Jóla Bónus! auka bónus fyrir fátæka

20.desember 2025

Nokkrar hugleiðingar varðandi jóla bónus, auka bónus til öryrkja og eldri borgara.

Ég hef nú hlustað á umræðu vegna atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi.

Þar tóku til máls bæði stjórn og stjórnarandstaða og voru auðvitað ekki á sama máli.

Það sem vakti athygli mína var að fram kom hjá Rósu Guðbjarts að tekjuháir einstaklingar fái þennan bónus, jafnvel þeir allra tekjuhæstu og allavega einhverjir með milljón á mánuði.

Nú spyr  ég:

GETUR ÞAÐ VERIÐ AÐ ÞEIR SEM ERU MEÐ ÞEIM ALLRA TEKJUHÆSTU Á ÍSLANDI SÉU AÐ FÁ GREIÐSLUR FRÁ TRYGGINGASTOFNUN, ÞÁ LÍKLEGA Í FORMI ELLILÍFEYRIS?

Ég bara spyr.

Getur það verið að þeir sem eiga fyrirtæki og borga sér lágmarkslaun séu að fá greiðslur frá almannatrygginga kerfinu á Ísland?

Ég þekki einhver dæmi þess, en ekki mörg!

Þegar Rósa benti á þetta voru svörin að þetta væri nú allt í lagi því ef einhver fengi og ætti ekki að fá þá yrði það bara leiðrétt!

Svo malaði stjórnin um að þetta væri fyrir þá tekjuminnstu, minnstu bræðurna!

Mér er illt.

Ég heyrði engan minnast á að þeir öryrkjar og eldri borgarar sem tilheyrðu þeim minnstu og hafa flúið land til að komast af fengju ekkert!

Nei það var ekki neitt sem skipti máli:

Allt í kringum þetta mál er ömurlegt.

Ég skil að FF þurfi að peppa sig upp með einhverju og auðvitað þurfa hinir flokkarnir að halda peppinu uppi til þess að stjórnin lognist ekki út af!

Ég hef hreint ekkert á móti því að öryrkjar og fátækir eldri borgarar fái einhverjar bætur en þegar farið er mata hinu ríku þá reiðist ég.

Að ég tali ekki um fólkið sem býr erlendis og borgar skatta á Íslandi bæði öryrkjar og eldri borgarar, sitji ekki við sama borð og þeir sem hanga á hor riminni á Íslandi

Það er með ólíkindum að hlusta á stjórnarliða í þessum umræðum. Mér finnst þeir tala einkennilega.

Það er flott að setja upp helgislepjuna rétt fyrir jólin og fara svo í frí.

Þar sem ég er með 250 þúsund frá lífeyrissjóði á mánuði hefði ég aldrei fengið þennan bónus og þar sem ég bý erlendis er auðvitað ekki möguleiki að mér hefði verið sendur þessi glaðningur.

Flokkur fólksins er í frjálsu falli sýnist mér.

Inga ber sér á brjóts.

Og unir sæl við sitt.

Rétt aðeins um eldri borgara;:

Nú hefur Jóhann Páll stigið fram og sagt að við eldri borgarar séum að fá hækkað frítekjumark!

Já, það er rétt, nokkrar krónur koma um áramótin. Frú Kristrún hefur líka farið fögrum orðum um gjörninginn.

Á þremur árum á frítekjumarkið að hækka smátt og smátt og enda í 60 þúsundum!

Á þremur árum!

Öryrkjar fengu á einu bretti 100 þúsund króna frítekjumark plús 250 þúsund minnir mig vegna atvinnutekna ef þau geta unnið.

Eldri borgarar eru fyrir, þau eiga að halda sig á mottunni og ekki vera að væla.

Það eru skilaboðin.

Ef þú ert almennur eldri borgari, eins og ég til dæmis, sem hefur safnað í lífeyrissjóð alla æfi og borgað skatta á Íslandi alla þína starfsævi, 40 ár eða meira, þá skaltu halda KJ og ekki vera að belgja þig.

Mér er eiginlega hætt að bregða eða verða hissa.

Ég ætti að biðja háttvirta ríkisstjórn og þingheim allan afsökunar á því að ég skuli eldast með hverju árinu og gæti hugsanlega verið á lífi áratug eða meira. 

Mikil er skömm þeirra sem sitja við stjórnvölinn.

Eldri borgarar, náttúran, auðlindirnar og fleira, sem ekki er verið að sýna alúð, verður líklega þessari stjórn að falli.

Einhver ætti að spyrja hvaðan peningar eru teknir til að lappa upp á ríkisfjármálin.

Hefur eitthvað breyst frá því að Kata og co stjórnuðu?

Sumir ráðherrar töluðu glatt um félagsleg réttindi áður en þeir settust í stólana en eru nú komnir með geislabaug og skítsama um óþægilegan almenning.

Hulda Björnsdóttir

Hvað er eftir þegar skatturinn er búinn að taka sitt?

29. september 2025

Nokkrar áhugaverðar staðreyndir

Ég gef mér að viðkomandi búi einn eða ein

Annars vegar eru tekjur frá lífeyrissjóði 800 þúsund á mánuði og hins vegar eru tekjur 400 þús frá lífeyrissjóði og 400 þús fjármagnstekjur

Í þriðja dæminu eru heimilisaðstæður þær sömu en tekjur frá lífeyrissjóði eru 259.000

Samanburðurinn leiðir í ljós að sá tekjuhærri hefur 530.706 í ráðstöfunartekjur á mánuði en sá tekjulægri er með 451.424 þúsund á mánuði

Mismunurinn er 530.706 mínus 451.424 = 79.282

eða ef fjármagnstekjur eru hjá þeim hærri (ef hann hefur 400 þúsund í fjármagnstekjur og 400.000 í lífeyrissjóð) 589.986 mínus 451.424 = 138.562

Sá tekjuhái fær það sama frá TR. 3.946 eftir skatt hvort sem hann fær 800 þúsundin bara frá líf eða hvort helmingur er líf og helmingur fjármagnstekjur

Mismunurinn liggur í því að skattur er lægri hjá þeim með fjármagnstekjurnar

Samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt

530.706 kr.

á mánuði

6.368.472 kr.

á ári

Þar af greiðslur frá TR

3.946 kr.

á mánuði

47.352 kr.

á ári

Samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt

589.986 kr.

á mánuði

7.079.832 kr.

á ári

Þar af greiðslur frá TR

3.946 kr.

á mánuði

47.352 kr.

á ári

Samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt

451.424 kr.

á mánuði

5.494.731 kr.

á ári

Þar af greiðslur frá TR

273.983 kr.

á mánuði

3.365.439 kr.

á ári

Ég hvet ykkur til að fara inn á vef tr.is og skoða málið frá ýmsum hliðum

Hulda BJörnsdóttir

Hvað er hægt að gera?

28.sept.2025

Já hver skollinn!

Hér eru upplýsingar úr ársskýrslu TR fyrir árið 2024

“Á árinu 2024 fengu 44.470 einstaklingar ellilífeyri, sem er langstærsti greiðsluflokkurinn. Stærsti hópurinn sem fékk greiðslur ellilífeyris frá TR á árinu 2024 er á aldrinum 70-79 ára eða tæplega 24 þúsund einstaklingar sem er 84,5% af þeim aldurshópi sem búsettur er á Íslandi.”

44.470 einstaklingar sem fá greiddan ellilífeyri frá TR í hverjum mánuði

Ég veit ekki hvað það eru margir íslendingar á aldrinum frá 65 og uppúr

Einhver getur svarað því.

En þegar Ráðherran talar um að ellilífeyrisþegar sé sá hópur sem hafi það einna best í þjóðfélaginu skv. Frétt á Vísi, þá spyr ég hvort þessir 44.470 einstaklingar séu í þeim hópi sem hann talar um?

Jóhann Páll !

Hvaðan hefur þú þessar upplýsingar?

Eru það þessir 44.470 einstaklingar sem þú ert að tala um?

Ég er í þessum hópi og get ekki séð að ég væri í hópi þeirra sem best hafa það ef ég byggi á Íslandi.

Ég gerðist fjárhagslegur flóttamaöur fyrir áratugum þvi ég sá fram á að ég mundi ekki geta lifað mannsæmandi lífi þegar ég færi á eftirlaun á íslandi.

Þar sem ég bý í landi sem er hagstætt varðandi verðlag og þjónustu þá hef ég það ágætt en byggi ég á Íslandi væri ég dauð úr hungri fyrir löngu.

Fullyrðingar þínar Jóhann Páll eru ótrúlegar. Ég hélt að þú værir með þessi mál nokkuð á hreinu, eins og þegar þú varst í stjórnarandstöðu og við áttum stutt samskipti þá í emailum.

Ég sagði þá að ég væri hrædd um að viðhorf þitt mundi breytast þegar og ef þú kæmist í stjórn, og sá ótti minn hefur samkvæmt þessu komið fram.

Meðaltöl eru vinsæl hjá stjórnarliðum og hafa alltaf verið en þú sagðir um árið að prinsippin breytturst ekki við að setjast við stjórn landsins!

Að birta meðaltöl og fullyrða að við höfum það líklega harla gott er móðgandi.

Það eru forríkir auðmenn á íslandi og hálauna fólk sem er inni í þessum meðaltölum og þess vegna heldur þú að allt sé svo voða gott!

Vitið verður ekki sett í askana.

Exelskjöl – meðaltöl – fagurgali fyrir – og fagurgali eftir er tvennt ólíkt.

Raunveruleikinn er ekki svona, hann byggist á bláköldum staðreyndum en ekki meðaltals exelskjölum.

Ég er ekki einu sinni reið.

Ég er ógurlega hrygg og vonsvikin að einn af þeim fáu sem ég hafði trú á og ég veit að er ljónvel gefinn og klár, skuli hafa dottið ofan í pott fagurgala og exel!

Það litla sem ég hef frá lífeyrissjóði er skert eftir 36.500 og tekið 45% af því sem eftir er og svo þarf að borga skatta.

Öryrkjar hafa 100 þúsund krónu frítekjumark og bilið milli þessara hópa breikkar og eldri borgarar dragast aftur úr EINS OG ALLTAF. Það er engin ástæða til þess að vera að hlaða undir þetta gamla lið!

Líklega ræður þú engu um þetta Jóhann, það virðist vera að hver og einn ráðherra geri það sem honum sýnist og Ingu er skít sama um eldri borgara og hefur alltaf verið.

Hún á engra hagsmuna að gæta þar.. búin að koma sér fyrir á efturlaunum ráðherra og hættir um næstu kostningar, eða það hefur hún sjálf gefið út í einhverju viðtali sem ég sá . Eiginhagsmunapotið er ógeðslegt.

Ég er búin að gefa upp alla von og líklega kemur sjalla liðið aftur fljótlega þegar ríkisstjórnin springur og þá þarf ekkert að vera að gera sér vonir um réttlæti fyrir þá sem eru eldri og ekki í elítunni.

Æi, ekki fara að bera á borð fyrir mig að frítekjumark okkar eigi að hækka! Munurinn er á milli 36.500 og 100.000. og enginn þarf að segja mér að sá munur verði leiðréttur.

Stefnan er að taka frá þeim eldri og fleira láglauna fólki til þess að fjármagna öryrkja frumvarpið. Það sjá þetta allir, nema líklega ríkisstjórnin.

Hulda Björnsdóttir

Öryrkjar koma betur út en eldri borgarar í nýju kerfi-bilið breikkar

28.09.2025

Það er eiginlega vonlaust að taka þátt í kommentum við suma.

Ég nenni ekki að eyða tíma mínum í það en hér eru þær upplýsingar sem ég tel bestar og glænýjar af vef Tryggingastofnunar.

Það er auðvelt að fara inn á tr.is og skoða þar hvernig málin standa.

Að bera saman Öryrkja og eldri borgara leiðir eftirfarandi í ljós skv. Reiknivél TR

Eldri borgari sem býr einn og hefur 200 þúsund krónur á mánuði frá Lífeyrissjóði fær frá TR krónur 298.635 eftir skatt

en öryrki í sömu stöðu fær frá TR krónur 364.386 eftir skatt

mismunur er krónur 65.751 skv. Reiknivél TR eftir skatta

Ráðstöfunartekjur Eldri borgarans eru 435.655 eftir skatt (– Lífeyrissjóður +TR)

Ráðstöfunartekjur Öryrkjans eru krónur 501.406 eftir skatt (  Lífeyrissjóður +TR)

Mismunur 65.751 öryrkjanum í hag eftir skatta samkvæmt reiknivél TR

Ef ég set inn aðeins aðra tölu í tekjur frá Lífeyrissjóði og hef þær 259.020

Þá er dæmið svona, miðað við sömu forsendur báðir búa einir

Eldri borgarinn : Frá TR  273.975 eftir skatt

Öryrkinn : Frá TR 344.081 eftir skatt

Heildarlaun eldri borgara á mánuði eftir skatt (Líf + TR : 451,,430)

Heildarlaun öryrkjans á mánuði eftir skatt (Líf + TR – 521.536)

MIsmunur öryrkjanumu í hag kr. 70.106

SÖMU TEKJUR, SÖMU AÐSTÆÐUR

NIÐURSTAÐAN ER SÚ AÐ ÞVÍ HÆRRI TEKJUR SEM ERU ÞÁ KOMA ÖRYRKJAR BETUR ÚT OG BILIÐ BREIKKAR ÖRYRKJUM Í HAG.

Burt með eldri borgara

9. september 2025

Þá er september kominn og ríkisstjórnin búin að birta fjármalaáætlun

Sitt sýnist hverjum og margir gagnrýna niðurskurð.

Ég hef ekki lesið áætlunina og læt öðrum færari um það.

Niðurskurður, niðurskurður og niðurskurður sá ég rætt í einhverjum þætti í gærkvöld og fóru þáttastjórnendur mikinn..

 Auðvitað verður að skera niður. En það er líklega alveg sama hvað skorið er niður, það verða alltaf háværar raddir um að þetta sé nú allt vitlaust.

Ég sá ekki betur, eða heyrði í gær að nú væri ríkisstjórnin fallin!

Hvað gengur þessu fólki til ?

Kannski væri best fyrir spekingana að koma með beinharðar tillögur í stað þess að hrópa bara til að hrópa.

Getur þetta fólk ekki argað á ótrúlegar greiðslur sem falla til þeirra sem teljast þingmenn og eru ekki að störfum og staddir jafnvel í öðrum löndum að leika sér eða læra eða guð má vita hvað?

Öryrkjar hafa fengið einhverja bót sinna mála, sumir að minnsta kosti og ef þeir fara út að vinna, sem er líklega markmiðið þá spyr ég? Er mikið úrval af fyrirtækjum sem vilja taka öryrkja í vinnu?

Kannski er fullt af góðum fyrirtækjum sem ráða fólk í hálft starf eða minna og umbera jafnvel þó fólkið þurfi að vera í veikindaleyfi annað slagið.

Það að vera öryrki getur ekki verið vottorð um fulla starfsgetu.

Eldri borgarar voru auðvitað skildir eftir og dragast enn lengra aftur úr en það gerir ekkert til, þetta fólk fer hvort sem bráður að drepast og þarf ekkert að vera  að púkka upp á svoleiðis lið.

100 þúsund króna frítekjumark hjá öryrkjum en 36,500 hjá venjulegum eldri borgurum.

Auðvitað er þetta öðruvísi hjá eldri sem eru að vinna og að ég nú ekki spyrji um þá sem hafa efni á að taka bara hálfan ellilífeyri. Það er sko ekki þetta jarmandi fátæka gamla lið!

Ég er reið en ekki hissa. Ingu er nokk sama um þetta eldra lið sem endalaust suðar.

Hennar fólk er sko öryrkjar, enda er hún í þeirra flokki, hálfblind og enga bót þar að fá.

Fólkið okkar segir hún og gefur fingurinn í áttina að gamla liðinu.

Ég hef sagt það áður og segi það enn: það kæmi mér ekki á óvart að hún lappaði upp á ellilífeyri fyrir þá sem voru öryrkjar.

Hún hættir sjálfsagt eftir þetta kjörtímabil, eða það hefur hún gefið í skyn, og þá fer hún á eftirlaun sem eru allt önnur en hún hefði fengið ef hún væri þá bara venjulegur eldri borgari.

Mér dettur í hug að kannski ætti hún og hennar lið að gera gangskör að því að lækka sporslur og jafnvel kaup þingmanna og ráðherra og efsta lagsins í stjórnsýslunni.

Það er hugsanlega hægt að spara eitthvað þar, en margt smátt geri eitt stórt!

Nei, nei, nei, nei

Það gengur ekki að taka af launum þeirra hæstu, hvað er eiginlega að mér? Auðvitað verður áfram að vera hægt að fara til útlanda í nám og vera á framfæri ríkisins og fá á örfáum mánuðum 3 milljónir í vasann fyrir að hafa flutt og vera kannski í skóla líka!

Göð hvað þetta er dásamlegt!

Ég er líklega reið í dag.

Guð blessi elítuna alla.

Hulda Björnsdóttir

Nýja kerfið 1.sept. fyrir öryrkja og bútasaumurinn heldur áfram

30.ágúst 2025

Nú er nýtt kerfi að taka gildi vegan greiðslna frá TR til öryrkja og ekki alveg allt sem sýnist.

Það virðist brenna við þegar lögum um almannatryggingar og þeim tengdum reglugerðum er breytt, sé einhverra hluta málið ekki skoðað til enda.

Ég velti fyrir mér aftur og aftur hvers vegan þetta endurtekur sig aftur og aftur.

Getur verið að þeir sem setja reglugerðir og lög séu bara ekki nógu vel að sér í málinu?

Oft virðist það vera raunin.

Þekkingarleysi almennings er skiljanlegt en að þeir sem hafa heilt ráðuneyti á bak við sig ættu að þekkja kerfið, eða getað fengið réttar upplýsingar!

Almannatryggingakerfið er flókið. Regluverkið um félagslega aðstoð er flókið. Þannig er það bara.

Það er ekki hægt að breyta kerfinu eins og bútasaumsteppi sem hægt er að bæta í einum og einum kafla og skoða ekki hvernig útkoman verður.

Ég sá í kommentakerfi að ein sem er líklega komin á eftirlaun sagði að öryrkjar væru líka eldri borgarar og þeir fengju sömu kjör og öryrkjar samkvæmt nýja kerfinu.

Ég svaraði þessu ekki en hef verið að velta fyrir mér hvort svona þekkingarleysi sé algengt?

Í Heimildinni er þessi grein m.a. partur af úttektinni:

“„Einungis þau sem fá óskertan örorkulífeyri fái stuðning en þau sem hafa það aðeins betur verði af stuðningi vegna íþyngjandi húsnæðiskostnaðar“

„Vert er að velta fyrir sér merkingu þessara áherslna, og hvort það sé markmið stjórnvalda að þrengja rammann svo mikið að einungis þau sem fá óskertan örorkulífeyri fái stuðning en þau sem hafa það aðeins betur verði af stuðningi vegna íþyngjandi húsnæðiskostnaðar. Ekkert kerfi er hafið yfir gagnrýni og breytingar en mikilvægt er að öll slík áform verði uppi á borðinu þar sem bæði kjörnir fulltrúar og hagsmunasamtök geta rætt kosti og galla og fært rök fyrir máli sínu,“ segir í svari ÖBÍ réttindasamtaka, og ennfremur: „Í því ljósi er vert að spyrja hvort fyrri ríkisstjórnin hafi ákveðið að þrengja viðmið um hverjir þurfa á húsnæðisbótum að halda. Ef svo er, af hverju og að lokum hvort núverandi ríkisstjórn myndi halda áfram á slíkri vegferð.“

Tekið skal fram að endurreikningur bóta fer fram um miðjan septembermánuð sem þýðir að fyrsta greiðsla húsnæðisbóta eftir breytingarnar verður 1. október.” Tilvitnun lýkur

Eins og sést á grein Heimildarinnar eru það aðeins þeir sem fá óskertan lífeyri sem eiga rétt á húsnæðisbótum.

Margir sem eru með örorkustyrk hafa borgað í lífeyrissjóð einhvern tíman á lífsleiðinni og fá því ekki óskertan örorkulífeyri. Það þýðir þó ekki að þeir hafi ofurtekjur, þvert á móti þá kemur skerðingahnífur TR um leið og sker niður. Svona virkar hið ótrúlega sanngjarna kerfi á Íslandi.

Öryrkjar hætta ekki að vera öryrkjar þó þeir verði 67 ára og komist á eftirlaun! Kjör þeirra breytast hins vegar við þessa aldurs hækkun!

Í fyrra fengu þeir sem voru á lægstu eftirlaununum hjá TR auka jólabónus og átti það að vera til þess að gera vel við ellilífeyris taka! Þetta virkaði bara fyrir lítinn hóp af eldri borgurum!

Ég er hrædd um að verið sé enn eina ferðina að flokka eldri borgara niður og nú til viðbótar öryrkja.

Eins og ég benti á um daginn þá eru eldri borgarar með mismunandi skerðingar.

Hjá venjulegum 67 ára og eldri er frítekjumark krónur 36.500 á mánuði

Hjá þeim sem hefur efni á að taka hálfan ellilífeyri og hálfa heimilisuppbót er frítekjumarkið krónur 325.000 á mánuði

Sérstakt frítekjumart vegan atvinnutekna er krónur 200.000 á mánuði og skiptir ekki máli hvort lífeyrisþegi taki fullan lífeyri eða hálfan lífeyri.

Þarna er búið að setja upp stéttaskiptingu hjá eldri borgurum!

Þegar kerfið er skoðað verður að athuga alla enda. Það er ekki bara hægt að þjóta af stað og setja reglugerð um eitthvað eitt.

Kerfið virkar á marga þætti og það verður að vera krafa til ráðherra að þeir noti eitthvað af öllum aðstoðarmönnunum til þess að hafa yfirsýn yfir það sem verið er að breyta.

Ég þekki ekki kerfið til hlýtar hjá þeim sem eru með örorku. Þar eru aðrir betur í stakk búnir til þess að útskýra hvaða afleiðingar þessar breytingar núna 1.september hafa.

Eitt ætti þó að vera alveg ljóst öllum sem vilja vita að öryrki hættir að vera öryrki 67 ára. Þannig er það bara!

Lesið ykkur í gegnum upplýsingar hjá TR og finnið út það sem ykkur langar að vita. Ef þið skiljið ekki tróðið er hægt að senda fyrirspurn og stundum er meira að segja svarað!

Hulda Björnsdóttir

Frítekjumörk september 2025

  1. Ágúst 2025

Góðan daginn

Nú er hafin umræða á Facebook um frítekjumark öryrkja og eldri borgara

Ef einhver hefur áhuga og getu til þess að fara inná vef TR er þetta svart á hvítu en fyrir hina lítur þetta svona út fyrir almenna ellilífeyris þega og öryrkja:

Almennt frítekjumark öryrkja 100 þúsund

Almennt frítekjumark eldri borgara 36.500

Fyrir hina efnameiri sem fá ellilífeyrir lítur þetta út svona:

Sérstakt frítekjumark v atvinnutekna 200 þúsund á mánuði

Hálfur ellilífeyrir og hálf heimilisuppbót 325 þúsund á mánuði

Hálfur ellilífeyrir er fyrir hina betur stæðu, það liggur í augum uppi!

Venjulegir útslitnir verkamenn og verkakonur geta ólíklega unnið fram yfir 67 ára!

Eins og sjá má af þessu sitja almennir eldri borgarar, þeir sem hafa lágar tekjur frá lífeyrissjóðnum, enn eftir bara eins og venjulega

Skerðingar éta upp lífeyrissjóða tekjur og það breytist ekkert 1 september, sama hvort sá 67 ára var öryrki eða ekki.

Kannski finnur Inga aðferð til þess að búa til enn meiri skiptingu hjá eldri borgurum og endanlega afskrifa hina sem eftir sitja.

Hún byrjaði á því um síðustu jól og kæmi mér ekki á óvart að það héldi áfram

Hulda Björnsdóttir

Hvar er uppgjörið frá TR?

25. ágúst 2025

Af hverju er ekki hægt að reikna út inneign eða skuld við TR fyrr en kannski í september hjá þeim sem búa erlendis?

Hvers á það fólk að gjalda?

Ég bý í landi þar sem ég greiði skatta samkvæmt búsetufesti

Hér er skattskýrslan mín tilbúin í lok maí í síðasta lagi og sendi ég hana til TR.

Skattskýrsla á Íslandi kemur snemma á árinu.

Þá eru sem sagt 2 skattskýrslur í hólfinu hjá TR á Íslandi og mér finnst að ekkert sé því til fyrirstöðu fyrir stofnunina að reikna út hvort ég skuldi stofnuninni eða hvort stofnunin skuldi mér!

Síðan getur TR farið með stöðu mína rétt eins og hún gerir hjá þeim sem borga skatta á Íslandi og búa á Íslandi!

Ég veit að í sumum löndum eru skattar reiknaðir út hjá báðum löndum skv. Tvísköttunarsamningi landanna og þar skil ég að þetta geti kannski tekið tíma en hjá þeim sem hafa einfaldari tvísköttunarsamninga þar sem allt er klippt og skorðið er þetta ekki vandamál, eða hvað?

Ég sendi TR bréf vegna þess að þau sendu mér skilaboð þar sem sagt var að uppgjör lægi fyrir, og var það snemma sumars. Ég spurði hvar uppgjörið væri því ég finndi það ekki.!

ÞAÐ ER EKKERT UPPGJÖR KOMIÐ HJÁ ÞÉR, var svarið.

Þá sendi ég annað bréf, HVENÆR VERÐUR ÞAÐ TILBÚIÐ?

STEFNT ER AÐ ÞVÍ Í BYRJUN SEPTEMBER  var svarið!

Auðvitað vissi ég að þetta yrði svona en mér fannst og mér finnst að stofnuni ætti að geta sent út réttar upplýsingar númer eitt.

Ég hefði haldið að útreikningar og annað sem viðkemur uppgjöri sé gert með forritum í tölvum hjá stofnuninni eða er þetta reiknað með höndunum?

Þetta hlýtur að vera unnið í tölvum, það er árið 2025!

Hvað er það sem veldur þessum einkennilegu vinnubrögðum?

Er það léleg stjórnun, eða bara leti?

Það hlítur að vera hægt að merkja vinnsluna þar sem skilgreint er ef t.d. viðkomandi býr í landi þar sem tvísköttunarsamningar eru einfaldir eins og hjá mér.

Ég gæti auðvitað reiknað þetta út sjálf en nenni því ekki þetta árið.

Á næsta ári veit ég að ég verð með inneign því tekjuáætlun er hærri allt árið en rauntekjurnar.  Þá er þetta einfalt eða hvað? Nei það verður sama ruglið.

Kannski kemur uppgjörið í september á næsta ári eins og mörg undanfarin ár.

Ég leyfi mér að leggja til að TR fái sér almennilega forritara sem kippa þessu rugli í lag.

Þar til það gerist verð ég röflandi hvert einasta ár í júní og í lok ágúst og kannski lengur.

Ég bauðst einu sinni til að hjálpa þeim við þetta en því var hafnað!

Þeir sem stjórna TR lítið nú í alvöru á málið og lagið þetta strax. Ég skil vel að þið séuð orðin hundleið á þessari konu og kvörtunum hennar. Eina leiðin til þess að losna við mig er að laga kerfið!

Hulda Björnsdóttir

Lexían varð flókin

24. ágúst 2025

Nú er ég enn eina ferðina svo auðtrúa og einföld að ég held að allt breytist og verði gott í einni svipan!

Þetta er bara ég og hefur verið lengi.

Ég held að lífið sé lærdómur og þegar ein lexía er komin endanlega inn í kollinn á mér þá taki önnur við.

Ef ég hins vegar læri ekki það sem mér var ætlað kemur eitthvað svipað upp síðar og ég fæ tækifæri til þess að breyta svarinu!

Þetta er það sem ég kalla lífið!

Síðustu rúm fjórtán ár hef ég búið í lítilli blokk, með 6 íbúðum.

Þegar ég kom hingað inn var ýmislegt ekki alveg í lagi, til dæmis bjó niðri fjölskylda sem var í verulegum vanda stödd.

Maðurinn var ofbeldisfullur og það var óhuggulegt að hlusta á hann, jafnt að degi sem nóttu, þegar allt ætlaði um koll að keyra.

Smátt og smátt gafst frúin upp og flutti burt með börnin en þá komu konur sem voru í skamman tíma og munstrið hélt áfram.

Útlendingurinn hefur alltaf farið í taugarnar á herranum, líklega fyrir það eitt að búa fyrir ofan og heyra upp hvernig ástandið var.

Það voru margar vökunæturnar.

Undanfarin nokkur ár hefur hann búið annars staðar og  komið dag og dag, eða réttara sagt nótt og nótt og þá stundum spilað tónlist fram á nótt, frekar í hærra laginu og ekki svefnsamt fyrir nágranna.

Þegar maður býr í svona blokk þarf að gera ýmislegt fyrir sameignina, t.d. að borga rafmagn og vatn og fleira, bara svona eins og um venjulegt hús sé að ræða. Eini munurinn er að allir eiga að taka þátt í kostnaðinum.

Það rignir inn á svæðið sem er bílageymslan og stendur vatnið í polli fyrir framan minn skúr og þegar lautin er full flæðir inn hjá mér. Ég lét setja ál lista fyrir og nú flæðir allavega ekki inn lengur.

Í tvö ár rigndi inn í stofuna hjá mér gegnum sprungu sem var utan á húsinu, og rigndi inn í fleiri íbúðir.

Það tók langan tíma að fá eitthvað gert í því máli en náðist þó á endanum en ég hef ekki látið laga skemmdirnar á veggnum hjá mér, ekki enn þá

Nokkrum sinnum hef ég gert tilraun til þess að selja og flytja í burtu en það hefur reynst erfitt og ég gefist upp á því.

Allt keyrði þó um þverbak þegar siriarnir fluttu inn. Ég nenni ekki að tala um það.

Þau seldu í fyrra og nú eru komnir nýir eigendur sem búa erlendis og ætla að hafa þetta sem aukaíbúð.

Þetta er ábyggilega hið besta fólk ég efast ekki um það.

Nú er verið að gera íbúðin upp og verður hún ábyggilega fín á eftir og gott að gleðjast með nýjum eigendum.

Það besta við þetta nýja fólk er að nú er komin administration sem virðist vita sínu viti.

Búið er að halda einn fund og verður annar fljótlega.

Komið er í ljós að eitt og annað er ekki í lagi lögum samkvæmt hér í blokkinni og er fyrirtækið sem er admin vel að sér í þeim málum og verið að kippa málum í lag og vonandi kemst til dæmis rafmagn á í sameigninni fljótlega.

Það kom í ljós að þó nokkrar skuldi sitja eftir sem urðu eftir að fyrra fyrirtæki sagði okkur upp og þarf að taka afstöðu til þess að næsta fundi hvernig greiða eigi þær.

Vinurinn á neðri hæðinni skulda mikið og verður fróðlegt að sjá hvernig íbúarnir vilja taka á því máli. Er hægt að komast upp með að vera einn af sex eigendum og ekki greiða sameiginlegan kostnað? Ég veit það ekki en þetta kemur í ljós a fundinum.

Þegar ég var að hugsa um þetta í dag og gær þá skildi ég loksins að þetta er sama fólkið í húsinu, nema nýju á hæðinni fyrir ofan mig.

Verða minni vandræði með nýrri stjórn mála? Ég veit það ekki en vona að fast verði tekið á málum.

Það þarf að skoða gas í hverri íbúð og sameign á fimm ára fresti ef blokkin er eldri en 10 ára. Okkar er held ég 26 eða 27 ára og þau fjórtán ár sem ég hef búið hér hefur ekki komið tæknimaður til mín til að skoða og virðist sama uppi á teningum hjá öðrum.

Mér var boðið að vera í samfloti með admin þegar sameignin verður skoðuð og eftir 5 ár verð ég svo látin vita að komið sé að næstu skoðun. Þetta er mjög þægilegt fyrir mig og 3ja september kl 9 kemur tæknimaður og tekur gasið út hjá mér. Ég borga 47 evrur fyrir.

Ekkert vandamál

Ég sé hins vegar í framhaldi af þessu máli að ekkert hefur breyst annað en nýir íbúar uppi sem ég veit ekki hvernig eru í raun og veru. Það kemur í ljós í framtíðinni. Þau sögðu mér reyndar að þetta yrði ekki leiguíbúð og virðist það nokkuð ljóst því þau hafa sett öryggisgæslu skilti fyrir utan íbúðina. Sem er eðlilegt þar sem þau verða ekki í íbúðinni nema í fríum.

Ég hélt að það væri myndavél en var sagt að það væri ekki, þetta væri bara ef einhver reyndi að komast inn færi allt á stað og löggan kæmi.

Hvað veit ég svo sem?

Ég var til taks fyrir húsbóndann uppi með því að opna fyrir þeim sem þurftu að komast inn til að taka út viðgerð og setja upp internet og svoleiðis.

Ég gerði þetta svona sem góður nágranni og það truflaði mið ekki mikið. Ég sá til þess að það væri á tíma sem ég væri heima.

Svo kom nos maðurinn með internetið og braut meo kapalinn svo ekkert net var hjá mér í nokkra daga.

Ég kvartaði við eigandann og bað hann að hafa samband við nos, sagði honum mína hlið á málinu. Sá hringdi svo í tæknimanninn sem varði sig og eigandinn trúði hans útgáfu en ekki minni.

Ég reiddist og var ekki par ánægð með að vera rengd svona gróflega, en þarna var kall sem trúði kalli betur en kvensunni: Eftir þref við eigandann þar sem hann benti mér á að ég væri eitthvað andlega biluð eða alla vega væri það ekki gott fyrir andlega heilsu mína að æsa mig upp!

Eftir nokkuð þref sagði ég einfaldlega: Þessu samtali er lokið! Og kvaddi.

Þetta var 8. Ágúst. Síðan hef ég ekkert heyrt og lykillinn er enn hér.

Mér dettur ekki í hug að bjóða lykilinn. Mér finnst lang líklegast að skipt hafi verið um skrá og er það eðlilegt við eigendaskipti.

Gaurinn er forstjóri í stóru fyrirtæki á Englandi og líklega vanur því að fólk beri virðingu fyrir valdi hans. Að vera ríkur og valdamikill gengur sumum til höfuðs.

Þessi framkoma minnti mig óneitanlega á ástand sem ég bjó við í 25 ár á íslandi.

Þar var valdið og ég fékk að finna fyrir því að ég væri nú svo sem ekki mikils virði!

Lexían núna er að ég þarf að spyrja sjálfa mig: lærði ég eitthvað af þessum 25 árum eða ætla ég að leyfa nýjum karli að tugta mig til andlega með valdhroka?

Ég þurfti að skoða þetta vel, ég varð sár og grét svolítið en svo jafnaði ég mig og ég held að ég sé búin að ná mér og næst verð ég líklega betur á verði,

Ég hef alltaf verið gullibul eins og einn kennari minn sagði við mig fyrir óralöngu. Það eldist illa af mér.

Nú er ég búin að jafna mig vel og get haldið áfram.

Hins vegar hef ég séð eða skilið að það gæti orðið snúið að stýra samkundunni á næsta fundi og næstu fundum, en það er ekki mitt mál. Ég mæti auðvitað en ég ætla ekki að skipta mér af því hvað hinir gera. Ég hef mína skoðun á því hvað á að gera við þann skulduga og verð spurð á fundinum eins og allir hinir. Meirihluti ræður og ég fylgi því sem samþykkt verður.

Stundum er bara ágætt að sitja svona fundi og leyfa hinum að rífast!

Þetta er orðið langt mál um lítið mál en stundum líður manni svona.

Með aldrinum ætti ég að hafa þroskast og hætta að taka ábyrgð á öllu og öllum!

Hulda Björnsdóttir

Spread the light and smile

26 th of July 2025

Today I went to Coimbra

My fish oil was finished and I needed it

It’s a hot day so I went early morning
My goal was to get the oil and have sushi as a lunch
On my way upstairs I looked into Punto Rama 😜 to see if I could find a nice belt for me.
I’m 10 kilos less than last year and really needed a belt so I can use some of my older clothes 🤔
No belt, just one but it was far too big 🤣
So I headed to the escalator to my favourite food and on the way I passed Sacoor, the shop I never go into because last time I was there they were quite rude 😜
Inside was a beautiful coat and my favourite colour 😜. I wanted to see
Of course I am not looking for a coat, just a belt
After touching the soft warm beautiful coat there was a promotion rack and curious I looked 🤔 and found a skirt and a top which would be perfect for autumn when it gets colder
The price was unbelievable, I would never dream to buy a skirt for 175 EUR but 55 EUR was a different story and a top from 75 down to 39 was ok 😜
It took me some time to decide and the women working seriously wanted to help me and tried to find someone who spoke English 😜 I hadn’t been speaking any English, just Portuguese 😜
Finally I told them they didn’t have to speak English, I am speaking Portuguese 🤣
There was a kind of deep breath with relief and the conversation was there.
They liked my choice of colours and I was wondering if the top would cover my pacemaker 🤔
As you can imagine it became a deep contemplating but we agreed that I would be ok 😜
Then it was the paying part 😜
I’m not a customer and they wanted me to become one 😜 I agreed. It happens that the promotions are good
Then they wanted to know how to say my name which is difficult for the Portuguese
Are you English or American? No I’m not I’m Icelandic and they didn’t tell me how wonderful Iceland is 😜 thank God
When you become a customer there is a lot of information they need among others nationality and date of birth
I told the lady I’ve been living in Portugal 14 years and before that in China
Then she told me something about herself, this is a normal conversation for me and everything in Portuguese of course
There are not many who do speak English in Forum shops 🤔
This was a nice conversation and they were happy not having to be helpless with their lack of English 🌹
Well, the story was about the amazing prize I got but smiling and being ready to spread a bit of light payed off.
We can make the day better just to be friendly and that’s needed in the world now
I like to talk to people and it comes naturally to me but not everyone is like that but let’s try and at least give a smile ❤️🌹

Hulda Bjornsdottir