Eru ekki greiddir skattar í Portugal? Fullyrðing nuna.is er röng

Njóttu lífsins

Af síðu nuna.is   https://www.facebook.com/valhallaparadis/?ref=br_rs

Ég ætla að halda áfram að skrifa um þessa ótrúlegu síðu og fullyrðingar sem þar koma fram um skattaparadísina Portúgal.

Ég skrifaði pistil í gær almennt um hvernig reglur eru hér og þar sem ég bý hér og greiði skatta og skyldur samkvæmt tvísköttunarsamningi milli landanna í Portúgal þekki ég reglurnar nokkuð vel.

Það gæti verið gott að hafa í huga varðandi tilboð eins og nuna.is er að bjóða:

HLJÓMI TILBOÐIÐ OF VEL TIL ÞESS AÐ GETA VERIÐ SATT ÞÁ ER ÞAÐ VÆNTANLEGA EKKI Í LAGI.

Tvísköttunarsamningur er samningur á milli tveggja landa og er hann til þess að koma í veg fyrir að einstaklingur borgi skatta í tveimur löndum. Ástþór virðist eitthvað misskilja málið og ætla ég að útskýra fyrir honum hvernig þetta er hér í Portúgal.

Hægt er að fletta upp öllun samningnum en ég birti hér hvernig þetta er varðandi eftirlaun.

Tilvitnun:

“Hafa ber í huga að þrátt fyrir að tilteknar tekjur komi ekki til skattlagningar hér á landi vegna ákvæða tvísköttunarsamninga, þá eru þær tekjur framtalsskyldar hér á landi og geta haft áhrif á skattlagningu annarra tekna hérlendis. Hver þau áhrif eru ræðst af því hvaða aðferð er beitt til að komast hjá tvísköttun, en þeim er lýst í hverjum samningi fyrir sig.

  1. gr.

Eftirlaun.

Með þeim undantekningum sem um ræðir í 2.

mgr. 19. gr. skulu eftirlaun og annað svipað endurgjald

sem greitt er aðila heimilisföstum í samningsríki

vegna fyrri starfa hans einungis skattlögð

í því ríki.

  1. a) Eftirlaun, sem greidd eru af eða úr sjóðum

stofnuðum af samningsríki eða sjálfstjórnar-

eða stjórnsýsluhéraði eða sveitarstjórn

þess til manns fyrir störf hans í

þjónustu þess ríkis eða sjálfstjórnar- eða

stjórnsýsluhéraðs eða sveitarstjórnar,

skulu einungis skattlögð í því ríki.” Tilvitnun lýkur.

Þetta þýðir á mannamáli að séu eftirlaun vegna starfa á vegum ríkisins greiðist skattur á Íslandi en séu þau vegna starfa á almennum vinnumarkaði greiðast skattar í Portúgal.

Skattprósenta í Portúgal:

Tekjur                        Skattprósenta

Upp að to €7,091        14.5%

€7,091 to €20,261       28.5%

€20,261 to €40,522     37%

€40,522 to €80,640     45%

Frá tekjum er hægt að draga hluta virðisaukaskatts af tilteknum vörum og þjónustu. Til þess að það sé hægt þarf að vera NIF númer greiðanda á nótunni. Í hverjum flokki er hámark frádráttar 250 evrur.

Einnig dregst frá tekjum kostnaður vegna læknisþjónustu og lyfja. Í flestum apótekum í bæjarfélaginu er viðkomandi skráður inn í tölvukerfið og allar nótur með NIF númeri, án þess að biðja þurfi sérstaklega um.

Gengi íslensku krónunnar hefur áhrif.

Ástþór talar um í auglýsingunni hve mikið sé hægt að spara með því að borga ekki skatta, hvorki á Íslandi eða í Portúgal samkvæmt reglum sem hann segir vera í gildi. Þessar reglur eru ekki eins og hann heldur, eins og ég skýri út að framan.

Allar tölur sem hann gefur upp eru í íslenskum krónum og mér sýnist reikingurinn vera frá því í janúar 2017.

Gengi á evru var 2.janúar 2017 kr. 119.05 samkvæmt almennu gengi Íslandsbanka. Ég tek gengi Íslandsbanka því hann er minn viðskiptabanki og fæ ég eftirlaun mín í gegnum hann

2.jan. 119.05 27. jan, 124,45, 1.mars 112,65   3 apríl 121.35   5.júní 110   22.júní 116,2   11.júlí 123.8   17. ágúst 125,65   21.sept. 128.35   5.okt. 123.3   9.nóv 120.8   6.des.123.4

24958955_947101608775000_4742824234893555169_o

Eins og sjá má af þessum tölum þá eru tekjur ekki stöðugar allt árið. Það ræðst af gengi krónunnar. 7.204.116 ís kr. eru 2 janúar 2017 60.285 evrur en 6.desember 2017 eru þær 58.380 evrur og til dæmis þann 21.september eru þær 56.128 evrur.

Missir bóta frá TR vegna tekna:

Samkvæmt núgildandi lögum á Íslandi þá má hafa að hámarki krónur 25 þúsund á mánuði áður en bætur TR taka að skerðast.

Hjá öryrkjum er skerðingin króna á móti krónu.

Til þess að fá bætur frá TR, sé viðkomandi búsettur í Portúgal, þarf að skila inn skattskýrslu frá Portúgal til TR ásamt lífsvottorði. Sé þetta ekki gert falla bætur niður.

Hafi eftirlaunaþegi tekjur af leigu í Portúgal mundu þær væntanlega skerða bætur TR.

Hafi eftirlaunaþegi tekjur af leigu á eigin húsnæði á Íslandi mundu þær væntanlega líka skerða eftirlaun hans frá TR.

Samkvæmt vef TR:

Hvaða tekjur hafa skerðingaráhrif og hvernig?

vextir, verðbætur, söluhagnaður og leigutekjur) hafa áhrif. Fjármagnstekjur hjóna og sambúðarfólks eru skráðar sameiginlega. Um útreikning lífeyris Prufuútreikningur Auðvelt er að setja forsendur inn í reiknivél lífeyris eða bráðabirgðaútreikning á Mínar síður til að skoða áhrif tekna á greiðslur. Síða yfirfarin/breytt 14.08.2017

Að framan eru nokkrar tölulegar upplýsingar og væri ágætt fyrir þá sem ætla að skella sér á tilboð hins ágæta Ástþórs og nuna.is að hugsa sig vel um. Lántaka er svo annað mál sem þeir sem þekkja betur til en ég mættu útskýra.

Ég segi það enn og aftur: Passið ykkur á svona gylliboðum. Ástþór þekkir ekki reglurnar og skilur ekki hvað felst í tvísköttunarsamningum á milli landa.

Það kemst enginn hjá því að greiða skatta í Portúgal. Enginn. Þeir sem ekki greiða skatta eru að svíkja undan kerfinu og ekki vænti ég þess að þeir sem hugleiði að flytja til Algarve ætli sér að gerast stórfelldir skattsvikarar. Það verður auðvelt fyrir skattinn á Íslandi að sjá í gegnum þann svikavef og TR einnig.

Mér þætti fróðlegt að heyra frá Ástþóri og fá hann til þess að skýra út fyrir okkur um hvaða nýju skattareglur hann er að tala um í Portúgal.

Ef þið sem þetta lesið hafið einhverjar spurningar þá er mér ljúft að svara þeim eftir bestu getu. Viti ég ekki svarið á ég heimangengt hjá skattayfirvöldum hér í landinu og get fengið allar upplýsingar frá fyrstu hendi.

Ég geri mér grein fyrir því að fasteignasalar um allan heim lokka fólk með svona gylliboðum. Staðreyndin er hins vegar sú að þau koma alltaf í bakið á þeim sem lét glepjast. Það er hægt að fletta upp á netinu alls konar upplýsingum en þær einu sem eru áreiðanlegar eru frá IRS hér í Portúgal.

Hulda Björnsdóttir

 

 

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

2 thoughts on “Eru ekki greiddir skattar í Portugal? Fullyrðing nuna.is er röng”

  1. Sæl Hulda
    Er að ganga fra þessu fyrir sjalfa mig en er á örorku. Þætti vænt um ef þu gætir haft samband við mig og eg fengið að ráðfæra mig við þig.
    Kveðja

    Like

    1. Sæl Guðrún Anna. Fyrirgefðu hvað ég svara seint. Býrðu í Portugal? Þú getur sent mér message á Facebook ef þú vilt og haft samband þannig. Kveðja, Hulda

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: