Tvísköttun og ofsköttun tekna frá Lífeyrissjóðum – nei er það?

12. desember 2019
Góðan daginn
Hér í Penela rignir eins og enginn sé morgundagurinn og hrikalega kalt eins og verður í miklum raka. Veturinn er pikkfastur og hreyfir sig ekki. Þó við höfum ekki snjó þá er ónotalegt og kuldinn smýgur í gegnum merg og bein.
Ég býð eftir vottorði frá RSK varðandi tvísköttunar málin og verður spennandi að vita hvernig og hvenær ég get urrað á Tryggingastofnun þennan mánuðinn.
Mér datt í hug varðandi greiðslurnar úr lífeyrissjóði eftirfarandi:
Hluti af því sem við erum að fá greitt núna hefur áður verið skattlagður svo þar er um tvísköttun að ræða.
Hitt málið sem er ekki oft talað um er að partur af greiðslum okkar úr sjóðunum ættu að vera skattlagðar sem fjármagnstekjur en ekki almennar tekjur.
Við erum jú að fá ávöxtun af inneign okkar, eða er það ekki?
Það má alveg velta þessu fyrir sér á nýju ári og sjá hvort einhver flokkur léti sér detta í hug að tala um þetta á hinu háæruverðuga.
Varðandi veðrið þá ætla ég að benda fólki á að fylgjast með þeim sem búa á Spáni. Þar er einfaldlega miklu betra veður en hér í Portúgal. Segi bara svona!
Læt þetta duga í dag því kuldinn er slíkur að puttarnir frjósa fastir við lyklaborðið gæti ég ekki að mér.
Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: