Auðvitað ætti ég að skammast mín fyrir að tala um laun forsætisráðherra

28.febrúar 2018

Góðan daginn

Í gær var ég skömmuð fyrir að tala niður til frú forsætis og sagt að hunskast til að tala kjör öryrkja og eftirlaunaþega upp en láta frú forsætis í friði.

Frú forsætis þarf að greiða 40 prósent skatta og er í jobbinu 24 tíma á sólarhring, sagði sú sem skammaði mig.

Spillingin kemur ekki frá forsætisráðherra núverandi, sagði sú sem skammaði mig, spilling er annars staðar.

Einmitt.

Af hverju var ég að agnúast út í frú forsætisráðherra í gær?

Jú, það er komin vefur á Alþingisvefnum þar sem hægt er að sjá fastar launagreiðslur þingmanna.

Frúin er með yfir 2 milljónir á mánuði, nákvæmlega krónur 2.061.825

Hvaða tekjur eru á þessum upplýsingavef?

Það eru bara fastar tekjur. Engar aukasporslur aðrar sem virðast þó vera himinháar.

Af hverju var svo skjótt brugðist við að birta þessar föstu greiðslur þingmanna? Er ekki flókið að setja upp svona vef?

Þessar upplýsingar sem var skotið eins og rakettu inn á alþingisvefinn til þess að róa andskotans almúgann sem nú er hver á fætur öðrum að rísa upp og fetta fingur út í það sem þeim kemur ekkert við, það eru laun þingmanna og sporslur, voru allar fyrir hendi þá þegar inni á vef þingsins.

Það eina sem þurfti að gera var að coopy og paste. Vola.

Spillingin kemur ekki frá frú forsætis, sagði frúin í gær við mig í commenti.

Jæja, er það ekki?

Frú forsætisráðherra fór í stjórnarviðræður við vinstri öflin. Þeim viðræðum var slitið eftir örfáa daga og Framsókn gat ekki verið í svoleiðis samstarfi þar sem meirihlutinn var svo naumur.

Frú forsætisráðherra fór í stjórnarviðræður við hvern? Jú, mesta spillingarflokkinn í landinu, og birtust af henni myndir með kökugerðarmanninum og þeim sem ekki þoldi lítinn meirihluta, þar sem þau voru skælbrosandi og sæl. Ekki skipti máli þó þessi nýji meirihluti væri agnar smár. Nei, það voru nefninlega réttir flokkar sem kannski hefur alltaf staðið til að fara í stólaleik með.

Frú forsætisráðherra leiddi spillingarflokkinn, sem sumir aðrir flokkar neituðu að starfa með, til valda aftur og ekkert minna en inn í fjármálaráðuneytið.

Þetta kalla ég að standa í forsvari fyrir spillingu og er rétt sama þó einhver kelling úti í bæ sjái ástæðu til þess að skamma mig fyrir.

Frú forsætis flutti hjartnæmar ræður fyrir kosningar á alþingi og víðar þar sem hún sagði með tárin í augunum að öryrkjar og ellilífeyrisþegar gætu ekki beðið. Það þyrfti að bæta kjör þeirra strax.

Frú forsætis settis í mjúkan stólinn og þiggur nú sæmileg laun, rúmlega 6 föld laun mín, og öryrkjar og eftirlaunaþegar geta beðið að minnsta kosti til vors, ef ekki lengur.

Á sama tíma styður frúin ráðherra sem hefur verið dæmdur fyrir afglöp í starfi, spillingu. Frúin styður og heldur uppi í valdastóli kökugerðarmeistara sem hefur orðið uppvís að hinni ótrúlegustu spillingu og það gæti hugsanlega verið það sem héldi fyrir frú forsætis vöku, þó ég efi það.

Sú sem skammaði mig fyrir ófyrirleitnina og kvikindisskap í garð frú forsætis talar um að frúin (forsætis) borgi 40 prósent af tekjunum í skatt.

Ég borga 48 prósent af minum eftirlaunum í skatt og engum dettur í hug að kvarta yfir því. Ég er ekki heldur að kvarta. Ég fer einfaldlega eftir lögum í landinu sem ég hef heimili mitt.

Ég vorkenni ekki frú forsætis þó hún þurfi að borga skatta. Það hafa ekki enn komið upp á yfirborðið öll hlunnindin sem hanga í embættinu.

Varðandi vökutíma frúarinnar og vinnu 24 klukkustundir á sólarhring leyfi ég mér að vera efins. Frúin er með aðstoðarmenn. Þeir hljóta að vera starfi sínu vaxnir og létta af frúnni ýmsum áhyggjum. Eða hvað? Eru þeir ekki til þess?

Það er lágkúrulegt að mínu mati að nota síðu sem er fyrir öryrkja og eftirlaunaþega ásamt þeim sem eiga erfitt í þjóðfélaginu, til þess að upphefja forsætisráðherra sem hefur gengið á bak orða sinna svo hróplega að fólk stendur agndofa og horfir á skrípaleikinn.

Sú sem skammaði mig í gær spurði hvort ekki mættu vera skoðanaskipti á þessari síðu „það er minni“?

Jú, skoðanaskipti eru sjálfsögð.

Pólitískur áróður fyrir forsætisráðherra sem hefur svikið öll loforð sem hún gaf öryrkjum og eftirlaunaþegaum til þess að ná í atkvæði þeirra er ekki velkominn og á ekkert erindi á mína síðu.

Sá sem leiðir spillingu til valda aftur eftir að spillingin drap fyrri ríkisstjórn er foringi spillingarinnar í mínum augum. Slíkt gerir enginn sem í raun vill vinna fyrir lítilmagnann í íslensku þjóðfélagi.

Ég bendi frúnni sem skammaði mig í gær, á að lesa skrif Björgvins Gumundssonar. Hann þekkir vel til pólitíkurinnar og hann þekkir vel mál eldri borgara sem lepja dauðann úr skel rétt eins og þeirra sem hafa það dásamlegt og geta valsað eins og þeir vilja á efri árum.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: