Hvað er séreignarsparnaður EKKI ?

24. mars 2018

Hvað er séreignarsparnaður EKKI ?

Hann er til dæmis EKKI sumarbústaður, hann er EKKI húseign, hann er EKKI peningar sem þú leggur fyrir í banka eða hlutabréf svo nokkur dæmi séu tekin.

Hins vegar er Séreignarsparnaður ÞETTA:

“Séreignarsparnaður er viðbótarlífeyrissparnaður og séreign viðkomandi. Þetta er einn hagkvæmasti sparnaður sem völ er á. Launþegi sem leggur 2-4% fyrir mánaðarlega af launum sínum fær 2% viðbótarframlag frá vinnuveitanda sem í reynd er þá hrein launauppbót. Líkt og með annan lífeyrissparnað er ekki greiddur skattur af honum fyrr en við útgreiðslu.”

Ég vann sem launagjaldkeri í mörg herrans ár og þekki þetta nokkuð vel, held ég.

Hugtök geta verið ruglingsleg.
Þegar talað er um séreignarsparnað er það þessi sparnaður af launum. Þessi sparnaður kemur til viðbótar við lögbundnar greiðslur í lifeyrissjóði. Launþegi getur valið hvort hann greiðir í séreignarsparnað eða ekki.

Þegar þetta kerfi var tekið upp ákvað ég að nýta mér það.

Ég greiddi auka 2% í Lífeyrissjóð VR. Það var ákvörðun mín að greiða þetta framlag til VR. Ég hefði getað lagt þetta framlag inn á Séreignarsparnaðarreikning í banka en þetta var það sem ég valdi.

Vinnuveitandi minn greiddi svo mótframlag 2%.

Þegar reiknuð var út staðgreiðsla þá dróst frá launum framlag mitt í Lífeyrissjóð, bæði hið lögbundna og séreignarsparnaðurinn.

Skattur er ekki greiddur af framlagi í lífeyrissjóði fyrr en farið er að taka út úr sjóðnum. (Ég ætla ekki að tala um tvísköttun því það dæmi á ekki við um alla launþega og er flókið mál)

Sumir hafa kvartað yfir því að séreignarsparnaðurinn hafi rýrnað verulega þegar fólk tók hann út.

Það er rétt. Hjá sumum át ríkið í formi skatta væna sneið af sparnaðinum.

Þetta fór eftir því hvernig úttekt var hagað.

Þegar ég tók minn séreignarsparnað út borgaði ég einfaldlega staðgreiðslu eins og um laun væri að ræða. Ég tók út ákveðna upphæð á mánuði, nýtti persónuafslátt og kom vel út.

Ég ræddi málið við VR áður en ég tók sparnaðinn út. Þau voru mjög hjálpleg og ráðlögðu mér heilt.

Að lokum vil ég benda fólki á, sem á svona séreignarsparnað, og er að hugsa um að taka hann út, að kynna sér málið vel. Það er hægt að spara stórar upphæðir á því að haga úttektinni skynsamlega. Ég sé enga ástæðu til þess að mata ríkiskökuna að óþörfu á meðan henni er skipt eins og nú er.

Annað sem ég vil einnig benda fólki á.

Tekjuáætlun TR er aðgengileg á síðum stofnunarinnar, MÍNUM SÍÐUM. Þar ráðlegg ég fólki að skoða hvort séreignarsparnaður er inni í tölu sem áætluð er sem tekjur frá lífeyrissjóði. Sé svo þá virkar séreignarsparnaðurinn á skerðingar og þær aukast.

Samkvæmt lögunum skerðir séreignarsparnaður EKKI greiðslur TR og því þarf að gæta þess að hann sé aðskilinn frá öðrum greiðslum frá lífeyrissjóði á tekjuátælun.

Þetta er auðvelt að gera og getur hver og einn í gegnum tölvuna, eða með því að hafa samband við TR.

Ég vona að þetta skýri aðeins hugtakið SÉREIGNARSPARNAÐUR.

29512511_1009402795878214_4905654797603974709_n

Hulda Björnsdóttir

 

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: