Réttlætið heldur áfram en ekki lýst mér á!

24.07.2025

Hér á eftir eru upplýsingar um kjör öryrkja og eldri borgara sem búa ekki einir, eftir 1.september 2025:

Eftir 1.september breytist örorkulífeyrir hjá þeim sem eru 67 ára og komnir á eftirlaun

Lífið heldur áfram en breytingar eru fram undan

Hafið þið skoðað hvernig raunveruleg kjör verða eftir 1.september?

Það getur ekki verið að öryrki sem varð 67 ára hætti að vera öryrki og lúti öðrum lögmálum en fyrir 67 ára!

Þetta bara getur ekki verið, eða hvað?

Tveir einstaklingar með 200 þúsund króna tekjur á mánuði T.d. greiðslur frá Lífeyrissjóði

Sá aldraði sem býr ekki einn                      

Ellilífeyrir á mánuði 347.521            

Heimilisuppbót á mánuði  0  

Aðrar tekjur 200.000                                     

Frítekjumark 36.500

Skerðingarprósenta 45% %

Skerðing 73.575

Greitt frá Almannatryggingum fyrir skatt kr.273.946

Öryrkinn sem býr ekki einn (eftir 1.september)

Örorkulífeyrir á mánuði 396.340

Heimilisuppbót 0

Aðrar tekjur 200.000

Frítekjumark 100.000

Skerðingarprósenta 45%

Skerðing 45.000

Greitt fyrir skatt kr. 351.340

Mismunur þessara tveggja einstaklinga sem búa ekki einir á Íslandi er 77.394 eða 28,3%

(vegna mismunandi grunnupphæða 48.819 og

v/mismunandi skerðinga 28.575 eða samtals 77.394 krónur sem gera 28,3%)

sem öryrkinn er fær hærri greiðslur á mánuði

Lífið heldur áfram eftir 67 ára aldurinn en öryrkinn sem var öryrki þar til hann átti afmæli en svo ákváðu stjórnvöld að hann yrði alheill og fengi bara venjulegan ellilífeyri!

Ég hef ekki séð mikið skrifað um þetta mál. Ég veit að Finnur Birgisson skrifaði um máli málið í janúar 2025 og er sú grein það eina sem ég hef séð.

Ef einhver hefur komið auga á fleiri skrif þá þætti mér vænt um að fá að vita hvar, svo ég geti skoðað það?

Þetta er auðvitað fáránlegt óréttlæti en ég óttast að ráðamenn muni enn auka á ranglætið með því að flokka eldri borgara enn meira niður en nú er gert.

Einhvern vegin verða þau að klóra sig út úr þessu vandræðamáli!

Ég fylgist spennt með.

Hulda Björnsdóttir

Vont var óréttlæti þeirra en verra er réttlætið

22.07.2025

Eftir 1.september breytist örorkulífeyrir hjá þeim sem eru 67 ára og komnir á eftirlaun

Lífið heldur áfram en breytingar eru fram undan

Hafið þið skoðað hvernig raunveruleg kjör verða eftir 1.september?

Það getur ekki verið að öryrki sem varð 67 ára hætti að vera öryrki og lúti öðrum lögmálum en fyrir 67 ára!

Þetta bara getur ekki verið, eða hvað?

Tveir einstaklingar með 200 þúsund króna tekjur á mánuði T.d. greiðslur frá Lífeyrissjóði

Sá aldraði  sem býr einn                  

Ellilífeyrir á mánuði 347.521            

Heimilisuppbót á mánuði  87.817     

Aðrar tekjur 200.000                                     

Frítekjumark 36.500

Skerðingarprósenta 56,9 %

Skerðing 93.032

Greitt fyrir skatt kr.342.307

Öryrkinn sem býr einn (eftir 1.september)

Örorkulífeyrir á mánuði 396.340

Heimilisuppbót 65.709 (Hún er hærri hjá eldri borgaranum)

Aðrar tekjur 200.000

Frítekjumark 100.000

Skerðingarprósenta 45%

Skerðing 45.000

Greitt fyrir skatt kr. 417.049

Mismunur þessara tveggja einstaklinga sem búa einir á Íslandi er 74.743 eða 21.8%

(vegna mismunandi grunnupphæða 26.700 og

v/mismunandi skerðinga 48.032 eða samtals 74.743 krónur sem gera 21,8%)

sem öryrkinn er fær hærri greiðslur á mánuði

Sá aldraði sem býr einn og býr erlendis með skráð lögheimili þar fær ekki heimilisuppbót vegna þess að sú uppbót er flokkuð sem Félagslegar bætur og þær falla allar niður þegar lögheimili er skráð erlendis lögum samkvæmt. Búsetuland er þar sem lögheimili er!

Lífið heldur áfram eftir 67 ára aldurinn en öryrkinn sem var öryrki þar til hann átti afmæli en svo ákváðu stjórnvöld að hann yrði alheill og fengi bara venjulegan ellilífeyri!

Ég hef ekki séð mikið skrifað um þetta mál. Ég veit að Finnur Birgisson skrifaði um máli málið í janúar 2025 og er sú grein það eina sem ég hef séð.

Ef einhver hefur komið auga á fleiri skrif þá þætti mér vænt um að fá að vita hvar, svo ég geti skoðað það?

Þetta er auðvitað fáránlegt óréttlæti en ég óttast að ráðamenn muni enn auka á ranglætið með því að flokka eldri borgara enn meira niður en nú er gert.

Einhvern vegin verða þau að klóra sig út úr þessu vandræðamáli!

Ég fylgist spennt með.

Hulda Björnsdóttir

Er kerfið réttlátt?

18.júlí 2025

Samtals búa 952 Íslendingar á Spáni skv. þjóðskrá 1.desember 2024

Þetta eru þeir sem eru með lögheimili á Spáni

Eitthvað er um að fólk búi á Spáni 183 daga, fari svo til Íslands einn mánuð eða svo, t.d. um jólin og svo aftur út og talning byrjar aftur upp í 183 daga.

183 dagar (6 mánuðir) eru leyfðir áður en skipta þarf um lögheimili og vera skráður í búsetulandi.

Ef einstaklingur sem fær greiðslur frá TR, til dæmis öryrki eða eftirlaunamaður eða kona,  sem býr einn flytur til til dæmis til Spánar og er þar í 6 mánuði og fer til Íslands í einn mánuð og svo út aftur, heldur hann eða hún fullum réttindum hjá TR.

Viðkomandi þarf að vera með skráð lögheimili á Íslandi til þess að þetta virki.

Ég þekki nokkur dæmi um fólk sem nýtir sér þetta í botn, ár eftir ár.

Ég er alls ekki að segja að allir öryrkjar og eftirlaunafólk séu að svindla á kerfinu! Hreint ekki, ég er að segja að ég þekki persónulega dæmi um þetta.

Náskyldur ættingi minn bjó í Ameríku í áratugi en var skráður með lögheimili á Íslandi og fékk fullar bætur frá TR. Viðkomandi er látinn fyrir nokkrum árum.

Það eru fleiri dæmi um svona hegðun og mér finnst þetta ósvífið gangvart þeim sem hafa flutt og skráð sig með lögheimili erlendis, þar sem þeir búa.

Sérlega ósvífið finnst mér vera þegar þetta sama fólk gagnrýnir spillingu og heldur ekki vatni af hneykslun.

Einhver rís nú upp og ræðst á mig og brigslar mér um að vera með ofsóknir!

Ég er ekki að ofsækja neinn.

Það er skoðun mín að fólk eigi að fara eftir reglum og það gerir þetta fólk sem ég veit um á Spáni. Það nýtir sér allt í botn, sem er í raun það sama og til dæmis alþingismenn gera!

Fleiri stéttir en þeir sem eru á þingi sem komast upp með að nýta skrýtið kerfið til hins ýtrasta og þykir ekkert athugavert við!

Þegar öryrki og eldri borgari flytur lögheimili falla niður allar félagslegar bætur, t.d. heimilisuppbót fyrir þá sem búa einir.

Þegar öryrki eða eldri borgari nýtir sér 180 dagana, skreppur til íslands þar sem hann er með skráð lögheimili, og fer aftur út eftir mánuð eða svo, þá fær hann fullar bætur frá TR með félagslegum bótum!

Mér finnst þetta skítt!

Auðvitað kemur mér þetta ekkert við og er samt að skipta mér af því !

Þetta er kannski bara öfund hjá mér!

Nokkrum vinum mínum finnst það sama og mér um þetta mál en við reynum að halda okkur á mottunni og vera ekki að skipta okkur mikið af.

Ég er hreint ekki að segja að meirihluti þessara hópa sé að nýta sér kerfi svona.

Fólk flytur t.d. til Spánar svo það þurfi ekki að lepja dauðann úr skel á Íslandi þar sem verðlag er allt annað á Spáni, enda laun mun lægri en á Íslandi og allt helst þetta í hendur, verðlag og laun. Meirihluti þessara hópa skráir lögheimili sitt þar sem það býr!

Það er skammarlegt fyrir stjórnvöld, sem ráða hvernig búið er að þessum hópum að ekki skuli séð til þess að allir geti haft mat á diskinum sínum alla daga mánaðarins.

Núverandi ríkisstjórn segist ætla að bæta kjör þessar fólks!

Kannski gerir hún það á næstu 4 árum, eða 3 sem eru eftir af kjörtímabilinu.

Eitt er alveg víst að bilið á milli öryrkja og eldri borgara eykst núna 1 september og gildir þá einu hvort sá 67 ára er öryrki eða ekki.

Ég verð að segja að það kæmi mér ekki á óvart að komið yrði á enn einni skiptingunni hjá eldri borgurum til þess að öryrkjar dyttu ekki niður í launum við 67 ára aldurinn.

Nú þegar er eldri borgurum skipt í hópa, BB sá um sína og á meðan almennur eldri borgari fær til dæmis 36,500 króna frítekjumark eru aðrir sem eru með allt upp í 200.000 eða meira!

Greiðslur frá Lífeyrissjóðum eru laun sem fresta hefur verið að fá greidd! Við greiddum prósentur af launum okkar í sjóðina en það hætti ekki að vera partur af launum okkar!

Mér finnst þetta ekkert flókið.

Núna er þetta mál til meðferðar hjá Mannréttinda dómstóli og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því.

Íslensk stjórnvöld er ekki á því máli og ég hef aldrei skilið hvaða augum yfirvöld líta á laun sem fresstað var að borga út til launþegans og lagt í ess stað inn hjá lífeyrissjóði og geymt til efri áranna!

Auðvitað er ég bara venjuleg almúga kona sem skilur ekki hvernig ráðamenn hugsa og finnst það  oft eins og hrærigrautur í skál sem gefinn er í formi loforða fyrir kosningar.

Hulda Bjornsdóttir

Örorkulífeyrir eftir 1.september 2025

18. júlí 2025

Eftirfarandi upplýsingar um hvernig örorkulífeyrir verður eftir 1.september 2025, tekinn af vef TR

“Ef þú er með gilt örorkumat 31. ágúst 2025 eða lengur, færðu varanlegan rétt til örorkulífeyris frá og með 1. september 2025.

Þú þarft hvorki að sækja um né fara í nýtt mat við þessa breytingu, en getur óskað eftir samþættu sérfræðimati samkvæmt nýju kerfi.

Fyrir hverja

Einstaklinga sem geta ekki sinnt störfum á vinnumarkaði vegna þess að geta þeirra til virkni á vinnumarkaði er metin 0 – 25% samkvæmt samþættu sérfræðimati.

Með gilt örorkumat til 31. júlí 2025 eða skemur

Þarftu að senda inn umsókn um endurmat fyrir 1. september 2025 ef þörf er á áframhaldandi örorkulífeyri. Þá fer fram hefðbundið endurmat samkvæmt núgildandi kerfi. Verði endurmatið samþykkt færðu varanlegar örorkulífeyrisgreiðslur samþykktar frá og með 1. september 2025. 

Berist umsókn um endurmat eftir 1. september 2025 fer umsækjandi í samþætt sérfræðimat samkvæmt nýju kerfi.

Með gilt örorkumat 31. ágúst 2025

Færð þú greitt frá 1. september 2025 samkvæmt nýju kerfi í samræmi við tekjur þínar. Langstærsti hluti þeirra sem fá greiddan örorkulífeyri í núverandi kerfi fá hærri greiðslur í nýja kerfinu.

Eftir 1. september 2025 getur einstaklingur með rétt til örorkulífeyris óskað eftir samþættu sérfræðimati til að færast yfir á hlutaörorkulífeyri. Ef það kemur ver út fyrir viðkomandi er hægt að draga umsóknina til baka.

Fjárhæðir og frítekjumörk

Langflest sem fá greiddan örorku- eða endurhæfingarlífeyri samkvæmt gildandi kerfi munu fá hærri greiðslur í nýju kerfi frá 1. september 2025. Rétt er að benda á að mismunandi þættir hafa áhrif á greiðslur hvers og eins, til dæmis aldur, búseta, hvort þú búir ein/n, eigir börn, hvaða tekjur þú hefur og fleira. Tryggingastofnun mun veita upplýsingar um greiðslur til hvers og eins á Mínum síðum TR samkvæmt nýju kerfi um leið og slíkt er mögulegt.

Fullur örorkulífeyrir frá 1. september 2025 er:

  • 396.340 krónur á mánuði fyrir skatt án heimilisuppbótar.
  • 462.049 krónur á mánuði fyrir skatt með heimilisuppbót.

Örorkulífeyrir er tekjutengdur, sem þýðir að aðrar skattskyldar tekjur hafa áhrif til lækkunar.

Almennt frítekjumark fyrir örorkulífeyrisgreiðslur í nýju kerfi verða 100.000 krónur á mánuði. Það tekur til allra tekna sem áhrif hafa á greiðslur hjá Tryggingastofnun, þar með talið atvinnutekna, lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna. Áhrif tekna er 45% til lækkunar af tekjum yfir frítekjumörkum.

Ekki er um að ræða sérstakt frítekjumark atvinnutekna vegna örorkulífeyrisgreiðslna.”

Ef ykkur vantar fleiri upplýsingar eru þær aðgengilegar og vel uppsettar hjá TR

Hulda Bjornsdottir

Frítekjumörk öryrkja samanborið við eldriborgara

17.07.2025

Hér að neðan hef ég tekið beint af vef TR þar sem gefið er upp hvernig kjör örykja og eldri borgara verða eftir ný lög sem ganga í gildi 1. September 2025

Þeir sem hafa áhuga geta farið inn á vef TR og skoðað allar upplýsingar varðandi þessa 2 hópa.

Ástæða þess að ég er að velta þessu fyrir mér er að ég heyrði í einhverju viðtali eða yfirlýsingu að ríkisstjórnin myndi hækka frítekjumark upp í 60 þúsund 1.september

Hvaða frítekjumark var ekki tekið fram

Það getur allavega ekki verið fyrir eldri borgara og alls ekki fyrir öryrkja þar sem þeirra frítekjumark skv. nýjum lögum sem taka gildi 1.sept.2025 verður 100 þúsund á mánuði.

Mér finnst þetta allt hið einkennilegasta mál.

Ef skoðað er niður í kjölinn kjör þessara tveggja hópa þá koma öryrkjar mun betur út og hafa ber í huga að öryrkjar verða eldri borgarar og þá gætu þeir lækkað í tekjum um rúm 20 prósent.

Hvað er ríkisstjórnin að hugsa í því máli?

Hér að neðan er það sem ég styðst við í þessum pistli

Fjárhæðir og frítekjumörk

Upplýsingar um nýjar fjárhæðir örorkulífeyris

Örorkulífeyrir samanstendur af grunngreiðslum og viðbótargreiðslum.

Réttindiá mánuðiá ári
Örorkulífeyrir396.340 krónur4.756.080 krónur
Heimilisuppbót65.709 krónur788.508 krónur
Aldursviðbót31.290 krónur375.480 krónur

Ný frítekjumörk

Almennt frítekjumark fyrir örorkulífeyrisgreiðslur í nýju kerfi verða 1.200.000 krónur krónur á ári.

Almennt frítekjumark tekur til allra tekna sem áhrif hafa á örorkulífeyrisgreiðslur einstaklinga hjá Tryggingastofnun, þar með talið launatekna, lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna.

Þau sem eru fá örorkulífeyrisgreiðslur munu hins vegar ekki njóta sérstaks frítekjumarks vegna atvinnutekna.

Réttindiá mánuðiá ári
Almenn frítekjumörk100.000 krónur1.200.000 krónur

Ný frítekjumörk

Almennt frítekjumark fyrir örorkulífeyrisgreiðslur í nýju kerfi verða 1.200.000 krónur krónur á ári.

Almennt frítekjumark tekur til allra tekna sem áhrif hafa á örorkulífeyrisgreiðslur einstaklinga hjá Tryggingastofnun, þar með talið launatekna, lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna.

Þau sem eru fá örorkulífeyrisgreiðslur munu hins vegar ekki njóta sérstaks frítekjumarks vegna atvinnutekna.

Réttindiá mánuðiá ári
Almenn frítekjumörk100.000 krónur1.200.000 krónur

Frítekjumörk

Frítekjumörk segja til um hvað lífeyrisþegi má hafa í tekjur áður en ellilífeyrir, viðbótarstuðningur og heimilisuppbót skerðast.

Sérstakt frítekjumark vegna atvinnuteknaKrónur á mánuðiKrónur á ári
Ellilífeyrisþegar200.0002.400.000

Almennt frítekjumark

Almennt frítekjumark er fyrir allar aðrar tekjur ellilífeyrisþega án atvinnutekna.

  • 36.500 krónurá mánuði eða 438.000 krónur á ári fyrir ellilífeyri og heimilisuppbót
  • 325.000 krónur á mánuði eða 3.900.000 krónur á ári fyrir hálfan ellilífeyri og hálfa heimilisuppbót.

Sérstakt frítekjumark

Sérstakt frítekjumark er fyrir atvinnutekjur ellilífeyrisþega, hvort sem lífeyrisþegi taki fullan lífeyri eða hálfan lífeyri.

  • 200.000 krónur á mánuði
  • 2.400.000 krónur á ári

Hulda Björnsdóttir

Ég er komin aftur

15.júlí 2025

Ég hef ekki skrifað lengi um kjör eldri borgara og var eiginlega hætt því en svo kemur að því að ég gefst upp í þagnarbindinu og nú liggur mér margt á hjarta

Ný ríkisstjórn hefur nú starfað í nokkra mánuði og þingi loksins slitið eftir ótrúlega framkomu stjórnarandstöðu sem ég fylgdist með undir lokin.

Ég hef held ég aldrei séð aðra eins heift og hroka, er ég þó búin að fylgjast með stjórnálum meira og minna í 60 ár!

Nú er þingið komið í sumarfrí og ekkert merkilegt í þingsölum fyrr en í september

Ég sá einhvers staðar þar sem forsætisráðherra taldi upp hverju stjórnin hefði áorkað á stuttum tíma og var þar meðal annar að 1. September mundi frítekjumark hækka upp í 60 þúsund !

Ég var frekar kát með þetta og frekar hneyksluð á vanþakklæti einhvers sem kommentaði að ekkert væri gert fyrir eldri borgara, enn eina ferðina.

Nú er ég búin að kynna mér málið og maðurinn hafði rétt fyrir sér.

Þetta frítekjumark er fyrir öryrkja en ekki eldri borgara og kemur mér ekki svo mjög á óvart þar sem Inga hefur talað mikið um fólkið hennar og það eru ekki eldri borgarar, það eru öryrkjar!

Ekki nóg með það að frítekjumark öryrkja hækki upp í 60 þúsund heldur eru margir sem hækka upp í 100 þúsund frítekjumark.

Nú velti ég aðeins fyrir mér hvernig frú Inga og ríkisstjórnin hefur hugsað sér að fara með þá öryrkja sem orðnir eru eldri borgarar?

Á að flokka eldri borgara enn meira niður en gert hefur verið?

Núna eru nokkrir flokkar eldri borgara: Þeir sem fá hálfan ellilífeyri og gera það væntanlega af því að þeir hafa nokkuð góðar tekjur frá Lífeyrissjóði.

Annar flokkur er þeir sem eru á enn á vinnumarkaði

Þetta er flókið

Hvað ætlar frú Inga og ríkisstjórnin að gera fyrir hinn venjulega mann og konu sem eru ekki með atvinnutekjur og ekki háan lífeyrissjóð?

Ætlar ríkisstjórnin enn eina ferðina að hunsa þá sem eru í lægri kantinum?

Ég er hrædd um það

Hverjir eru það svo sem eru í þessu kanti sem ég er að tala um?

Það eru til dæmis konur sem hafa unnið láglaunastörf og eru þær margar. Það eru almennir verkamenn sem ekki hafa rakað saman háum launum. Það eru konur í ýmsum störfum þar sem þær hafa verið á lægri launum en karlar og hafa ekki efni á að taka hálfan lífeyri. Þetta eru svona smá dæmi en hægt að tína fleira til.

Þegar ríkisstjórn skellir fram fullyrðingu eins og þeirri að frítekjumark hækki 1.september er eðlilegt að halda að það sé hjá öllum þeim sem njóta frítekjumarks.

Þetta er algeng aðferð þegar verið að telja upp afrek stjórnarliða og er ekki langt að minnast BB .þegar hann stærði sig af hækkuninni á frítekjumarki vegna atvinnutekna og gaf í skyn að það væri fyrir alla. Hann tók aldrei fram að það væri BARA vegna atvinnutekna.

Það þarf að taka upphrópanir stjórnmálamanna með varúð!

Ég ætla að kynna mér betur ný lög um öryrkja áður en ég tala um tölur. Hef fengið góðar upplýsingar um þann samanburð.

Semsagt,

Ég er komin á kreik aftur til að vekja athygli á einu og öðru sem mér finnst þess virði.

Einhverjir verða öskureiðir og telja mig vanþakkláta og ósanngjarna og það er eðlilegt.

Hafið samt í huga að ég hef lengi skrifað um það sem mér finnst skipta máli og er vön því að fá alls konar viðbrögð.

Í nokkur ár hélt ég úti síðu sem hét Milli lífs og dauða, en lokaði henni fyrir nokkrum árum því ég sá engan tilgang í því að vera að berjast fyrir lokuðum dyrum!

Það eiga nokkrir pistlar eftir að koma frá mér næstu daga.

Hulda Björnsdóttir

Me 80 is noting better than me 79

17th of May 2025

I have not put anything here for a while

I have been busy

Being busy is good

Being busy is healing

I have no idea who is reading my blogs and I really don´t think about it

These are just my thoughts when I write and have noting to do with popularity or how many like the writing.

My life is almost back to normal after the turmoil in December.

The good news for me are that the upstairs one is leaving next month I think

He has sold his apartment, or so I am told.

Last week a man came to my apartment from MEO the internet company, and he was going to upgrade my internet.

The one upstairs came down and asked what was going on?

This had nothing to do with him or the condominium, this was just my private internet!

He must be totally confused these days.

I have done what I needed to be able to come home and go out on my own.

Number 1

I needed a handrail and there was none outside. I asked someone to take care of it for me and got a beautiful inox handrail. I paid for it

Number 2

The front door was kept open most of the time

I got an email from a friend of mine who told me that in the neighbourhood there had been some thieves lately and we should make sure the door was kept locked.

In normal condominiums the front door is kept close, but I don´t live in a normal one!

I asked my insurance company what would happen if something happened in the condominium and the door was not locked all the time? The reply was, we would not pay!

I remembered that many years ago there had been automatic lock on the front door so I asked someone to take care of this for me and put something that would lock the door automatically. Of course I paid for it.

Number 3

There is a small garden beneath my windows at the front and some years a go I kind of stole the spot and made it beautiful. Cleaned the weed and put some beautiful roses and flowers in posts. it was really beautiful and I took care of it for some years. When I had my the accident in December I could not take care of it anymore and decided just to get rid of the pots.

I have also taken care of the payment for cleaning around the building, at the back there is a big one just with grass and trees. I have never got anything back, they said they would pay but nothing came. The last one was in July last year!

Now I am not taking care of that anymore.

Number 4

5 or 6 years ago I found a company to take care of the building and everyone, 6 apartments, was supposed to pay their percentage of the cost.

3 apartments paid the others not, and of course one of them was the one above. He never pays anything!

2 years ago the company told us they would not take care of anything more, this was 2022!

Now there is no electricity in the public space! The door bells don´t work. No one is going to do anything about this and as I see it the only solution is to find a company to try to take care of everything.

Im not going to do anything, except pay my share!

The one upstairs must be horrified. The woman downstairs who dares to live alone and be able to take care of things she wants to, is back.

It must have been a relieve for him to have me away for 2 months or more!

Now I am back and he is horrified.

What is she going to do next, he may be asking himself?

yes, on Monday the MEO man comes again at 9 in the morning because he could not finish the work. At 9 the one upstairs normally leaves. He might even cross the MEO mans path! Djisus Krist!

I know i am a horrible one sometimes.

I can if I want to, blame it on a high age!

it will be interesting to see how the summer turns out.

Will the new people upstairs be nice?

Wll there be electricity in the future?

Will there be cleaning in the future?

Will the garden be nice in the future?

Will the water in the garages continue without anything done about it, It is going to continue to rain, I think!

A lot of questions and i won´t become any better or more controllable after next week.

An 80 year me is not any different from the 79 one!

Life is funny!

Hulda Bjornsdottir

Sumir eru bara svindlarar

17. maí 2025

Í fyrradag, minnir mig, fór ég inn á mínar síður hjá TR til þess að sjá hvernig ég kom út í fyrra og hvort ég þurfi að endurgreiða mikið!

Ekkert inni á mínum síðum, og líklega vegna mikils álags svona fyrstu dagana!

Núna fór ég aftur inn á síðurnar og hugsaði með mér að allt væri komið í lag núna og álagið minna!

Nei, ekkert inni á minni síðu? Hvað var eiginlega í gangi?

Jú, það er nefninlega þannig að ég bý erlendis og er skráð þar eins og lög gera ráð fyrir, og við sem erum löglega erlendis með lögheimili þar fáum ekki uppgjör fyrr en í haust, líklega í september, minnir mig.

Ég er þá ekkert að æsa mig yfir þessu meira!

Þeir sem búa kannski 179 daga á Spáni og fara til Íslands í einhverja daga og svo aftur til Spánar í aðra 179 daga eru auðvitað búnir að fá sitt uppgjör, því þeir eru skráðir á Íslandi, hvernig svo sem þeir fara að því, vegna þess að ekki eru allir forríkir og hafa ekki efni á2 íbúðum, svo ég veit ekkert hvernig þeir fara að þessu!!

Þetta fólk fær auðvitað fullar bætur frá kerfinu á Íslandi og borgar skatta þar, annað væri jú ekki sanngjarnt.

Nú rís kannski einhver upp og segir mig ljúga þessu.

Það er allt í lagi með það, en ég veit þetta fyrir víst, reyndar veit ég ekki hver margir þetta eru, en þeir eru þó nokkrir og ég læt þá stundum fara í taugarnar á mér þegar þeir birta sælumyndir frá Spáni, brosandi, leikandi Golf og drekkandi guð má vita hvað, en alltaf skæl brosandi og hamingjusamt.

Þetta sama fólk er duglegt við að gagnrýna spillingu á Íslandi!

Já, það er satt og rétt og spillingin veður uppi en augað er blint þegar kemur að eigin skinni.

Auðvitað á ég ekkert að vera að skipta mér af þvi hvað aðrir gera.

Auðvitað á ég ekki að vera að ergja mig á því að þetta fólk fái til dæmis heimilisuppbót, sem ég fæ ekki, af því að ég er heimilisföst erlendis og fer eftir reglum.

Já að fara eftir reglum er auðvitað galið en ég geri það nú samt.

Ég ætla að reyna að vera ekki að láta þessa svindlara halda fyrir mér vöku í framtíðinni.

Mér kemur þetta ekkert við, eða hvað?

Ég læt mér duga það sem ég fæ skammtað frá TR, sem stelur auðvitað af mér 45% af því sem ég fæ frá lífeyrissjóðinum, og ég get verið örugg um að TR er með rétta kröfu á mig í farvatninu sem ég þarf að borga í haust, mér til mikillar ánægju.

Góð samviska er gulli betri.

Sumir eru bara samviskulitlir með öllu !

Hulda Bjornsdottir

A stepping stone

12th of February 2025
BOM dia amigos

One more day has arrived
Yesterday was a day of progress with tears of joy

The stairs in the gym have 5 steps I think and for the first time I walked those steps with help of my therapist

It was emotional for me and a stepping stone

Today I will stop using the wheel chair and that’s another stepping stone

I am happy and grateful for the progress

I am grateful for all your good wishes and prayers

I couldn’t have done it without your support

Wishing you all a good day and hope there will be love and light around you ❤️🌹

Hulda Bjornsdottir

Monday morning

10th of February 2025

It’s a new week

BOM dia amigos e boa semana 🌹

Early morning and the day is beginning

The daylight is almost there

The trees are moving slowly

The mind is moving back and forth

Patience and optimism is what should be on top

It’s takes an effort to be in the now at the moment

Not thinking about the words people said and just letting the promises get away is sometimes hard

Making promises which are not to be kept hurts

But

Life goes on and in the end the only one you can rely on is your self.

Let other people live like they find fit and concentrate on the good in yours

The daylight is almost there
Waking up

Hulda Bjornsdottir