- desember 2019
Af vef Hagstofunnar:
“Hinn 1. janúar 2019 voru landsmenn 356.991 og hafði þá fjölgað um 8.541 frá sama tíma árið áður eða um 2,4%. Konum (174.154) fjölgaði um 1,9% og körlum (182.837) fjölgaði um 2,9%. Talsverð fólksfjölgun var á höfuðborgarsvæðinu en íbúum þar fjölgaði um 5.747 í fyrra eða um 2,6%. Hlutfallslega varð þó mest fólksfjölgun á Suðurnesjum, 5,2%. Einnig fjölgaði íbúum á Suðurlandi (3,2%), Austurlandi (2,1%), en minna á Vesturlandi (1,5%), Vestfjörðum (1,0%) og Norðurlandi vestra (0,4%). Hins vegar varð lítilsverð fækkun á Norðurlandi eystra (-0,03%).”
Á Alþingi Íslendinga eru 63 þingmenn.
Að baki hverjum þingmanni eru 5,667 manns.
Í Portúgal búa 10,218,908 manns samkvæmt neðangreindum upplýsingum:
“as of Sunday, September 29, 2019, based on Worldometers elaboration of the latest United Nations data”
Á Portúgalska þinginu sitja 230 fulltrúar
“The Assembly of the Republic is the assembly that represents all Portuguese citizens. It is made up of 230 Members of the Assembly of the Republic”
Að baki hverjum þingmanni í Portúgal eru 44.430 þúsund manns
Að baki hverjum þingmanni á Íslandi eru 5.667 manns
Eru íslenskir þingmenn kannski of margir? Mætti fækka þeim verulega og kannski bara leggja þá alfarið niður og ráða góðan erlendan framkvæmdastjóra til þess að stýra landinu?
Af hverju er ég nú að velta mér upp úr þessu, hef ég ekkert betra að gera við tímann?
Jú, ég er að velta þessu fyrir mér í fullri alvöru. Ég hef grun um að margir, ef ekki all flestir þessara 63 þingmanna á Alþingi Íslendinga þekki í mörgum tilfellum nákvæmlega ekkert varðandi þau mál sem þeir eru að greiða atkvæði á hinu háæruverðuga.
Nýjasta dæmið eru líklega jólabónus til öryrkjanna.
Eitthvað hefur farið fyrir ofan garð og neðan í því máli. Reiknireglan gengur ekki upp og nenni ég ekki að fara út í það mál.
Hins vegar sýnist mér málið vera eitthvað svona í vextinum varðandi þennan jólabónus úr fjáraukalögunum:
Tryggingastofnun þarf að reikna út hvað hver og einn á að fá.
Þetta eiga að vera skerðinga og skattlausar tekjur til öryrkja!
Þá þarf að breyta forriti stofnunarinnar varðandi skatt og varðandi skerðingar.
Það þarf að sortera út hverjir eiga að fá þessa uppbót og hverjir ekki.
Ég gæti auðveldlega haldið áfram að skoða hvernig þetta kemur út, til dæmis varðandi uppgjör fyrir árið 2019 og endurgreiðslur eða skuldir þegar þar að kemur.
Kjarni málsins er þessi, samkvæmt mínu áliti:
Það er með þessari aðgerð sem er líklega hugsuð til bóta fyrir öryrkja, suma þeirra allavega, verið að flækja afspyrnu flókið kerfi enn meira, þegar skynsamlegra væri að einfalda kerfið!
Hver er það sem býr til svona fyrirbæri? Eru það þessir 63 þingmenn eða yfirleitt einhver þeirra? Ég er ekki viss um að þingmenn stjórnarinnar hafi sett þetta saman. Ég er eiginlega handviss um að allt kemur þetta frá ráðuneytinu, eins og allt annað.
Tryggingastofnun sýndi í verki í janúar 2017 hvernig kerfið virkar. Það var ekki einkennilegt að stofnunin þyrfti að undirbúa tölvukerfin og til þess að það væri hægt þurfti hún tíma ef breytingarnar ættu að taka gildi 1.janúar næsta ár. OG ÞAÐ MISTÓKST! Stofnunin byggði breytingar sínar á því sem ráðuneytið áleit að kæmi út úr lögunum. Í miklu tímahraki varð vélritunarvilla í lögunum sem voru samþykkt og enginn tók eftir fyrr en eftir áramótin þegar allir voru búnir að fá fyrirframgreiðsluna fyrir janúar!
Til þess að láta allt líta vel út var þagað yfir mistökunum og þau leiðrétt afturvirkt og allt fór í bál og brand og aumingja stofnunin dæmd til að endurgreiða frádráttinn!
Ég er á þvi að þingmenn séu líklega allt besta fólk en mikið skelfing vildi ég að þeim væri fækkað og að þeir færu að kynna sér málin alvarlega og að þeir gætu svarað einfölum spurningum um nýsamþykkt lög eða reglugerðir, en oft er sama svarið frá fleirum en einum!
Samherjahyskið og kúlulánafólk ásamt ýmsum elítu gæjum og pæjum fá að leika sér í friði með auðævi landsins og koma peningum í skattaskjól rétt eins og að drekka vatn. Aumingjar eins og ég sem fer eftir hverjum einasta bókstaf reglna um íslenska ríkisborgara búsetta erlendis erum hundelt.
Skatturinn sér um að við borgum skatt í réttu landi. Vottorð og sannanir hvíla á okkur sem búum erlendis.
Tryggingastofnun sér um að við gerum skattskýrslur í búsetulandi. Hún heimtar að við sönnum að við gerum skattskýrslur og borgum skatta í búsetulandinu.
Tryggingastofnun og lífeyrissjóðir sjá um að við fáum vottorð frá veraldlegum yfirvöldum um að við séum ekki dauð. Ef við hlíðum ekki þá hættum við að fá eftirlaun eða örorokubætur frá TR og Lífeyrisjsóði.
Semsagt, allt á fullu blússi til þes að við aumingjarnir stelum ekki undan skatti en þeir sem tilheyra mafíunni sleppa endalaust og ekki síst vegna aumingjaskapar þeirra sem sitja á hinu háæruverðuga og eru í stjórn á hverjum tíma.
Allt þetta góða fólk sem stundum mætir í vinnuna og stundum ekki, og stundum eru bara fundirnir fulttir á barina í nágrenninu og svo keyrt blindfullir heim að loknu sumbli, ætti held ég að fá sér aðra vinnu. Þeir sem eru baráttujaxlar, og það eru einstaka þingmenn svo sannarlega, geta fengið sér vinnu við merkilegri mál en að sitja á hinu háæruverðuga ásamt hinum lötu og ómerkilegu sem er hjartanlega sama um allt og alla nema sjálfa sig og aðra kassabúa.
Nú verður allt vitlaust og mér er eiginlega slétt sama!
Hulda Björnsdóttir