- maí 2020
Ég er að velta fyrir mér hvort fólk geri sér almennt grein fyrir hvað er að gerast í málefnum okkar eldri borgara með málssókn Gráa hersins gegn ríkinu, sem fór af stað 28. Apríl s.l. og er til þess að hnekkja áralöngum aðgerðum stjórnvalda varðandi greiðslur frá Lífeyrissjóðunum okkar, sjóðunum sem við höfum lögum samkvæmt sparað í alla okkar starfsæfi.
Margir sem eru ekki enn komnir á eftirlaun vita ef til vill ekki hvernig kerfið virkar og halda að þeir komi til með að lifa nokkuð sæmilegu lífi þegar þeir hætta að vinna.
Kannski heldur fólk að Tryggingastofnun ríkisins greiði eftirlaun og svo bætist sparnaðurinn í Lífeyrissjóðinn við!
Nei, ekki aldeilis, þannig er það ekki.
Tryggingastofnun ríksins lækkar sínar greiðslur ef þú færð greitt frá Lífeyrissjóði. Þú ert í raun látinn niðurgreiða það sem þú átt að fá frá ríkinu, og það gerir þú með eftirlaunum þínum frá sjóðinum sem þú sparaðir í alla þína starfsæfi.
Hér er dæmi af eftirlaunaþega sem er 67 ára. Ég gef mér að viðkomandi búi ekki einn og fái þar af leiðandi ekki félagslega aðstoð í formi heimilisuppbótar!
Hann eða hún fær greitt frá lífeyrissjóði krónur 161.000 á mánuði (fyrir skatt).
Hámarks eftirlaun frá TR eru krónur 256.789 (fyrir skatt)
Þá kemur niðurstaða þessara tveggja einstaklinga, annar hefur ekki greitt í lífeyrissjóð, einhverra hluta vegna og ég legg engan dóm á það. Ýmsar ástæður geta legið þar að baki.
Hvað fær sá sem greiddi í lífeyrissjóð há eftirlaun frá TR? Jú hann fær krónur 195.589 á mánuði (fyrir skatt) á sama tíma og sá sem ekki hefur greitt í lífeyrissjóð fær krónur 256.789 (fyrir skatt) Mismunurinn er krónur 61.200 á mánuði (fyrir skatt). Munið að hér er ég að tala um lögbundin eftirlaun frá Tryggingastofnun ríksins.
Lægri eftirlaun frá Tryggingastofnun ríkisins fyrir þann sem greiddi alla sína starfsæfi í lífeyrissjóð.
AF HVERJU ER ÞETTA SVONA, HVAÐ GERIST ÞARNA?
Af hverju verða 161.000 krónur frá lífeyrissjóði bara 99.800 (fyrir skatt) ?
Það sem gerðist á leiðinni þarna var að Tryggingastofnun ríkisins, samkvæmt lögum um Almannatryggingar frá árinu 2017, lætur tekjur frá lífeyrissjóði niðurgreiða eftirlaun frá TR og hefur tekið upp á sína arma að láta lífeyrissjóð vera stoð númer eitt, sem það var ekki þegar kerfið var sett á .
Í upphafi átti Tryggingastofnun að greiða stoð númer eitt og lífeyrissjóður að vera viðbót. Dæminu hefur hins vegar verið snúið á hvolf.
Mörg okkar sem erum nú komin á eftirlaun, og þá er ég að tala um þá sem eru ekki í hópi hálaunafólks, stóðu í þeirri meiningu að lífeyrissjóðs sparnaðaðurinn væri okkar! Við komumst hins vegar að því að svo var ekki, og margir fengu áfall og tilveran hrundi í raun og veru við það eitt að hætta að vinna og verða eftirlauna manneskja í einu ríkasta þjóðfélagi heimsins!
Sá sem hefur 161.000 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrisjóði hefur 64.408 þúsund krónum meira í tekjur á mánuði (eftir skatt) en hinn sem fær ekkert út úr lífeyrissjóði.
Er ekki eitthvað alvarlega bogið við að 161.000 krónur geti orðið samkvæmt þessu 64.408 krónur þegar búið er að skerða og taka skatt?
Þessi framkvæmd TR heitir í daglegu tali SKERÐINGAR
Málssókn Gráa hersins snýst um þetta mál og fer fram á leiðréttingu og réttlæti fyrir okkur hinn almenna lauþega. Þetta mál snertir ekki einungis okkur sem nú þegar erum orðin 67 ára. Þetta snertir alla, því væntanlega verður fólk í þessari aðstöðu í framtíðinni, lifi það.
Ég hvet alla sem þetta lesa að hugsa sinn gang og athuga hvaða möguleikar eru fyrir hendi til þess að lifa sæmilegu lífi þegar hætt er að vinna.
Ég hóf minn undirbúning þegar ég var rétt tæplega 55 ára og sé ekki eftir þeirri skipulagningu.
Ef þú eða ættingi þinn eruð að nálgast 60 ára aldurinn eða jafnvel komin aðeins yfir hann þá ráðegg ég eindregið að möguleikarnir séu skoðaðir vandlega og undirbúningur hafinn eins fljótt og hægt er.
Málssóknin tekur nokkur ár. Á því er ekki nokkur vafi.
Nú hefur VR lýst því yfir að þeir muni sjá um að koma málinu í höfn með því að gerast ábyrgðaraðili fyrir kostnaði. Þetta eru frábærar fréttir og ber að fagna þeim. Við sem getum og viljum ættum líka að stiðja við málið með framlögum. Það þarf ekki að vera stór upphæð, margt smátt gerir eitt stórt. Ég læt leggja inn á málssóknar reikninginn í hverjum mánuði mitt framlag og sé ekki eftir þeim peningum.
Öll komum við til með að njóta góðs af þegar málið kemst í höfn.
Baráttujaxlarnir Finnur, Wilhelm og Ingibjörg hafa komið þessu máli þangað sem það er nú. Þeim verð ég ævinlega þakklát fyrir þrautseigjuna. Þau gáfust ekki upp og því erum við komin þangað sem við erum núna, málið er í farvegi hjá Héraðsdómi.
Hægt er að fara inn á síðu Gráa hersins á Facebook og fá allar upplýsingar um málið.
Fylgstu með á https://www.graiherinn.is
Hulda Björnsdóttir
Ps:
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja málsóknina geta lagt inn á reikning sjóðsins:
Íslandsbanki Suðurlandsbraut
Nafn: Málsóknarsjóður Gráa hersins
Kennitala: 691119-0840
Reikningsnúmer: 0515-26-007337