1. Maí 2020
Eftir að hafa legið í kvöld yfir því að endurskoða fjármál heimilisins er ég áhyggjufull vegna þeirra sem eiga að draga fram lífið á eftirlaunum eða örorku.
Einhvern veginn þarf að koma ráðamönnum í skilning um að það er ekki hægt að lifa af því sem þessum hópum er skammtað.
Það eru til hópar sem hafa komið sér vel fyrir í ellinni en það er ekki almenningur í heild
Svandís Svavarsdóttir talar um réttlátt þjóðfélag.
Svandís Svavarsdóttir útskýrðu fyrir mér hvar réttlætið er?
Þetta sagði ráðherrann í gær:
Gleðilegan 1. maí á ótrúlegum tímum. Engar göngur, engir fundir og ekkert kaffi með félögum og vinum. En dagurinn er samur og þörfin fyrir baráttuna fyrir réttlátu þjóðfélagi söm. Samstaða vinnandi fólks hefur áratugum og öldum saman leitt til mikilvægra réttinda og framfara í samfélaginu. Fyrir þá þrautseigju og baráttu er þakkað á þessum bjarta og sögulega fyrsta maí.
Ég sé ekki að laun alþingismanna og þeirra sem þeim fylgja séu réttlætið í hnotskurn.
Svandís Svavarsdóttir eru öryrkjar og eldri borgarar önnur þjóð í þínum huga?
HVAÐA RÉTTLÆTI ertu að tala um frú ráðherra?
Þingmenn fengu hækkun í gær, afturvirka!
Hafa eldri borgarar og öryrkjar setið við afturvirku hækkunar borðið?
Nei, ég held að þeir hafi bara aldrei komist að því borði.
Ég er reið.
Hulda Björnsdóttir