20.desember 2025
Nokkrar hugleiðingar varðandi jóla bónus, auka bónus til öryrkja og eldri borgara.
Ég hef nú hlustað á umræðu vegna atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi.
Þar tóku til máls bæði stjórn og stjórnarandstaða og voru auðvitað ekki á sama máli.
Það sem vakti athygli mína var að fram kom hjá Rósu Guðbjarts að tekjuháir einstaklingar fái þennan bónus, jafnvel þeir allra tekjuhæstu og allavega einhverjir með milljón á mánuði.
Nú spyr ég:
GETUR ÞAÐ VERIÐ AÐ ÞEIR SEM ERU MEÐ ÞEIM ALLRA TEKJUHÆSTU Á ÍSLANDI SÉU AÐ FÁ GREIÐSLUR FRÁ TRYGGINGASTOFNUN, ÞÁ LÍKLEGA Í FORMI ELLILÍFEYRIS?
Ég bara spyr.
Getur það verið að þeir sem eiga fyrirtæki og borga sér lágmarkslaun séu að fá greiðslur frá almannatrygginga kerfinu á Ísland?
Ég þekki einhver dæmi þess, en ekki mörg!
Þegar Rósa benti á þetta voru svörin að þetta væri nú allt í lagi því ef einhver fengi og ætti ekki að fá þá yrði það bara leiðrétt!
Svo malaði stjórnin um að þetta væri fyrir þá tekjuminnstu, minnstu bræðurna!
Mér er illt.
Ég heyrði engan minnast á að þeir öryrkjar og eldri borgarar sem tilheyrðu þeim minnstu og hafa flúið land til að komast af fengju ekkert!
Nei það var ekki neitt sem skipti máli:
Allt í kringum þetta mál er ömurlegt.
Ég skil að FF þurfi að peppa sig upp með einhverju og auðvitað þurfa hinir flokkarnir að halda peppinu uppi til þess að stjórnin lognist ekki út af!
Ég hef hreint ekkert á móti því að öryrkjar og fátækir eldri borgarar fái einhverjar bætur en þegar farið er mata hinu ríku þá reiðist ég.
Að ég tali ekki um fólkið sem býr erlendis og borgar skatta á Íslandi bæði öryrkjar og eldri borgarar, sitji ekki við sama borð og þeir sem hanga á hor riminni á Íslandi
Það er með ólíkindum að hlusta á stjórnarliða í þessum umræðum. Mér finnst þeir tala einkennilega.
Það er flott að setja upp helgislepjuna rétt fyrir jólin og fara svo í frí.
Þar sem ég er með 250 þúsund frá lífeyrissjóði á mánuði hefði ég aldrei fengið þennan bónus og þar sem ég bý erlendis er auðvitað ekki möguleiki að mér hefði verið sendur þessi glaðningur.
Flokkur fólksins er í frjálsu falli sýnist mér.
Inga ber sér á brjóts.
Og unir sæl við sitt.
Rétt aðeins um eldri borgara;:
Nú hefur Jóhann Páll stigið fram og sagt að við eldri borgarar séum að fá hækkað frítekjumark!
Já, það er rétt, nokkrar krónur koma um áramótin. Frú Kristrún hefur líka farið fögrum orðum um gjörninginn.
Á þremur árum á frítekjumarkið að hækka smátt og smátt og enda í 60 þúsundum!
Á þremur árum!
Öryrkjar fengu á einu bretti 100 þúsund króna frítekjumark plús 250 þúsund minnir mig vegna atvinnutekna ef þau geta unnið.
Eldri borgarar eru fyrir, þau eiga að halda sig á mottunni og ekki vera að væla.
Það eru skilaboðin.
Ef þú ert almennur eldri borgari, eins og ég til dæmis, sem hefur safnað í lífeyrissjóð alla æfi og borgað skatta á Íslandi alla þína starfsævi, 40 ár eða meira, þá skaltu halda KJ og ekki vera að belgja þig.
Mér er eiginlega hætt að bregða eða verða hissa.
Ég ætti að biðja háttvirta ríkisstjórn og þingheim allan afsökunar á því að ég skuli eldast með hverju árinu og gæti hugsanlega verið á lífi áratug eða meira.
Mikil er skömm þeirra sem sitja við stjórnvölinn.
Eldri borgarar, náttúran, auðlindirnar og fleira, sem ekki er verið að sýna alúð, verður líklega þessari stjórn að falli.
Einhver ætti að spyrja hvaðan peningar eru teknir til að lappa upp á ríkisfjármálin.
Hefur eitthvað breyst frá því að Kata og co stjórnuðu?
Sumir ráðherrar töluðu glatt um félagsleg réttindi áður en þeir settust í stólana en eru nú komnir með geislabaug og skítsama um óþægilegan almenning.
Hulda Björnsdóttir


