Fyrir hverja eru Félög eldri borgara að vinna?

  1. nóvember 2018

Fyrir hverja er Félag eldri borgara í Reykjavík að vinna?

Fyrir hverja er Landssamband eldri borgara að vinna?

Hver er tilgangurinn með þessum félögum?

Ég spyr mig oft að þessu og fæ auðvitað engin svör. Ég veit þetta ekki og kem ekki auga á hvernig þarf að hafa 11 þúsund manna félag til þess að skemmta 100 manns á dansiböllum einu sinni í viku eða senda liðið í utanlandsferðir sem kosta morð fjár þegar tekið er tillit til upphæðar eftirlauna venjulegs fólks.

Jú, það kom fram í einhverjum þætti sem FEB sér um að dásamlegir jepplingar, held ég að það heiti, væru á svo ægilega góðum afslætti fyrir gamla fólkið.

Vinur minn hringdi í mig í gær og spurði hvort ég vildi ekki fá mér nýrri bíl. Ég saup kveljur og sagði honum hvernig gengið hefði tekið heljarstökk og hagaði sér eins og Niagara fossarnir væru markmiðið. Auðvitað er ég einn af þessum ósvífnu sem vogaði sér að flytja frá Íslandi og koma mér fyrir í landi þar sem ég á þó allavega fyrir brýnustu nauðsynjum út mánuðinn og get borgaða reikningana mína.

Núna þegar gengið er í hástökks ham þá er ég farin að fá hnút í magann. Hvernig verður þetta hjá mér næsta ár?

Allavega þá eru bílakaup ekki á dagskrá þó ég gæti sett minn upp í.

Utanlandsferðir eru heldur ekki á dagskrá hjá mér, ég hef ekki efni á svoleiðist lúxus enda niðurgreiði ég hungurlúsina sem Tryggingastofnun greiðir mér í Eftirlaun þar sem ég hef búið á Íslandi í 40 ár og uppfylli skilyrði fyrir fullum eftirlaunum frá TR. Fengi ég lífeyrissjóðinn minn óskertann sem er reyndar ekki nein milljón á mánuði, rétt 152 þúsund, þá væri ég betur sett, jafnvel þó gengið væri í hástökks ham.

Fara í mál við ríkið, segir fólk.

Fá þessu óréttlæti hnekkt, segir sama fólk.

Fara með þetta fyrir mannréttindadómstól, segja aðrir.

Heldur fólk að þó ég sé sár og reið yfir því að vera hlunnfarin hvern einasta mánuð að ég hafi efni á því að fara í mál við ríkið til þess að fá ranglætið leiðrétt?

Nei, ég er bara venjuleg kona og ekki komin af ríkustu ættum landsins.

Ég er grútmáttlaus ein og sér, fæ ekki einu sinni hina frægu heimilisuppbót sem frú Þórunn H og Bjarni Ben tuggast á daginn út og inn, jafnvel þó ég búi ein í útlandinu.

Mér er svo sem sama um þennan félagslega pakka sem heimilisuppbót er bara að ég fái sparnaðinn minn, lögbundna sparnaðinn minn, óskertann.

Ég er búin að skrifa þingmönnum, öllum þingmönnum, og fátt er um svör.

Ég er búin að gagnrýna FEB og LEB og ekkert gerist, ekki einu sinni virt viðlits.

Einn ágætur maður sem ég þekki reyndar ekkert sagði mér að Grái Herinn væri ekki partur af FEB.

Þegar Björgvin Guðmundsson hætti hjá FEB var nefnd sú sem hann veitti forystu lögð niður og Grái Herinn stofnaður í staðinn. Tilgangi hersins er hægt að fletta upp á síðu hans og svo er líka hægt að leggja saman tvo og tvo og fá út fjóra þegar skoðað er hvað skrifað er á facebook síðu FEB og hersins. Nákvæmlega það sama oftar en ekki og þar sem ég fékk út fimm í samlagninunni þá þætti mér ekki ólíklegt að sama persóna ritaði á báðar síðurnar.

Ég fæ köggul í magann þegar ég hugsa til þess að þurfa enn eina ferðina fyrir jólin að lesa hugvekju frá gjörsamlega handónýtum formanni FEB og vera sett í hólf sem “hinir minnstu bræður”.

Ég veit ekkert hvort Wilhelm væri góður formaður FEB. Ég veit hins vegar að hann gæti ómögulega orðið verri en sá sem nú starfar eða sá sem var á undan núverandi formanni.

Það eina sem ég veit er að við eldri borgarar virðumst ekki eiga nokkurn málsvara, alvöru málsvara.

Ég veit vel að það er alþingi sem ákveður upphæðir almannatryggingar.

Ég er ekki hálfviti.

Ég veit hins vegar að til þess að árangur náist til bættra kjara fyrir okkur sem komin erum yfir 67 ára aldurinn og viljum fá sparnaðinn okkar í lífeyrissjóði óskertann þurfum við að hafa samtök sem berjast fyrir okkar málstað en skrifa ekki hugvekjur og segja okkur að bíða róleg því samtal sé að eiga sér stað.

Vitið þið hver er í samtals hópnum sem nú dundar sér við vínarbrauð og kaffi að greina hópa eldri borgara og kjör þeirra?

Jú, það er frú Þórunn H sem hefur ALDREI gert nokkurn skapaðan hlut fyrir venjulegt láglaunafólk hvað þá eldri borgara þrátt fyrir formennsku hér og þar.

Er nema von að vonleysi grípi mig heljartaki og kreisti í mér hjartað og hlaði kvíðasteinum upp í háls?

Nei annars það má ekki gagnrýna þessa ágætu forystu.

Oh, ég er auðvitað óforskömmuð og andstyggileg en við erum með HANDÓNÝTA forystu fyrir eldri borgara sem er nokk sama um okkur, þrátt fyrir hugvekjur og falleg orð.

Þau ætla ekki að berjast fyrir okkar hönd til þess að fá aflétt skerðingum af greiðslum frá Lífeyrisjóðum. Sanniði bara til, það kemur nýr formaður FEB og LEB og allt heldur áfram eins og fyrr, flottir bílar, utanlandsferðir, dansiböll og sumba ásamt námskeiðum í hinu og þessu en ekkert sem skiptir raunverulega máli fyrir okkur, meirihlutann.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: