28.apríl verður málið dómtekið – Allir ættu að fylgjast með þessum merka áfanga – Málið varðar ALLA

  1. April 2020

Í dag er afmælisdagur frú Vigdísar

Það rifjaðist upp fyrir mér gömul mynning  þegar við vorum nokkrar að berjast fyrir bættum kjörum einstæðra foreldra og við sátum á fundi og ein sagði:

Hugsið ykkur ef við fengjum einstæða móður sem forseta!

Við ræddum þetta fram og til baka og komumst að þeirri niðurstöðu að slíkt væri óhugsandi.

Okkur þótti hugmyndin frábær en datt í fyrsta lagi engin kona í hug sem gæti farið í framboð og í öðru lagi fannst okkur fráleitt að þjóðin mundi kjósa einstæða móður sem forseta á tímum þar sem fordómar gegn einstæðum foreldrum grasseruðu sem aldrei fyrr.

En hugsið ykkur hvað það væri frábært! sagði ein og stundi af sælu við tilhugsunina eina um upplitið á köllunum sem við örguðumst endalaust í til þess að reyna að fá bætt kjör okkar og barnanna.

Jú, það væri dásamlegt og mátulegt á remburnar, sagði önnur.

Leið nú tíminn og eftir árið var hugmyndin orðin að veruleika, þessi fáránlega hugmynd að einstæð móðir yrði forseti landsins rættist sé liðin.

Við stöllur sem höfðum varpað fram ótrúlegri hugmynd vorum alsælar.

Baráttan okkar hélt áfram og stendur líklega enn hjá þeim sem nú eru í okkar aðstæðum.

Baráttan hefur reynst erfið og oft á tíðum ekki árangur sem erfiði. Núna erum við sem sátum fundinn góða komnar á eftirlauna aldur. Börnin eru uppkomin og flogin út um víða veröld en eftir sitjum við baráttujaxlarnir og berjumst enn.

Núna berjumst við fyrir bættum kjörum eldri borgara og öryrkja og fátæks fólks á Íslandi.

Það er ótrúlegt að árið 2020 skuli vera til fólk á Íslandi sem hefur það enn verra en árið sem frú Vigdís var kjörin fyrst kvenna sem forseti Íslands.

Hverjum hefði dottið í hug að spilling og græðgi stjórnuðu landinu þegar heims faraldur gengur yfir með dauðadómi yfir mörgum og allt er á hvolfi í veröldinni og enginn þorir að koma nálægt okkur sem erum komin yfir 70 ára markið af því að við gætum drepist af veirunni?

Nei, það er ótrúlegt en samt satt að í dag árið 2020 sveltir fólk enn hálfu hungri og tugir flóttamanna hafa sest að í útlöndum einfaldlega  af því að ekki er hægt að lifa af naumt skömtuðum eftirlaunum venjulegs fólks og ríkið stelur sparnaðinum án þess að blikna til þess að niðurgreiða áunnin ríkisréttindi hjá mér og þér.

Það er ótrúlegt að nú skuli vera að fara af stað málarekstur á hendur ríkinu til þess að hnekkja þessari ótrúlegu ósvinnu sem hefur viðgengist í áraraðir að láta lögbundinn sparnað í lífeyrissjóði niðurgreiða greiðslur frá hinu opnbera.

Það sem er ótrúlegt við málið er að nú eru verkin að fara að tala og málæði um að eitthvað þurfi að gera loksins orðin óþarft.

Ingibjörg, Wilhelm og Finnur hafa hrint bátnum úr vör. Þau hafa ekki látið deigann síga og barist fyrir því að málið er nú að komast inn í réttarkerfið. Fyrir baráttu þeirra er ég  þakklát og auðmjúk legg ég mitt af mörkum til þess að létta undir með kostnaðinum sem verður gífurlegur.

Ég hvet alla sem þetta lesa að leggja eitthvað til. Það þarf ekki að vera há upphæð til þess að hún skipti máli. Ég hef þann háttinn á að borga mánaðarlega með millifærslu af íslenska reikninginum mínum því eftirlaunin eru greidd inn á íslenskan banka.

Af síðu Gráa hersins :

“Þá er komið að því. Öll skjöl liggja nú fyrir og málið verður dómtekið 28. apríl n.k. Farið endilega inn á heimasíðuna okkar: www.graiherinn.is, sem Maríanna Fríðjónsdóttir hefur sett upp á sinni alkunnu smekkvísi og fagmennsku. Þar er hægt að skrá sig á póstlista til þess að fylgjast með og þar verða öll skjöl varðandi málið birt , öllum til glöggvunar. Þar er líka hægt að setja inn frásagnir frá ykkur um daglegt líf eldra fólks og upplifanir. Kíkið endilega þar inn”. Tilvitnun lýkur

Ég er búin að skrá mig inn og fæ væntanlega fréttir af gangi málsins. Ég hvet ykkur til þess að skrá ykkur inn og fylgjast með.

Það er von mín, kannski bjartsýn, að ég eigi eftir að lifa það lengi að ég sjái endalok þessa málarekstur. Ég er bjartsýn á að málið vinnist á endanum þó það þurfi líklega að fara fyrir öll dómstig á Íslandi og svo til Mannréttindadómstólsins þar á eftir. Kraftaverk gæti þó gerst og málinu lokið hjá íslenska kerfinu. Það er aldrei að vita og allt í lagi að halda í vonina. Hún er líklega það eina sem við eigum þessa dagana.

Hér að neðan er svo bankareikningur og upplýsingar varðandi framlög til styrktar málefninu:

Íslandsbanki Suðurlandsbraut
Málsóknarsjóður Gráa hersins kt. 691119-0840
0515-26-007337 IBAN nr.IS160515260073376911190840

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: