Munur á búsetu- og ríkisborgararétti

23.janúar 2020

Residence og ríkisfang

Residence er heimilisfesti eða búsetuland

Ég var að forvitnast í gær um hvort einhver hefði orðið fyrir því að greiðslur frá TR hefðu breyst við tvöfalt ríkisfang.

Þó nokkrir svöruðu og það kom í ljós að fólk vissi kannski ekki alveg hvaða munur er á residence (búsetu) og citizenship (ríkisfangi).

Ég ætla aðeins að fara yfir mismuninn og vona að  það skýri málið.

Ég bý í Portúgal og er þar með residence sem ég fékk eiginlega um leið og ég flutti, eða örfáum mánuðum síðar. Ég hafði búið í nokkur ár í Kína áður en ég kom hingað. Ég hafði misst búseturétt minn á Íslandi löngu áður en ég kom til Portúgal, jafnvel þó ég hafi aldrei fengið varanlegt dvalarleyfi í Kína og var það ástæða þess að ég yfirgaf landið, þ.e. Kína.

Semsagt, residence er búseturéttur ekki ríkisborgara status.

Það er hægt að búa í landi eins lengi og maður vill með búseturétt. Eftir 180 daga fjarveru frá Íslandi fellur búseturéttur þar niður og þarf að fá residence permission í nýja landinu.

Residence er það sem flestir Íslendingar sem búa til dæmis á Spáni hafa orðið sér úti um, tel ég.

Ég ætla að sækja um að gerast ríkisborgari í Portúgal og verða þá með ríkisborgararétt í tveimur löndum, Íslandi og Portúgal.

Þetta er hægt og bæði lönd samþykkja tvöfalt ríkisfang. Það er hins vegar ekki regla í öllum löndum og þekki ég ekki hvaða lönd eru undantekningar en hægt að fá þær upplýsingar með því að fletta upp hjá Útlendingastofnun eða Þjóðskrá geri ég ráð fyrir.

Ég uppfylli öll skilyrði hér í Portúgal og er nú að vinna í málinu með lögfræðingi mínum. Ég þarf að sanna að ég tali málið og búseta þarf að hafa verið í 5 ár og eitthvða fleira smotterí. Ég hef búið hérna í 9 ár og á eigin húsnæði og hef fasta innkomu, sem eru eftirlaun mín frá Íslandi, bæði frá TR og eins Lífeyrissjóði.

Ég talaði við Þjóðskrá og Útlendingastofnun í morgun og fékk upplýsingar um hvort ég þyrfti að gera einhverjar ráðstafanir á Íslandi ef ég fengi ríkisfang í Portúgal. Á báðum stöðum var mér sagt að svo væri ekki. Ég fengi bara réttinn og hann yrði skráður á Íslandi og allir hamingjusamir með það.

Ísland hefur heimilað 2 faldan ríkisborgararétt við Portúgal síðan í júní 2003 og þarf ég þar af leiðandi ekki að afsala mér íslenskum ríkisborgararétti samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar.

Einhver spurði í gær um ástæðu þess að ég vildi ríkisfang hér í Portúgal.

Portúgalskur ríkisborgararéttur einfaldar eitt og annað fyrir mig.

Ég þarf til dæmis ekki að fara til útlanda til þess að fá nýtt vegabréf þegar mitt íslenska rennur út. Vegabréfið mitt er æðsta skjal sem fylgir mér hvert sem er rétt eins og skírteinið sem ég fengi ef ég væri ríkisborgari. Ýmis pappírsvinna er einfaldari hér í landi fyrir borgarana. Svo fylgir kosningaréttur ríkisborgararéttinum.

Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvers vegna ég vil fá réttindin hér í Portúgal.

Ég er ekki að afsala mér íslenskum rétti. Ég gæti það ef ég vildi en ég þarf þess ekki og ætla ekki að gera það.

Semsagt, tilefnið var að útskýra muninn á búsetu og ríkisfangi.

Vona ég að þetta sé eitthvað ljósara eftir þennann lestur.

Ég hef ekki enn fengið svar frá TR um hvort ríkisfangið breyti einhverju varðandi greiðslur þaðan. Ég hugsa að það breyti engu, alla vega ekki enn. Auðvitað er aldrei að vita hvað framtíðar pólitíkusum dettur í hug.

Núna eru skerðingar all grimmar eins og kemur fram í pistlinum sem ég skrifaði fyrr í dag og ekki mikið eftir til þess að skera af okkur.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: