Ástþór Magnússon og skattaparadís Portugal – grein 2

Ástþór Magnússon hefur logið að fólki.

Skattaparadís er ekki samkvæmt neinum tvísköttunarsamningum milli Íslands og Portúgal.

Allir borga skatta einhvers staðar ef þeir eru með eftirlaun frá Íslandi.

Lyf og læknisþjónusta eru ekki frí í Portúgal.

Það eina sem er rétt í fullyrðingum Ástþórs Magnússonar er að ódýrara er að lifa í Portúgal en á Íslandi, enda laun í Portúgal langtum lægri en á Íslandi.

 

Hér að neðan er það sem ég afritaði af forsíðu Ástþórs Magnússonar þar sem hann tilkynnir gylliboðið sitt:

„Hentar flestum Íslendingum

Tilboðið hentar bæði þeim sem sækjast eftir frístundaíbúð í sólinni og ellilífeyrisþegum sem vilja flytja og eiga þar annað heimili.

0% skattur fyrir ellilífeyrisþega

Ellilífeyrisþegar geta flutt skattalegt heimilisfesti til Portúgal og fá þá tekjurnar sínar frá Íslandi greiddar skattfrítt. 0% skattur þökk sé tvísköttunarsamningi Íslands og Portúgal. Skattasparnaðurinn greiðir niður íbúðina.

Frítt húsnæði í sólinni fyrir alla

Aðrir geta keypt frístundaíbúð frá 61þús kr. á mánuði. Kaupin greiðist niður með leigu til eftirlaunþega í 7-9 mánuði á ári. Valhalla finnur leigendur og sér um allt ferlið. Þú nýtur íbúðarinnar í frístundum.“

Svo mörg voru þau orð.

Eftirfarandi er bréf frá RSK sem ég fann með því að gúggla.

Þetta bréf er svar við fyrirspurn sem einstaklingur (ekki ég) sendi til RSK varðandi skattfríðindi í Portúgal. Eins og sést er þetta svar frá nóvember 2017. Það væri ágætt ef Ástþór Magnússon greindi frá því hvenær þessi nýji tvísköttunarsamningur sem hann er að vitna til var gerður.

Ástþór Magnússon segir í svari við commenti við grein í DV að ég hafi flutt til Portúgal áður en nýr samningur var gerður. Þess vegna þarf ég að fá svar frá manninum um síðan hvenær er þessi nýi tvísköttunarsamningur sem gerir það að verkum að ekki þarf að greiða skatt á Íslandi af eftirlaunum og ekki heldur í Portúgal. Samkvæmt bréfi RSK sem er hér á eftir, gengur þetta ekki upp.

Það væri líka ágætt ef hinn háttvirti forsetaframbjóðandi, fyrrverandi, segði mér hvernig standi á því að starfsmenn ríkisins hér í Portúgal séu að ljúga að mér þegar ég spyr um öll þessi fríðindi. Eru starfsmenn IRS í Portúgal lygarar?

Eða, getur verið að Ástþór sé vísvitandi að blekkja fólk?

 

Hér er svo bréfið frá RSK sem er aðgengilegt á netinu ef fólk vill sjá það þar. (ég tek það fram að þetta bréf er ekki til mín)

„Kristín Hanna Bjarnadóttir <kristin.bjarnadottir@rsk.is> Mon, Nov 27, 2017 at 2:49 PM

 

Sæl

Varðandi skattbyrði á lífeyristekjur þeirra lífeyrisþega sem búa í Portúgal en hafa lífeyri frá Íslandi.

Eftirlaun úr almennum sjóðum og greiðslur frá almannatryggingakerfi eru einungis skattskyldar í Porúgal. Til þess að vera

undanþegin staðgreiðslu skatta á Íslandi þarf að sækja um undanþágu með því að senda inn eyðublað RSK 5.49

https://www.rsk.is/media/rsk05/rsk_0549.is.pdf auk frumriti af skattskylduvottorði útgefnu af skattyfirvöldum í Portúgal.

Samkvæmt 18 gr. tvísköttunarsamningsins sem fjallar um eftirlaun og 21. grein sem fjallar um aðrar tekjur (tekjur frá TR)

á einungis að skattleggja þessa tegund tekna í því ríki sem viðkomandi hefur heimilisfesti í, þ.e. í Portúgal ef lögheimili er

skráð þar.

Eftirlaun úr opinberum sjóðum (T.d. LSR) skulu hinsvegar einungis vera skattskyld á Íslandi.

Kveðja / Regards

Kristín Hanna Bjarnadóttir

…………………………………………………………………..“

 

Ástþór Magnússon heldur áfram að ljúga að fólki og er það andstyggilegt. Kannski eru einhverjir svo einfaldir að falla fyrir gylliboði mannsins en vonandi lætur fólk ekki plata sig.

Ég vona að fólk átti sig á því að þegar um eftirlaun er að ræða þá þarf alltaf að greiða skatta. Ef ekki eru greiddir skattar á Íslandi þá greiðast þeir í Portúgal ef búsetulandið er Portúgal.

Ég fullyrði að lögfræðingur minn, endurskoðandi minn, starfsmenn IRS og starfsmenn opinberra stofnana hér í heimalandinu mínu er upp til hópa heiðarlegt fólk og ef það væri staðreynd að fólk frá Íslandi sem komið er á eftirlaun þurfi ekki að borga skatta hér og fái læknisþjónustu og lyf frí, þá væri búið að segja mér frá því.

Ég fullyrði einnig að RSK og starfsmenn þar eru heiðarlegt fólk og ég tek meira mark á þeim en einhverjum pótintáta sem ætlar sé að græða á einfeldningum sem trúa gylliboðum.

Gylliboð sem eru of góð til þess að vera trúanleg eru alltaf lygi.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: