Er það sanngjarnt að sparnaður sé notaður til þess að niðurgreiða það sem hefur áunnist í réttindi frá hinu opinbera í gegnum ævina?

17.apríl 2020

Hvað munar miklu að hafa borgað í lífeyrissjóð alla sína starfsævi samanborið við þann sem aldrei hefur borgað í lífeyrissjóð, þegar komið er að því að taka út eftirlaun?

Viðmiðunartala er 158.000 á mánuði frá lífeyrissjóði og manneskjan byrjaði að taka lífeyri eftir 67 ára aldur:

Sá sem borgaði í sparnaðarkerfið, hið lögboðna kerfi sem átti að vera óskert í upphafi en hefur verið stolið af til þess að niðurgreiða það sem kemur frá Tryggingastofnun,

fær frá TR Ellilífeyri krónur 196.939 fyrir skatt.

Sá sem ekki borgaði í lífeyrisjsóð einhverra hluta vegna

fær í Ellilífeyri frá TR krónur 256.789

Heildartekjur þess sem fær frá Lífeyrissjóði krónur 158.000 fyrir skatt

á mánuði eru 284.809 krónur eftir að skattar hafa verið dregnir frá (TR + Lífeyrissjóður)

Heildartekjur þess sem ekki hefur neitt frá Lífeyrissjóði og fær bara greiddan ellilífeyri frá TR

 eru krónur 221.438 á mánuði eftir skatt

MISMUNURINN ER KRÓNUR     63.371 í plús fyrir þann  sem hefur sparað alla sína starfsæfi lögum samkvæmt og á réttindi upp á 158.000 á mánuði frá Lífeyrissjóði.

Nú spyr ég:

Er það sanngjarnt að sparnaður sé notaður til þess að niðurgreiða það sem hefur áunnist í réttindi frá hinu opinbera í gegnum ævina?

Finnst þér sem lest þetta málið bara í fínu lagi?

Það getur vel verið að þú sért núna 63 ára og verður eftir örfá ár orðin 67 ára. Hefur þú hugsað um hvernig fótunum gæti verið kippt undan þér bara vegna þess að þú ert kominn á vitlausan aldur?

Hefurðu hugleitt þetta?

Hefurðu gert ráðstafanir til þess að mæta breytingunum?

Margir halda að þetta reddist nú og allt sé ekki eins sllæmt og ég er að tuða um.

Einhver gæti sagt að þeir vildu nú gjarnan hafa þessi 63 til viðbótar við grunnlífeyrinn og að ég eigi ekkert að vera að kvarta.

Í fyrsta lagi er grunnlífeyrir allt of lár, það getur enginn lifað af 221.438 krónum á mánuði á Íslandi, jafnvel þó það sé eftir skatt.

Í öðru lagi þá safnaði ég til efri áranna með því að spara í Lífeyrissjóð og hélt að ég mundi geta lifað sæmilega af því sem ég fengi við starfslok. 284.809 krónur eftir skatt eru ekki laun sem hægt er að hrópa húrra fyrir og þau eru heldur ekki laun sem hægt er að lifa mannsæmandi lífi af á Íslandi í dag.

Fengi ég lífeyri minn óskertann gæti ég framfleytt mér sæmilega á Íslandi. Ég gæti farið til læknis og ég gæti borðað almennilegan mat alla daga og ég gæti hugsanlega farið einstaka sinnum í leikhús eða á tónleika  svona eins og venjulegt fólk telur sjálfsögð réttindi.

Mér finnst hróplegt ranglæti að ég skuli þurfa að svelta hálfu hungri af því að einhverjir pólitíkusar ákváðu að ég væri ekki gjaldgeng eftir 67 ára aldurinn, jafnvel þó ég hafi borgað skatta og skyldur til þjóðfélagsins alla mína hundstíð og auk þess farið að lögum og sparað í lífeyrissjóð til efri áranna.

Nú er að fara í gang lögsókn gegn ríkinu vegna þessara skerðinga sem ég er að kveina yfir.

Ég hef í mörg ár talað fyrir því að slíkt yrði gert og nú er veruleikinn að skella á. Þann 28. apríl næstkomandi verður málið tekið fyrir og baráttan hefst við kerfið og dómstólana.

Finnur, Wilhelm og Ingibjörg hafa komið þessu á kopinn með því að framkvæma í stað þess að tuða og nú er Grái herinn búin að ganga frá öllum formsatriðum og allt samkvæmt lagabókstafnum um söfnunarsjóði og slíkt.

Ég er þeim ævinlega þakklát fyrir þeirra framlag en nú er komið að okkur, hinum venjulega borgara, sem þarf að öllum líkindum að sæta sömu skerðingum og við sem nú erum farin að taka út eftirlaunin okkar og erum bara venjulegt fólk, ekki alþingismenn, forstjórar eða bankastjórar, bara venjulegt launafólk.

Kostnaður við svona mál verður mikill. Verkalýðsfélög og fleiri hafa lofað farmlögum og er það vel.

Við , hinn almenni borgari þurfum líka að styðja málið og við getum gert það með framlögum eftir getu hvers og eins.

Ég hef lagt í sjóðinn mánaðarlega og er mín upphæð millifærð af reikningi mínum þar sem eftirlaunin eru lögð inn.  Ég þarf ekkert að hafa fyrir þessu, skráði upplýsingarnar inn og sagði hvað ég vildi borga mikið.

Hér eru bankaupplýsingar málsóknarsjóðsins:

Íslandsbanki Suðurlandsbraut
Málsóknarsjóður Gráa hersins kt. 691119-0840
0515-26-007337

 IBAN nr.IS160515260073376911190840

Hér að neðan eru upplýsingar af síðu Gráa hersins og vel þess virði að skrá sig inn á heimasíðuna.

“Þá er komið að því. Öll skjöl liggja nú fyrir og málið verður dómtekið 28. apríl n.k. Farið endilega inn á heimasíðuna okkar: www.graiherinn.is, sem Maríanna Fríðjónsdóttir hefur sett upp á sinni alkunnu smekkvísi og fagmennsku. Þar er hægt að skrá sig á póstlista til þess að fylgjast með og þar verða öll skjöl varðandi málið birt , öllum til glöggvunar. Þar er líka hægt að setja inn frásagnir frá ykkur um daglegt líf eldra fólks og upplifanir. Kíkið endilega þar inn”

Nú ríður á að við tökum öll höndum saman og stöndum saman. Þetta mál varðar ekki bara okkur sem erum orðin 67 ára, þetta mál varðar ALLA Íslendinga á ÖLLUM aldri.

Ég vona að þeir sem þetta lesa hugsi málið vel og taki ákvörðun um að styðja þessa einstöku framkvæmd. Það þurfa ekki að vera stórar upphæðir. Margt smátt gerir eitt stórt, munum það.

Málið tekur langan tíma.

Ég er bjartsýn og vona að ég verði ekki komin til himnaríkis þegar óréttlætið verður dæmt ólöglegt.

Hulda Björnsdóttir

 

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: