Frábær baráttufundur 7.des. 2019 á Íslandi ! Já, á Íslandi !

  1. desember 2019

Góðan daginn

Hér í Penela er rigning eða svona þykjustu rigning þar sem orfáir dropar birtast en allt er grátt og guggið enn þá.

Í morgun hef ég verið að lesa comment á Facebook um fundinn í gær.

Ég var á þessum fundi, í gegnum netið, sat á rúmstokknum mínum og síminn í sambandi svo ég yrði nú ekki batteríslaus. Helga Vala streymdi og er ég henni ævinlega þakklát. Ég fattaði auðvitað ekki að hægt væri að finna streymið annars staðar og hefði ekkert notið þess betur hjá einhverju dagblaði!

78598807_1606549902829754_4018998488837652480_n

Helga er frábær, hún er alþingismaður en lætur sig ekki vanta á svona samkomur og í þokkabót hugsar hún um okkur sem búum í órafjarlægð en vildum gjarnan vera á samkomunni.

Ég viðurkenni að ég skældi pínulítið. Ég geri það þegar ég verð snortin af einhverju dásamlegu og það gerðist í gær.

Ég ætla aðeins að tala um þá sem hafa sett inn comment í morgun á Facebook. Þeir sem eru neikvæðir og kvarta yfir því að ekki hafi mætt nógu margir og fleiri hafi komið síðast og ekkert gagn sé í svona og svo framvegis eiga auðvitað rétt á sinni skoðun. Hins vegar finnst mér að við gætum hugsanlega verið þakklát fyrir framtakið. Íslendingar eru ekki mótmælaþjóð. Íslendingar fara ekki í öflugar kröfugöngur mánuðum saman til þess að knýja fram réttlæti. Nei, hefðin er að tuða yfir kaffibolla og láta sem ekkert sé hægt að gera.

Ég hugsa oft til Harðar, og hvernig hann hefur í gegnum áratugina barist gegn óréttlæti, ýmsu óréttlæti, og hefur þurft að búa við vanþakklæti sumra og jafnvel fordóma. Það er svo skrítið að þegar fólk rís upp og mótmælir á Íslandi er alveg eins víst að viðkomandi verði fyrir aðkasti og þyki ómerkilegur pappír.

Hörður er með merkilegustu mönnum í huga mínum. Hann ætti að fá viðurkenningu fyrir starf sitt í  þágu þeirra sem troðnir eru niður af samfélagi sem nennir ekki að mæta í mótmæli en tuðar um að hinir hafi ekki mætt! Þetta er smá skondið!

Mér finnst ánægjulegt að sjá hvernig verkalýðsfélög eru að vakna til lífsins og eru farin að taka þátt í svona sjálfsagðri baráttu eins og þeirri sem háð hefur verið þessar tvær helgar á Austurvellinum. Verkalýðsforystan er mikilvæg og því fleiri baráttujaxlar sem þar stýra, því betra.

Drífa var frábær á fundinum í gær, rétt eins og allir hinir ræðumennirnir.

Semsagt, niðurstaða mín er að fundurinn var góður. Barátta er hafin. Hún tekur tíma en eitt skref í einu og fyrsta skrefið hefur verið stigið. Það eru mörg skref eftir og ég er ekki á Íslandi. Væri ég á landinu hikaði ég ekki við að taka þátt. Þáttaka mín verður í gegnum skrif, það er mitt framlag og það eina sem ég er fær um. Hins vegar er þakklæti mitt endalaust til allra þeirra sem stóðu að undirbúningi fundanna, slík vinna er meiri en margur gerir sér grein fyrir.

Nú ætla ég aðeins að tala um forsætisráðherra Íslands.

Ég hef séð myndir af henni á Nató ráðstefnunni og get ekki betur séð en hún hafi þurft stuðning, einhverra hluta vegna. Var hún drukkin? Nei það getur ekki verið eða er það? Var hún lasin? Eða var hún kannski bara sniðug?

Ég hef ekki hugmynd um hvert svarið er en hún minnti mig á einn af forystumönnum í alþjóðasamtökum sem er óttalega tindilfættur oftast og stundum hefur hann þurft stuðning eins og frú forsætis virtist þurfa á myndunum undanfarna daga. Sá tindilfætti er þekktur fyrir drykkjuskap og er að mati sumra sjaldan ódrukkinn jafnvel við opinber störf!

Hafi frú forsætis haldið að hún væri landi og þjóð til sóma á ráðstefnunni, þar sem hún dásamaði vellystingar almúgans á Íslandi þá hefur henni mistekist hrapalega við uppstyllingu á myndatöku, ekki bara einu sinni heldur að minnsta kosti tvisvar.  Ég er eiginlega ekki viss um hvort ég skammast mín fyrir frúna eða hvort ég einfaldlega fyrirlít svona framkomu. Ég hélt að hún gæti ekki toppað klappið í þingsal en hún gerði það svo sannarlega í Bretlandi.

Eigi frúin við áfnegisvanda að stríða legg ég til að hún verði send á Vog hið snarasta. Þaðan koma menn og konur margir hverjir betri og skynsamari!

Fordæmi eru fyrir því að þingmenn hafi þurft að leita sér hjálpar hjá Vogsfólkinu og komið vel út úr ferlinu.

Ég er ekkert að segja að frúin eigi við áfengisvandamál að stríða, hins vegar á hún verulega erfitt með að vera virðuleg á alþjóðavettvangi sýnist mér. Ég horfði á viðtal á CNN við frúnna og hjálpi mér allir heilagir hvað landið sem hún stýrir hljómaði allt öðruvísi en margir upplifa það!

Auðvitað les þetta enginn sem getur gert eitthvað í málinu. Svona verður þetta áfram þar til þjóðin rís endanlega upp úr þrælsóttanum og hættir fyrir fullt og allt að kjósa fagurgala og ég tala nú ekki um minnisleysi sem grípur kjósendur eins og versta pest þegar að kosningum kemur.

Ætli það sé ekki hægt að finna upp bólusettningu gegn slíkum pestum? Hvað segir Kári um það? Getur einhver sem les þetta spurt hann hvort pestin sé ólæknanleg?

Munið samt að sameinuð erum við sterk og þó einhverja vanti í frameininguna þá gerist margt með litlum sterkum hópum og þeir hafa áhrif! Ekki gleyma því!

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: