The new month has arrived

1 st of June 2024

Good morning

Today is the first day of a new month and new beginning

I am excited and looking forward to this month.  A lot is happening and my future is going to change drastically, in a good way.

Making changes is good once in a while and having courage to change everything is needs a courage and that’s what I have got.

The sun is shining in my little village today and 33 degrees already.

This morning, I have spent listening to a conversation in Icelandic, between 2 men which I really enjoyed.

Today the Icelandic people will vote for a future president. I decided to put nothing on my Facebook today except to say Good morning and hoping the people will vote from their heart.

Tomorrow we will know the result and today I am just going to send vibes with love and light.

Today I will begin to sort out the things I don´t need in my life and my future and after 14 years in the same place there are lots of things that can be thrown away or given.

Organizing is my love.

The currency of krona was not too bad when I transferred my pension yesterday and this morning. In fact, it is the same as this month last year, which came as a surprise to me.

Life is good and treats me well.

Now its almost a year since I got the pacemaker to help my heart and I am getting stronger every day. It takes time and effort to gain again what was lost through a long time of sickness but it is possible.

The situation in my condominium at the moment is not good and I have given up trying to change something.

The future is mine and its my responsibility to use it wisely.

There is happiness and joy in my heart and I will take good care of me both physically and mentally for the rest of my staying on this earth.

My power is in my future and does in fact not depend on anyone else.

Help from my friends is precious and I am lucky to have many of them here in my little land.

On my 79th birthday on Wednesday I was embraced by love and today I know the when I look around, I am every day surrounded by people who love me.

The future is there and its full of love and light.

This morning there was a knock on my door and my dear next door neighbour and his son stood outside! They marked my day with their smiles and love. It’s the little things that happen every day that I look at and appreciate and am grateful for.

A friendly face and a positive conversation are the best gifts we can get.

I´m at piece with my soul and gratitude is on top of all my feelings.

Living in the love and light is a gift from God.

Have a wonderful weekend my friends and I hope this new month will bring you happiness and joy.

Looking inside to find the joy is the first step. Gratitude is the second step, always.

Hulda Bjornsdottir

Hugleiðing um VÖLD

28.maí 2024

Nokkrar hugleiðingar í morgunsárið

Í morgun hlustaði ég á viðtal við Steinunni Ólínu á RÚV og var glöð að sjá hvernig hún lætur ekki ljóskuna í bleiku mala sig.

Steinunn er frábær og með munninn fyrir neðan nefið.

Nú hef ég séð nokkra tala um að hún þurfi að fara á þing.

Ég er ekki sammála því. Ég held að við þurfum hana fyrir utan þing og að hún haldi áfram að rýna í þjóðfélagið eins og hún hefur löngum gert.

Fólk virðist halda að það eitt að komast á þing verði til þess að svona rödd komist til skila og breyti einhverju.

Staðreyndin er hins vegar að það ríkir flokksagi í hverjum einasta stjórnmálaflokki.

Ég rak mig á það fyrir mörgum árum þegar ég ætlaði að gera eitthvað í málum og bæta þjóðfélagið með því að setjast í stjórnmál. Ég var fljótt kveðin í kútinn þegar flokksaginn tók við.

Það er oft talað um að eldri borgarar, til dæmis, þurfi að komast á þing og talað um tugi þúsunda sem gætu stofnað eigin flokk.

Þá gleymist að það eru líklega ekki nema 18 þúsund eða svo sem búa við slæm kjör en hin 15 eða 20 þúsundin eru velstæðir eldri borgarar og þeir mundu aldrei fara að yfirgefa sinn flokk til þess að fara að berjast fyrir þeim sem minna mega sín.

(Þessar tölur eru kannski ekki alveg hárréttar en gefa mynd af stöðunni)

Það eitt að setjast á þing leysir nákvæmlega ekkert.

Alþingi er rotið niður í tær.

Það væri holl lesning fyrir alla að lesa bókina um Eimreiðar elítuna og komast aðeins í snertingu við hvað hefur veirð að gerast á landinu í áratugi.

Mín skoðun er að Steinunn Ólína þurfi að vera utan flokksaga og geta haldið áfram að vera baráttukona eins og hún hefur verið í langan tíma, án þess að flokksagi setji á hana grímu hinnar ægilegu politíkur sem flestir virðast lenda í, sem hafa fallið í gryfjuna.

Takk Steinunn Olina Thorsteinsdottir fyrir að vera þú og ég er stolt af því að hafa horft á þig mala spyrjandann sem ætlaði að mala þig. Ég vona að þú haldir áfram að njóta frelsis til að vera nákvæmlega þú og ekki undir hælnum á einhverjum pólitíkusum sem öllu ráða.

Hulda Björnsóttir

    Maí er á morgun.

    30. apríl 2024

    Hitt og þetta sem mér dettur í hug núna.

    Núna eru forsetakosningar fram undan og allt á fullu þar.

    Frambjóðendur ótrúlega margir og sumir sem hafa verið í framboði margar undanfarnar forsetakosningar.

    Ég hef ekki kosningarétt þar sem ég er búin að vera frá Íslandi í áratugi og hef ekki endurnýjað kosningarétt minn.

    Venjulega finnst mér það allt í lagi þar sem ég á aldrei eftir að búa á Íslandi aftur, en núna langar mig að geta kosið, en get það ekki og verð að sætta mig við það.

    Ég er búin að velja hvern ég vildi.

    Fyrst hélt ég að Halla mundi verða fyrir valinu eftir að ég hlustaði á viðtal við hana fyrir nokkrum vikum.

    Svo kom Halla Hrund í framboð og þá var ekki aftur snúið. Halla Hrund er mín kona.

    Mér finnst hún frábær og ég vona svo innilega að hún vinni.

    Hún hefur skotist upp í skoðanakönnunum og skrímsladeildin alveg á fljúgandi ferð að bera hana skít og skömm.

    Mykjudreifararnir eru ekki að spara stóru orðin, þeir vilja Katrínu og binda þar vonir við hina vonlausu stöðu hennar að hún er fast tengd ríkisstjórninni.

    Hún hljóp jú frá borði, beint úr forsætisráðherra embætti yfir í forseta framboð og þykir mörgum það hneyksli en skrímsladeildin ræður sér ekki fyrir fögnuði.

    Ég setti inn komment hjá einum frambjóðanda sem er mjög neðarlega og ég var hreinlega krossfest. Ég eyddi commentinu og hef síðan passað að vera ekki að blanda mér í umræðu sem mér kemur í raun ekkert við.

    Ég styð mína konu, sem er Halla Hrund, og vona að hún nái kjöri.

    Það er mikilvægt að skoða hvað mykjudreifararnir vita í raun lítið um hvaða völd forsetinn hefur.  Stundum finnst mér eins og fólk haldi að forsetinn geta bara gert það sem honum sýnist varðandi lög og undirskrift þeirra.

    Ég held að málið sé heldur flóknara en það.

    Ofstækið hjá fylgismönnum sumra neðstu frambjóðendanna er hrikalegt.

    Umræðan minnir mig á Covid ofstækið sem enn þann dag í dag skýtur upp kollinum.

    Það sorglega er finnst mér, að þeir sem eru mest í skítkastinu vita líklega sáralítið um hvað þeir eru að tala og lepja upp eftir einhverjum þegar þeir finna eitthvað nógu viðbjóðslegt.

    Þetta er það sama með rasismann.

    Rasisminn þrífst góðu lífi í íslensku þjóðfélagi núna, kannski hefur hann alttaf verið og kannski kemur hann betur í ljós núna þar sem svo mikil þörf er á starfsfólki í störf sem eru láglauna og innfæddir Íslendingar líta ekki við.  Ég veit það ekki, en mér verður illt .

    Ólíkir menningarheimar mætast. Stundum verða árekstrar rétt eins og hjá venjulegu fólki af sama uppruna.

    Sumir útlendingar eru skrítnir og sumir Íslendingar eru líka skrítnir.  Allt er þetta bara  fólk og okkur líkar misvel við fólk, en þar kemur ekki við hvorki litarháttur eða uppruni.

    Fyrir ofan mig býr fjölskylda frá Sýrlandi og það er ekki gott fólk, en þau gætu alveg verið af öðru þjóðerni og verið jafn andstyggileg.

    Kallinn lítur mig hornauga þar sem ég passa ekki inn í hugmynd hans um konu sem býr ein.  Ég á í hans augum ekki að vera sjálfstæð og hann á að geta kúgað mig. Það hefur ekkert með það að gera að hann kemur frá öðru landi og er öðruvísi á litinn. Hann er einfaldlega frekur kall.

    Það búa nokkrir flóttamenn hér í bænum og þeir eru bara venjulegt fólk með aðeins aðrar hefðir en þeir innfæddu hér.

    Það búa hér nokkrir svartir menn og konur og þau eru áreiðanlega með ýmsar venjur sem ég hef ekki vanist en þetta fólk er ekkert að abbast upp á mig.

    Það býr Portúgalskur kall á hæðinni fyrir neðan mig og hann er viðbjóðsleg manngerð sem barði konuna sína í hakk og móður og dætur. Hann er innfæddur hér og það að engum líkar við hann , hefur ekkert með rasisma að gera. Hann er bara viðbjóðslegur karakter.

    Það sem ég skil ekki er rasismi.

    Kannski er ég rasisti þar sem ég er ekki aðdáandi kallsins frá Sýrlandi eða þess Portúgalska sem býr fyrir neðan.  Þessir 2 eru í huga mínum bara viðbjóðsleg kvikindi, sem kúga annað fólk, sérstaklega konur.

    Apríl er að enda og nýr mánuður á morgun.

    Ég verð fegin þegar kosning forseta er yfirstaðin. Þessar næstu vikur verð ég að passa mig að vera ekki að falla í gryfju samræðna við þá sem dreifa óhróðri.

    Hulda Björnsdóttir

    Ég veit ekki hvort ég er reið eða bara sorgmædd!

    20.04.2024

    Góðan daginn

    Það er komið á seinni hluta mánaðarins og eitt og annað áhugavert hefur gerst á Íslandi.

    Ný stjórn með BB í forsæti eru líklega stærstu tíðindin, eða hvað?

    Kata komin á toppinn í hópi forsetaframbjóðenda, samkvæmt einhverri líklega keyptri könnun, og allir búnir að gleyma því sem hún sagði 2017 úr ræðustól Alþingis og hvernig efndirnar voru svo þegar hún stökk frá sökkvandi skipi stjórnar sem hún hafði veitt forstöðu í 7 ár eða svo.

    Ég skil ekki hvað fólk hefur lélegt minni.

    Ég get ekki hugsað mér að sjá hana á stóli forseta og búandi á Bessastöðum.

    Mér finnst fólk sem kemur beint úr stjórnmálum eigi ekki að fá brautargengi í svona embætti.

    Hvernig á hún að geta tekið hlutlaust á málum þeirrar ríkisstjórnar sem nú starfar, sem er stjórnin sem hún yfirgaf fyrir nokkrum mánuðum? Er það hægt? Ég held ekki.

    Ég held að hún verði landi og þjóð ekki til heilla ef hún nær kjöri.

    Það sem ég hef séð til hennar á erlendum sjónvarpstöðvum er ekki fyrir minn smekk. Skæl borsandi þegar hún lýsti því á CNN í Covid hvað allt væri dásamlegt á Íslandi!

    Myndirnar á fundum með æðstu ráðamönnum heimsins þegar hún skellir sér í fimleika stöðu, enn og aftur skæl brosandi á meðan allt er að fara til fjandans á Íslandi, voru ekki til þess að auka álit mitt á manneskjunni. Ég skammaðist mín fyrir forsætisráðherrann!

    Elítan vill hana auðvitað á Bessastaði, ég skil það.

    Almenningur vill hana líka, eða að minnsta kosti sumir, og líklega sá almenningur sem tilheyrir eina prósentinu.

    Gengismálin eru annað sem mér þykir áhugavert að fylgjast með á Íslandi.

    Hvernig fara á með öryrkja er enn annað áhugavert.

    Um næstu áramót á að refsa þeim sem hafa flúið land og fá einhverjar tekjur frá Íslandi og borga skatta á Íslandi. Það á að taka af þessu fólki persónuafsláttinn. Er það löglegt? Hvað ætla félög eldri borgara að gera í málinu, og hvað með verkalýðsforystuna? Kemur þetta verkalýðsforystunni ekkert við?

    Hvað gengur ráðamönnum til?

    Ég skil þetta ekki. Lítur elítan aldrei til þess hvað það sparar ríkinu í raun mikið að þurfa ekki að sjá eldri borgurum og öryrkjum sem búa erlendis fyrir heilbrigðisþjónustu og félagslegum stuðningi?

    Hugsar elítan sem stjórnar landinu aldrei um heildar myndina?

    Líklega er máltækið „margur verður af aurum api“ sannmæli um vitlausu elítuna.

    Frjálshyggjan er á undanhaldi um allan heim en auðvitað skilur íslenska elítan það ekki. Þar er bara hugsað um að maka eigin krók og gefinn skítur í fátæka, sem eiga helst að drepast sem allra fyrst, svo ekki þurfi að hlusta á ruglið í þessu fátæka liði.

    Ég skil ekki hvernig fólk getur kosið aftur og aftur og aftur og aftur, sama sukkið í almennum kosningum.

    Ég er líklega að verða kommi, kannski hef ég alltaf verið kommi!

    Ég verð æf þegar ég hlusta á núverandi elítu æða áfram í lyginni og blekkingunum og hluti hinna lágu fellur á kné í tilbeiðslu.

    Ég hlusta aldrei að RUV og les ekki Moggann.

    Ég er líklega kommi því ég hlusta oft á Samstöðina sem mér þykir áhugaverður miðill og þar eru mál rædd almennilega.

    Í morgun, eins og venjulega á laugardags morgnum, var enn eitt dásemdar viðtalið. Ég hvet ykkur til að hlusta á þessa nýju stöð. Það getur vel verið að þið séuð ekki alveg sammála öllu sem þar kemur fram en með því að hlusta kemur kannski í ljós annar vinkill á sum mál.

    Mér finnst gott að hlusta á samtölin á Samstöðinni og þau gefa mér einhverja von um að kannski séu þær raddir að hola steininn.

    Stundum eru sjallar með í hópnum sem verið er að ræða við og þar er ekki um uppbyggjandi tal að ræða. Mér verður illt að hlusta á hrokann og hvernig þeir tala einhvern vegin allir eins. Stundum gefst ég upp á þeim en stundum læt ég mig hafa það því þeir eru partur af spillingunni og nauðsynlegt að vita hvernig hún hagar málflutningi sínum, en hrikalega er sárt að hlusta á hvað allt er dásamlegt í þeirra augum, á meðan svo margir svelta.

    Ég skil ekki hvers vegna almúginn rís ekki upp á Íslandi. Hvað varð um alla baráttuna sem einu sinni var? Hvað var það sem hefur drepið baráttuviljann? Er það óttinn við alræði eina prósentsins?

    Ég get ekki sagt mikið um hvernig ætti að berjast því ég flúði land fyrir mörgum árum en á þó það inni í hjartanu að einu sinni fyrir mörgum árum árum þegar ég var ung var ég í harðri baráttu fyrir bættum kjörum einhverra!

    Ég er á seinni helmingi ævinnar og veit ekkert hvað hún verður löng en ég mun aldrei stíga fæti á Ísland í þessu lífi en ég held því fram að ég eigi rétt á að hafa skoðun og láta hana í ljós þar sem ég fæ eftirlaun frá Íslandi þar sem ég starfaði mest alla ævina og greiddi skatta og gjöld og vann mér inn réttindi til að eiga áhyggjulaust ævikvöld!

    Þetta áhyggjulausa ævikvöld er líklega ekki fyrir almúga eins og mig í nútíma firringu elítunnar á Íslandi.

    Áhyggjulausa ævikvöldið er fyrir elítuna og við hin getum étið það sem úti frýs og eigum að láta aðalinn í friði í sínum glerhúsum.

    Er þetta ekki dásamlegt?

    Ég er auðvitað vanþakklát, ég veit það.

    Vonandi rís almúginn upp og ég trúi því ekki að sjöllum takist að koma KJ á Bessastaði en ég er hrædd um að svo verði.

    Hulda Björnsdóttir

    Hverju þarf ég að klæðast í ræktinni?

    2. apríl 2024

    Mér datt það svona í hug!

    Getur verið að sumum finnist erfitt að fara í líkamsrækt vegna tísku þeirra sem fyrir eru?

    Ég horfði á stúlkurnar sem voru að koma í ræktina þar sem ég er og þær voru í hinum ólíklegustu fallegu æfingafötum. Sumar voru í mjög góðu formi og líkaminn líklega fullkominn!

    Það er tíska í íþróttafötum fyrir konur.

    Ég hef ekki séð neitt líkt hjá köllunum, en kannski hefur það bara farið fram hjá mér.

    Allavega, þá er þetta umhugsunarefni, finnst mér.

    Ég viðurkenni að ég hef verið að líta í kringum mig og athuga hvort ég fyndi eitthvað sem ég gæti notað í staðin fyrir gömlu fötin sem ég hef verið í líklega ein 13 ár eða svo!

    Ég hef séð eitt og annað en einhvern vegin höfða þessi tísku íþrótta föt ekki til mín.

    Mér líður vel í gömlu buxunum mínum og þegar er kalt er ég bara í frekar þunnum leggings innan undir og cashmear hlýjum sokkum sem ná upp á miðja kálfa þegar ég bretti niður!

    Ég get hins vegar vel skilið að sumum finnist þeir utan gátta ef þeir geta ekki fylgt tískunni í ræktinni.

    Ég man að fyrir mörgum árum las ég viðtal þar sem kona sagðist ekki fara í ræktina vegna tísku brjálæðis sem þar væri.

    Ástæða þess að ég hef verið að velta þessu fyrir mér núna er að ein sem ég hef fylgst með í langan tíma í ræktinni var skyndilega komin í öðruvísi klæði en áður.

    Hún var komin í tískuna, búin að skipta um allt!

    Hún er hetja sem hefur verið að glíma við allt of mörg kíló og er núna að ná verulegum árangri með þrotlausri vinnu. Ég gladdist með henni þegar ég sá hana í nýja búningnum og hún er svo miklu hamingjusamari þessa síðustu mánuði en áður.  Það er það sem þrautseigja og góður árangur gefa fólki.

    Ef fötin skipta fólk máli þá er það gott og gilt.

    Ég er bara að velta fyrir mér hvað það eru margir sem virkilega þurfa að fara í líkamsrækt og hafa kannski ekki efni á því að fylgja tískunni.

    Ég hef alltaf farið mínar leiðir í fatavali og ekki fylgt tísku sem tilheyrir aldri eða aðstæðum.

    Mér finnst gaman að eiga falleg föt og vel þau eftir mínu höfði. Sumir gætu ef til vill sagt að ég sé ekki sérlega smekkleg stundum og það er í fínu lagi.  Ef mér líður vel í því sem ég klæði mig í , þá er tilganginum náð.

    Ég ætla að halda áfram að nota gömlu buxurnar mínar í ræktinni og þegar fer að hlýna fara leggings og casmere sokkar í geymslu þar til næst verður kalt.

    Það er frelsi að geta verið eins og manni líður best.

    Þegar ég byrjaði þjálfun eftir að hafa verið í nokkra mánuði að jafna mig eftir pacemaker aðgerðina og fékk leyfi til þess að fara að þjálfa aftur þurfti ég að verða mér úti um víða boli því ég þoldi ekki að neitt kæmi við staðinn þar sem skurðurinn var.

    Núna er ég orðin svo vön tækinu að ég get farið að vera í bolum sem koma við mig og þá þarf ég að finna eitthvað fallegt til þess að skipta yfir í!

    Það verður áhugavert að sjá hvernig til tekst því mikið er til í búðunum sem gæti passað.

    Niðurstaða mín er líklega að ég sé bara fín eins og ég er og að ég þurfi ekki að fylgja tísku líkamsræktarstöðva, heldur þeirri tísku sem mér líður vel í, jafnvel þó hún sé sérsniðin að mér sjálfri!

    Svona er lífið einfalt þegar að er gætt!

    Hulda Björnsdóttir

    The last day of the past! Just a thought in the morning

    31st of March 2024

    It’s the last day of March. The rain has not arrived yet this day but we have got a lot of it in my little land and even snow.

    This is just normal and when Icelandic people tell other Icelandic people about the weather here, they usually say it’s always hot!  That is not true. We have cold winters and sometimes the summer doesn’t arrive until June or July, then I’m talking about the extreme heat.

    This month has been good for me.

    I have been stronger every day, slowly but steadfast, moving towards perfect health.

    Going to the gym and having my personal trainer to help me and encourage me when I feel totally useless. One day last week I was seriously tired when I arrived in the gym and he saw that I could not make a normal training. He changed the plan and let me do some fun playing and that made me happy. Throwing a ball into something does not seem to be anything but it strengthens the shoulders and arms. Doesn’t seem a lot but it is.  When I managed to hit the things, I felt the happiness. Happiness comes from inside, as I have so often said.

    I am thinking about the people in Grindavik, who had to evacuate from the town because of the eruption.

    Having to leave your home and not seeing any future other than move somewhere else is emotionally difficult. There are people all ages who lived in the town and now they are spread all around the country.

    The pain must be unbearable.

    It is sad to see some of the trolls on Facebook, belittle the pain and mocking the elderly for talking about their pain and how they feel when packing their belongings and looking at empty walls when all the pictures have been taken down.

    Leaving your home is painful.

    Sadly, there are some people who have no empathy in their hearts.

    These days I am preparing my tax report here in Portugal and have to change Icelandic kronur to euros. I should do this every month when I transfer my pension but have not done it, so now I am reaping as I sowed.

    This year will be different. I’ll be good and make the change every month, put it in my computer and have everything ready the first days in January next year! I promise myself!

    The Syrians are trying to sell the apartment above me and I hope they will be successful. The problem is they are asking for too much!

    This winter I have used my fireplace when needed and now I am able to carry the wood upstairs myself. The bags are about 10 kilos and it’s a great training.

    My mind is at easy this day when I look forward to next month.

    The clock changed this night and I was a confused individual when I woke up this morning. My mind is not happy when we change the time but it gets better after 2 or 3 weeks.

    I listened to an interview with an Icelandic woman yesterday and it felt so good to hear the beautiful language she is using.    The language is losing the battle to stay as it was and I remembered when I was young and my mother told me “speak Icelandic” when I was using some new words.  She would not be happy with the situation now.

    Last month I went to London to renew my passport and spoke Icelandic with the people in the embassy. I don’t speak Icelandic often and it came as a surprise that I was not as fluent speaking as I am writing.

    Living abroad does affect the fluency and the sound is not as easy as before. This is ok because I am never going back, its just something I did not expect.

    Life is full of challenges and I am lucky to have the life I chose and can be with those I love the last chapter of a long life.

    Age is just a number as I often say. I am lucky to be gaining my health again and I can take care of myself with my mindset, my exercise, my food and most of all  the people around me.

    Friends are the diamonds of our lives.

    Let’s spread happiness around us every day.

    Let´s surround us with people who nourish our souls.

    Have a great Easter day, full of love and light.

    Hulda Björnsdóttir

    Just a thought for today!

    16th of March 2024

    What is happiness?

    I have been thinking about this for some time and trying to figure out what would be the road to happiness.

    It does not mean I am unhappy. I am content in my own skin and at ease with my life as it is.

    There are ads on the social media hammering us with the way we should be happy.

    If we are overweight, we can, according to the ads, loose 15 kilos in few weeks and they put pictures before and after!

    How can you loose 15 kilos in a short time and your skin is firm?

    It does not make any sense but people believe it.

    If you drink some miracle drink for 6 weeks your body will be perfect!

    All this nonsense is pushing some people into the dept of desperation because the ads does not seem to work on them and they still have the extra weight even after weeks of trying.

    In my opinion there are no quick solutions.

    I don´t need to lose weight but I need to get stronger and there is no pill or drink that can help me. I need to train my body and gain muscles by hard work.

    Going to the gym and walking as well makes me stronger but it is no short cut. Its work every week and for the rest of my life.

    I am lucky, I can afford to have a personal trainer to help me and for me that makes the difference.

    I trust him with my training and I just follow his advice.

    There are many people who don´t have the same opportunity as I do but that does not mean they can’t take care of their health.

    Eating healthy food is number one.

    Exercise is some form every day is number two.

    Walking is a good training for elderly people if they don´t want to or can´t go to a gym.

    As our bodies, just like cars, need more attention to keep healthy when the years we have in our bags get more.

    Looking at your car you perhaps see when it need maintenance and you take it to the mechanics and they take care of the oil, the filters, the water and so on.

    The same is about the body. If you take good care of it, you are making a better health for yourself as long as you live.

    If you neglect the maintenance of your body, it will not be happy with you!

    Even if you have some health problems, never give up. There is always a road ahead to make life better and healthier, you just need to figure out what would be best for you.

    Don´t sit down on your sofa waiting for it all to be ok on its own.

    Take care of your mental health as well. Be grateful for every day when you wake up. Remember there are many who don’t have that privilege, waking up every morning.

    Living your life is your responsibility.

    Happiness is inside yourself, and does not depend on someone else.

    Love yourself and make you happy.

    If you do this your life will be meaningful and beautiful.

    There are always some clouds but the sun does come out as well and shine on your effort and make you feel loved!

    Live life alive!

    Make the light from you shine around you and on your fellow human beings.

    Chose what is best for you and then you will be able to shine on those who mean a lot to you.

    Hulda Bjornsdottir

    Bófaflokkurinn tekur völdin í FEB

    25. febrúar 2024

    Bófaflokkurinn heldur áfram að safna að sér völdum.

    Núna er hann búinn að taka yfir stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.

    Smalað var á aðalfundinn og kosinn formaður sem hefur aldrei verið í félaginu og veit líklega sáralítið um málefni venjulegra eldri borgara.

    Bófaflokkurinn heldur ekki vatni yfir því hvað þessi yfirtaka hafi verið lýðræðisleg og öllum til gæfu.

    Þeir halda áfram að maka krókinn og passa upp á að ekki verði neitt gefið eftir í sveltistefnu venjulegra eldri borgara, sem samkvæmt kenningu bófaflokksins hafa allt of mikið á milli handanna og lífsnauðsynlegt að herða sultarólin enn frekar.

    Aumingjarnir í LEB gera auðvitað ekkert og formaðurinn þar er sæll með sig og líklega mun Framsókn, litli bófaflokkurinn, sem langar svo ægilega að vera með, láta formanninn  í LEB spila með bófaflokknum í FEB

    Þetta er auðvitað hlægilegt ef það væri ekki svo grafalvarlegt.

    Þjóðfélagið er rotið í gegn og bófaflokkurinn kominn í kosningaham og otar sínum pota hvar sem tækifæri gefst.

    Nú er markmiðið að drepa alla óþæga eldri borgara úr hungri og vosbúð.

    Takist það þá eru í sama flokki erlendir ríkisborgarar, hvaðan svo sem þeir koma og hvort sem þeir eru til þess að vinna í ferðaþjónustunni og moka að rassi bófanna eða að þeir eru flóttamenn í leit að hæli fyrir öskrandi bissukúlum og sprengjum.  Allt þetta óþarfa lið skal tekið af lífi að mati bófaflokksins og Samfylkingar frúin er komin á sama stað.

    Ég hef sagt það áður og segi það enn, frú Kristrún mun fara í eina sæng með bófaflokknum.

    Rasistarnir eru með glýju í augunum og bófinn fer á undan með fordæmi um rasíska umræðu.

    Land sem var friðsælt og þar sem virtist vera manngæska í fyrirrúmi, alla vega annað slagið, er nú orðið að einu versta rasistabæli sem þekkist.

    Allt er nú komið á fleygiferð í kosningabaráttu og meira að segja frú FF er búin að sýna sitt rétta andlit og afhjúpa rasismann í sér.

    Fólk er fífl og mun veita bófunum brautargengi og allt mun fara til fjandans á landinu sem útlendingar halda að sé svo heilagt og dásamlegt.

    Þeir sem ala á rasisma eru glæpamenn og ekkert annað.

    Þetta er mín skoðun.

    Hulda Bjornsdottir

    Ísland og manngæska!!!!

    23. febrúar 2024
    Það hvílir margt á mér þessa dagana.

    Rasisminn á Íslandi er ógeðslegur.

    Ég skil ekki hvernig þetta getur gerst í landi sem er sæmilega upplýst.

    Það er sorglegt að hugsa til þess að auðvaldið hafi gegnsýrt allt og almenningur liggi flatur í duftinu.

    Nú er bófaflokkurinn búinn að yfirtaka stjórn FEB og það hefur verið eitt öflugasta baráttufélag fyrir eldri borgara.

    Nú ættu þeir sem vilja mótmæla hreinlega að segja sig úr félaginu ef þeir vilja gera eitthvað í málinu.

    LEB er vita gagnslaust líka. Þar er ekki sjáanlegt neitt sem skiptir máli fyrir þá sem eru ekki í ríkasta genginu.

    Ég er ekki oft orðlaus en það liggur við að mig skorti kjark til þess að segja það sem mér býr í brjósti.

    Að taka persónuafslátt af þeim Íslendingum sem búa erlendis er gjörð sem ætti að fá allar bjöllur þessara samtaka LEB og FEB til að hringja stöðugt en þær eru að mestu steinþegjandi, alla vega hef ég ekki séð neitt frá þeim.

    Hvaða ógeðslega mannvonska stjórnar því að taka persónuafslátt af þeim sem búa erlendis? Hvað liggur að baki svona ákvörðunar? Hvað mun FEB og LEB til dæmis gera til þess að snúa ofan af þessu ódæði? Þó þessari aðgerð hafi verið frestað til 2025 þá er tíminn fljótur að líða og áður en við snúum okkur við er 2025 komið.

    Ég hreinlega skil ekki hvernig fólki datt þessi fádæma mannvonska í hug. Hvaða rök eru fyrir því að þó að íslenskir öryrkjar og eldri borgarar ásamt einhverjum fátækum flytji til landa þar sem hægt er að hafa mat á diskinum alla daga og þak yfir höfuðið allt árið, að refsa þeim og láta þá sitja við annað borð en þeir sem lepja dauðann úr skel á skrípaskeri?

    Ef fólk hefur unnið á Íslandi og sparað í lífeyrissjóði samkvæmt lögum hlýtur það fólk að sitja við sama borð og aðrir í skattkerfi landsins, jafnvel þó það fái greitt lífeyri að hluta frá TR. Þetta fólk vann sér inn réttindi og eru íslenskir ríkisborgarar.

    Meira andskotans pakkið sem stjórnar landinu og makar svo eigin krók með milljörðum á milljarða ofan.

    Ég skil ekki hvernig þjóðin getur leyft bófaflokknum að blómstra aftur og aftur jafnvel þó hann tapi fylgi þá rís hann alltaf upp og legst í eina sæng með “visntrinu” sem tekur honum opnum örmum.

    Ég hef sagt það lengi að ég er sannfærð um að nýr formaður Samfylkingar muni fara í þessa ótrúlegu sæng sem VG liggur nú í.

    Nú verð ég líklega tekin af lífi hér!

    Ég hef ekkert á móti persónunni sem nýi formaðurinn er. Ég þekki hana nákvæmega ekki neitt persónulega.

    Það sem ég hef heyrt til hennar og séð á prenti finnst mér allt stemma við bófaflokkinn.

    Þetta er mín skoðun og ég vona svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér.

    Þið megið hafa hvaða skoðun sem ykkur sínist fyrir mér og ég ætlast til þess að hér á minni síðu fái ég að haf mína skoðun.

    Ég gæti haldið áfram í allan dag að Argast en þetta er gott í bili.

    Ég stend við orð mín og þau eru mín skoðun og allir mega hafa þá skoðun sem þeim sýnist í friði fyrir mér.

    Hulda Bjornsdóttir

    Traveling to London

    6th of February 2024

    Tomorrow I am going to travel.

    I´m excited,

    This is the first time I travel by plane after I got the pacemaker in June
    last year.

    I know what I cannot do and what I can do but I needed assistance at the
    airport to make sure I will not be put into the scanner!!!

    The easiest way was to call the flight company and that was what I did. The
    reply was amazing and helpful and now everything is ready.

    My suitcase is ready to go down to my car because she and I are going to
    drive to Porto early tomorrow morning.

    I was overjoyed when I realised that I will be in London when the Chinese
    New Year begins, the 10th of February. I cant wait to see my friends in
    Chinatown and all the wonderful decorations.

    Eating Chinese food, proper Chinese food for 6 days is a gift!

    The reason I am flying is renewing my passport.

    I am going to stay in the hotel that was my second home for some years when
    I was for a treatment for the skin cancer.

    It feels good to know everything and be able to walk around and enjoy the
    different culture and breath in the air in my favourite city.

    I will be 8 days in the city and thereof 2 days go into traveling back and
    forth.

    This is what I don´t like about flying. It is too time consuming. Several
    hours at the airport and getting to the airport. The its again several hours
    when you leave. My flight form London is 9.45 and I have to leave the hotel
    quite early.

    I’m planning to take the express to and from the airport.

    OMG I am so excited and well prepared. Everything will be different and the
    celebration in Chinatown will bring back my beloved China!

    The next time I write something here I will be home from the journey full of
    energy and excitement.

    I hope you all have a great day and enjoy the world around you. My next trip
    will be somewhere around my little land. I have not been able to travel there
    for some time and now the time is coming.

    Life is perfect and I’m grateful for every moment.

    Hulda Bjornsdottir