5.júní 2018
Á Lifðu núna, er pistil eftir formann FEB þar sem hann fer á kostum enn eina ferðina.
Manngreyið veit ekki sitt rjúkandi ráð og er nú líklega kominn í efri hæðir ruglsins.
Hrokinn er samur við sig.
Hann talar ekki um mig sem hinn “minnsta bróður” lengur.
Hann hefur fært sig úr prestshempunni yfir í íþróttaskóna.
Nú er hann orðinn formaður FEB og nágrennis.
Hvaða félagsskapur er þetta? Hefur eitthvað nýtt apparat verið stofnað til viðbótar við herinn?
Hér á eftir er smá sýnishorn af skrifum þessa ágæta manns sem ég las á síðu “Lifðu núna”
“Margt af því sem lofað var, er auðvitað háð tíma, fjármálum, lögum og þátttöku ríkisins. Svo ekki sé talað um fátæktina hjá eldri borgurum. Tölum örlítið um hana. Fátæktina.
Fyrr í vetur (í tengslum við fjárlög á Alþingi og fjármálaáætlun ríkisins)voru ellilífeyrisbætur hækkaðar hæst í kr. 300 þús. Hækkaðar um tæp 5%, á sama tíma og framfærsluviðmið voru reiknuð í 350 þúsund kr. Með öðrum orðum, hámarksgreiðslur TR eru langt fyrir neðan viðurkennd framfærslumörk.”
“Ellert B Schram, formaður FEB og nágrennis.”
TILVITNUN LÝKUR OG NÚ TEK ÉG, HULDA BJÖRNSDÓTTIR, VIÐ
Hvað er það svo sem ég hef við þetta að athuga?
Jú,
Númer eitt herra formaður FEB og nágrennis!
Ellilífeyrir TR er EKKI 300 þúsund krónur. Hann hækkaði EKKI í 300 þúsund krónur.
Elllílífeyrir er krónur 239.484
Hvernig fær svo formaðurinn þessar 300 þúsund krónur inn í höfuðið?
Jú, hann heldur að félagsleg uppbót, sem heitir heimilisuppbót og er krónur 60.516, sé hluti af ellilífeyri.
Hann hlustar á fjármálaráðherra ljúga að þjóðinni og líklega trúir þessi formaður öllu sem fjármálaráðherra hefur fram að færa.
Ég hef reynt að segja aumingja manninum áður að heimilisuppbót sé ekki lífeyrir, hún er félagsleg aðstoð rétt eins og bílastyrkur og fleira þess háttar. Þessi félagslega aðstoð er bara fyrir suma eldri borgara og alls ekki fyrir ALLA sem búa einir. Þeir sem flytja úr landi til þess að drepast ekki úr hungri fá engar félagslegar uppbætur frá Íslandi jafnvel þó þeir hafi alla sína starfsævi greitt skatta og skyldur til íslensks samfélags. Nei, þeir sem flytja úr landi geta étið það sem úti frýs og átt sig.
Ég ætla mér ekki þá dul að hægt sé að koma formanni hins nýstofnaða félags FEB og nágrennis í skilning um hvernig málefnum aldraðra er háttað á Íslandi.
Þessi ágæti maður hefur nú klikkt út niðurlægingu og hroka með nýju orði. Nú heita í hans huga ellilaun sem greidd eru frá TR ellilífeyrisbætur
ELLILÍFEYRISBÆTUR
Er hægt að toppa þetta?
Þar sem ég er andstyggilega þenkjandi þá þætti mér áhugavert að vita hve háar greiðslur fyrrverandi þingmaður og íþróttamaður og núverandi formaður einhvers nýs félags sem kallast FEB og nágrennis, fær á mánuði hverjum?
Hvað varð um félagið sem maðurinn var formaður fyrir? Er búið að leggja það niður?
Getur það verið að maður sem stendur í forsvari fyrir rúmlega ellefu þúsund eldri borgara viti ekki fyrir hvaða félag hann er að vinna?
Hvar er stjórn þessa félags’
Þarf stjórnin ekki að skoða sinn gang?
Hvernig stendur á því að formaður félags sem telur yfir 11 þúsund manns veit ekki hve upphæð eftirlauna frá TR er og veit ekki einu sinni hvert nafn félagsins er?
Hvernig stendur á því að þessi sami formaður hefur nú fundið upp nýtt orð til þess að lýsa greiðslum frá TR til þeirra sem eru komnir á eftirlauna aldur?
Getur formaðurinn ekki notað þau hugtök sem fyrir eru? Eða eru þau kannski ekki nægilega niðurlægjandi fyrir mig og mína líka?
Er formaðurinn vísvitandi að ljúga að okkur þegar hann skrifar í hjartnæmu ánægju vímuástandi að við höfum fengið hækkun á eftirlaunum frá TR upp í heilar 300 þúsund krónur á mánuði?
Getur það verið að formaðurinn viti ekki betur?
Getur það verið að svona málflutningur standi í vegi fyrir því að málefni eldri borgara séu í raun og veru skoðuð en ekki endalaust látin í samræðuhóp, formanninum til mikillar ánægju?
Er öll stjórn félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis gjörsmalega vanhæf, eða er það bara formaðurinn?
Stendur öll stjórn FEB í Reykjavík og nágrenni að baki ummælum formannsins, um að eftirlaun frá TR hafi nú risið upp í 300 þúsund?
Ef svo er þá er illt í efni.
Hulda Björnsdóttir