20. júlí 2017
Nú er ljótt í efni.
Konan farin að blogga á ensku og þarf að læra upp á nýtt.
Ég fullyrði að moggablogg er einfalt eða mig minnir það. Man ekki betur en ég hafi bara skráð mig inn og byrjað. Kannski hef ég þurft að gera eitthvað meira en það gleymt.
Fyrir ykkur sem ekki lesið ensku þá er þetta svona.
Ég hef undanfarið, og ætla að halda því áfram, bloggað á íslensku en þar sem ég á fullt af vinum sem eru ekki íslenskir og þeir hafa verið að kvarta þá verður þetta blog fyrir þá.
Hér verður ekkert um íslensk vandræði eða þannig. Hér ætla ég að skrifa það sem kemur upp í hugann hverju sinni og stundum einhverjar sögur sem skjóta upp kollinum.
Vinur minn í útlöndum sem hefur hjálpað mér og hvatt mig sagði mér að ég gæti bloggað á ensku á mogganum en ég vil það ekki.
Ég vil halda þessum tveimur aðskildum.
Semsagt, ekkert breyst hjá íslenska blogginu. Bara bætt við einu á ensku um allt annað.
Ég þarf að halda íslensku kunnáttunni minni við og það geri ég með því að blogga á málinu.
Kannski kemur svo enn eitt á Portúgölsku í framtíðinni. Hver veit.
Bestu kveðjur og knús til allra.
Hulda Björnsdóttir