sé eitthvað sem ég bara skil ekki, eða kannski vil ég bara í heimsku minni og hroka ekki skilja.

Líklega er mér ekki viðbjargandi og það er ekki gott.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: