Hver gæti verið góður formaður Landssambands eldri borgara? – Gefur einhver kost á sér?

12.október 2019

Hvaða kostum þarf formaður Landssambands eldri borgara að vera búinn?

Ég hef mikið velt þessu fyrir mér, lengi.

Þegar ég skelli fram hugmyndum eru þær oft búnar að veltast í huganum á mér fram og til baka í þó nokkuð langann tíma og mér finnst þær fullmótaðar þegar ég sturta þeim út í þjóðfélagið.

Hér er til dæmis ein, það er hvernig þarf formaður LEB að vera!

Ég hef fylgst með skrifum þeirra sem hafa látið sig málefni eldri borgara varða.

Ég hef hlustað á þetta fólk þegar tækifæri hefur gefist.

Ég hef hlustað á núverandi formann LEB allt frá því að ég byrjaði að skipta mér af málefnum eldri borgara, líklega í ein 3 eða 4 ár.

Ég hef fylgst með núverandi formanni LEB í stöðu formanns FEB í Reykjavík og nágrennis og ég hef fylgst með frúnni sem formanni fjölmenns verkalýðsfélags.

Ég veit fyrir mína parta, hvernig formaður LEB á EKKI að vera.

Ég hef talað við nokkra sem mér hafa fundist gætu uppfyllt kröfur sem gera þarf til formanns í LEB. Allir hafa verið uppteknir í öðru, í málum sem snerta þó eldri borgara, og hafa viljað einbeita sér að þeim málum og hafnað því að hugleiða formennsku í LEB. Gott og vel og ég sætti mig fullkomlega við rökin.

Nýjasta hugdetta mín um hæfann formann LEB er einstaklingur sem ég hef fylgst með þó nokkuð lengi. Ég hef ekki alltaf verið sammála því sem hann hefur verið að segja og finnst það eðlilegt. Hann hefur heldur ekki alltaf verið sammála mér og það finnst mér líka eðlilegt. Það er heilbrigt að vera ósammála stundum en geta jafnframt virt kosti viðkomandi.

Þegar ég skoða viðkomandi þá kemst ég að þessari niðurstöðu:

Hann er lífsreyndur og með reynslu sem gæti hafa verið snúin oft og tíðum.

Hann er rökfastur og lætur ekki vaða ofan í sig.

Hann er vanur að koma fram og sú reynsla mundi nýtast vel í formannsstarfi LEB.

Það er ekki fyrir hvern sem er að standa upp í hárinu á stjórnmálamönnum sem halda fram hverju bullinu á fætur öðru, en þessi einstaklingur gæti hæglega gert það og mundi að öllum líkindum standa á sínu.

Hann er á réttum aldri, alveg að komast á eftirlaunaaldurinn og hefur þar af leiðandi annað sjónarhorn en þeir sem hafa verið fastir í kassanum um langt skeið og orðnir samdauna aðgerðarleysinu.

Hann er tilbúinn til að skoða mál og kynna sér þau og jafnvel breyta umfjöllun sinni samkvæmt nýjum upplýsingum.

Ég gæti talið fleira upp en læt þetta duga í dag.

Ég hvet fólk til þess að hugsa um hvernig 2 síðustu formenn LEB hafa reynst.

Haukur Ingibergsson, grjótharður framsóknarmaður, var nú ekki alveg að skilja um hvað málefni eldri borgara fjölluðu.

Þórunn H. gagnrýndi Hauk miskunnarlaust og settist í hásæti hans með góðum stuðningi FEB i Reykjavík sýndist mér.

Þórunn hefur setið í nefnd eftir nefn, hún hefur verið þáttakandi í skýrslugerð eftir skýrslugerð um aðstæður eldri borgara. Hvað hefur svo komið út úr öllum þessum nefndarsetum og skýrslugerðum? Hver og einn getur spurt sig að því.

Ég gæti skrifað langann lista en það hlægilegasta af öllu sem frúin hefur látið út úr er þegar hún vildi að allir eldri borgara notuðu IPADINN til að gera sér lífið auðveldara!

Sú athugasemd frúarinnar toppaði allt annað sem frá henni hefur komið, finnst mér.

Ég hef á tilfinningunni að formannsembætti í Landssambandinu gæti hugsanlega fallið í þá gryfju að ganga í erfðir og þá væri illt í efni.

Ég held að það sé ekki vænlegt til árangurs að hafa pólitíkus í þessu embætti. Ég held að þeir séu svo litaðir af kassaleiknum að þeir gætu ekki barist fyrir breyttum áherslum.

Hvað getum við, eldri borgarar gert?

Við getum sameinast um góðann baráttumann.

Látið nú hugmyndaflug ykkar á flug og komið með tillögur.

Ég veit hvern ég mundi vilja í embættið en veit ekki hvort hann hefði áhuga og það verður að koma í ljós.

Kannski mun einhver svara þessari grein minni og bjóða sig fram í embættið, það væri nú ekki amalegt.

Með helgarkveðju

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: