14.maí 2020
Greining Íslandsbanka
“Góðu heilli voru fjölmargar stoðir íslenska hagkerfisins býsna sterkar þegar COVID-áfallið reið yfir. Lærdómur hefur verið dreginn af fyrri mistökum og fjölmargar ástæður eru til bjartsýni á framtíðina.
Árið 2020 verður þó afar erfitt og spáir Greining 9,2% samdrætti á árinu. Hversu hratt faraldurinn gengur niður er lykilforsenda fyrir því hversu hraður efnahagsbatinn verður. Verði faraldurinn í rénun eftir mitt ár eru góðar horfur á myndarlegum hagvexti á seinni tveimur árum spátímans.
Framtíðin – Erlend staða þjóðarbúsins er sterk, gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans styður við krónuna og hið opinbera hefur svigrúm fyrir aukna skuldsetningu. Fjölmargar ástæður eru því til bjartsýni á framtíðina”.
Ég velti fyrir mér hvaða lærdómur hefur verið dreginn af fyrri misökum. Er ekki enn verið að dæla peningum í elítuna, greiða himinháan arð fyrirtækja sem fá svo ríkisstyrk og launþegar, eftirlaunaþegar, öryrkjar og fátækt fólk látið sitja á hakanum?
Gengi evru er núna 158,82 og seðlabankastóri segir hana verða 160 allt næsta ár.
Hefur eitthvað breyst?
Ætla stjórnmálamenn áfram að gefa skít í fátæka Íslendinga?
Hulda Björnsdóttir