Við þurfum kjarkmikinn formann Landssambands eldri borgara – Formann sem þorir!

12.október 2019

Eitt og annað sem mér liggur á hjarta núna!

Ég ætla mér að hafa skoðun á fylgi Klaustursbræðra.

Það er mér alveg óskiljanlegt hvernig flokkur með slíka í forystu getur aukið fylgi sitt jafnt og þétt hjá íslendingum. Hvað er eiginlega að fólki, eða er þetta kannski bara flott og allt í fínum farveg. Innan bræðranna eru 2 sem sviku sig inn á flokk sem ætlaði að berjast fyrir bættum kjörum þeirra sem eru fátækir á ÍSLANDI. Ef skoðað er hvernig þessir 2 greiddu atkvæði á alþingi er ljóst að þeir voru á allt annari línu en stefna flokksins var. Ég ætla ekkert að halda uppi vörnum fyrir Flokk fólksins en það er öllu hægt að ofbjóða og líka mér.

Klaustursklíkan og talsmáti hennar var rétt eins og Trump þegar hann var að hæla sér af því að hann gæti farið upp á hverja sem er og gert hvað sem honum þóknaðist. Bandaríska þjóðin kaus hann og líklega verður hann aftur forseti næstu 4 árin.

Ég skil ekki hvernig íslensk þjóð getur látið hafa sig að fíflum aftur og aftur. Ekki nóg með að Sjallarnir séu kosnir endalaust þrátt fyrir spillingu, eiginhagsmuna smölun á fé þjóðarinnar og ekki má gleyma hjartnæmu bréfi Bjarna Ben frá árinu 2013 þar sem hann plataði eldri borgara með fagurgala hreint upp úr skónum án þess að blikna.

Ég hef þó ekki séð sorakjaft frá Bjarna Ben, bara hroka og lygi. Klausturbræður eru einstakir og ef þjóðin ætlar að veita þeim brautargengi í næstu kosningum þá er líklega best að hætta að reyna að koma fólki í skilning um að á Íslandi sé ömurleg fátækt og öllum til skammar sem ráða þar ríkjum.

Það kemst enginn, ENGINN, inn á Alþingi nema með atkvæði kjósenda.

Nú er í umræðunni að kjósa þurfi gamalt fólk inn á þing, jafnvel að stofna flokk eldri borgara!

Hvaða rugl er þetta eiginlega?

Heldur fólk að hægt sé að hafa flokk um eitt málefni í núverandi skipulagi á Íslandi?

Flokkur eldri borgara þarf að hafa skoðun og stefnu í utanríkismálum, í sjávarútvegsmálum, í varnarmálum, í samgöngumálum og áfram gæti ég talið upp en þetta nægir.

Það á ekki að stofna flokk eldri borgara. Það þarf að hafa fólk utan Alþingis til þess að berjast fyrir málefnum eldri borgara. Við erum með grútmáttlausa forystu hjá Landsambandi eldri borgara.

Við treystum meira og minna á forystu Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis af því að það er fjölmennasta félagið.Drottningin fór þaðan og yfir í Landssambandið og situr nú þar í hásæti sínu og bullar út í eitt rétt eins og hún hefur gert í áratugi.

Nei,

Nú er komið nóg.

Ég hef lengi velt því fyrir mér hver gæti verið góður formaður LEB.

Ég hef biðlað til nokkurra og fengið nei, vegna þess að viðkomandi voru að vinna að öðrum málum og vildu beita sér af öllum krafti þar.

VInkona mín ein spurði hvað við geætum gert.

Ég held að við getum gert eitt og annað. Við þurfum að fá manneskju í forsvar sem er inni í málunum, og er tilbúinn að standa með okkur.

Við þurfum að finna slíkan einstakling. Hann er til. Ég veit það eða réttara sagt ég er sannfærð um það.

Hugleiðið, þegar þið hlustið á fólk sem talar um málefni eldri borgara, hvort viðkomandi er að bulla út í loftið eða hvort viðkomandi er vel inni í málum.

Þetta er ekkert flókið.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: