Formaður LEB lýgur í þætti á Hringbraut – eða veit hún kannski ekki betur?

26.apríl 2018

Góðan daginn kæri lesandi.

Í gær hlustaði ég á þriðja þátt FEB um málefni eldri borgara á Hringbraut.

Þar var talað við formann LEB, fyrrverandi formann FEB og rann upp úr henni lygin eins og ekkert væri.

Frúin stóð brosmild og sagði blákalt að ellilífeyrir væri 300.000 krónur á mánuði. Þrjú hundruð þúsund, takk fyrir.

Þar sem fálkaorðueigandinn frú formaður LEB veit greinilega ekki hvað hún er að tala um eða hún lýgur vísvitandi, og styður þar með fjármálaráðherra í lyginni sem hann bar á borð fyrir alþjóð fyrir örfáum dögum, ætla ég að upplýsa frú formann LEB um eftirfarandi:

Tryggingastofnun ríksins er sú stofnun sem greiðir ellilífeyri og aðrar bætur til þeirra sem komnir eru yfir eftirlauna aldur.

Ellilífeyrir er krónur 239.484 frá því í janúar 2018 samkvæmt reiknivél TR, sem er hægt að finna á síðum tr.is.

Til viðbótar við ellilífeyri er hægt að sækja um eitt og annað sem heita bætur og eru félagsleg aðstoð.

Þessi félagslega aðstoð er ekki fyrir alla.

Þessi félagslega aðstoð er ekki ellilífeyrir, hún er félagsleg aðstoð og ellilífeyrir er EKKI félagsleg aðstoð.

Ellilífeyrir eru áunnin réttindi sem allir eiga rétt á sem komnir eru yfir ákveðinn aldur.

Upphæð þessa lífeyris er eins og áður segir krónur 239.484 á mánuði og bendi ég frú formanni LEB að skoða síður TR. Væntanlega á frúin tölvu og kann hugsanlega að nota hana.

Heimilisuppbót er einn þáttur í félagslegri aðstoð og er hún nú að upphæð krónur 60.516 á mánuði fyrir þá sem eiga rétt á svona aðstoð.

Líklega veit frú formaður LEB ekki að þeir sem búa erlendis missa niður allar félagslegar bætur, jafnvel þó þeir búi einir og fá þar af leiðandi ekki þessa uppbót. Þeirra ellilífeyrir er nakinn krónur 239.484, svo fremi að þeir hafi ekki sparað í lífeyrissjóð og greiði með þeim tekjum niður ellilífeyrinn.

Auðvitað veit formaður LEB þetta ekki en það væri ágætt fyrir hana að kynna sér málið.

Ég veit ekki hvers vegna frúin tekur undir lygi fjármálaráðherra.

Hefur hún einhverra hagsmuna að gæta varðandi ráðherrann?

Ég fyllist skelfingu þegar ég hugsa um forystu eldri borgara á Íslandi. Þetta virðist vera samsafn af fólki sem hefur ekki hugmynd um hvernig málefnum eldri borgara er háttað.

Þó vil ég taka fram að einn nýr kom inn í stjórn FEB á síðasta aðalfundi og er hann sá eini sem ég sé skrifa um málefni þessa hóps og vera vel inni í málum. Þar er þó bara um einn einstakling að ræða og má hann sín líklega lítils andspænis ógnar valdi fávisku og heimsku.

Eftir að hafa horft á Hringbrautar þáttinn númer 3 er ég í losti.

Svona þáttur er undirbúinn.

Þegar rætt er um það sem er efst á baugi hjá landssamtökum hóps sem er yfir 40 þúsund manns og formaður þessara landssamtaka lýgur upp í opið geðið á mér verður vonleysi ofan á.

Að hafa svona hálfvita í forsvari fyrir bættum kjörum eldri borgara, venjulegra eldri borgara, er þvílík skömm að ég á ekki nægilega sterk orð til að lýsa.

Það er líklega vonlaust að halda í von um að eitthvað breytist í kjörum eldri borgara. Formenn hópsins bæði á landsvísu og í stærstu samtökunum er gjörsneydd þekkingu og hafa líklega engann áhuga á málefnum sem ekki snerta þeirra eigin skinn.

Frú formaður LEB andskotaðist í útvarpi og sjónvarpi þegar hún barðist fyrir því að koma á frítekjumarki vegna atvinnutekna.

Þeir sem nenna og hafa áhuga geta flett upp ummælum hennar. Ég nenni því ekki.

Hún hafði erindi sem erfiði.

Að hugsa sér að helsta baráttumál FEB sé að finna út hvaða pillur henta best fyrir gamalt fólk til þess að koma frá sér skitunni og hvernig hægt sé að fá sér koníaksstaup og súkkulaði á elliheimilum, á meðan 70 prósent af eldri borgurum líður skort á hverjum einasta degi.

Þessi brjálæðislegu þættir eiga að vera út maí, skilst mér.

Ég legg á mig að hlusta á bullið af því mér finnst það skylda mín.

Mikið verð ég fegin þegar þessu þáttarugli lýkur og hægt verður að svelta áfram í friði.

Hulda Björnsdóttir

 

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: