29.12.2021
Í gær fékk ég comment sem vakti mig til umhugsunar.
„Ef eldri borgarar vinna þurfa þeir að borga meira fyrir læknaþjónustu og sjúkraþjálfun.“
„Er það raunveruleikinn á Íslandi í dag?“ spurði ég.
„Já var að fá uppgefið í dag“ svaraði konan.
Þessi athugasemd vakti mig til umhugsunar um hvernig kerfið étur endalaust upp það sem fer í einn vasa og krumla ríkisins fer í hinn vasann og tekur aftur það sem fólk heldur að séu bætt kjör eldri borgara.
Það er gumað endalaust yfir gæsku ríkisvaldsins í garð eldri borgara núna og menn berja sér á brjóst vegna 200 þúsund króna skerðingarfrelsis atvinnu tekna en svo kemur konan sem þarf að fara til læknis eða í sjúkraþjálfun og fær að vita að hún eigi að borga meira fyrir þjónustuna.
ENGINN úr ríkisbatteríinu TALAR UM HENNAR REYNSLU !
Þar sem bý ekki á Íslandi og fæ þar af leiðandi engar félagslegar uppbætur eða hlunnindi ofan á eftirlaun mín þá þekki ég takmarkað til hvernig vasa plokkararnir haga sér.
Mér þætti fróðlegt ef einhver sem þekkir til mundi segja mér frá því hvernig til dæmis fór með skatta og skerðingalausu jólauppbótina sem öryrkjar fengu. Hvað af því sem þessi hópur er að fá í félagslegri uppbót skerðist? Ég man ekki betur en einhver hafi verið að tala um til dæmis húsnæðisbætur í þessu sambandi, en er þó ekki alveg viss.
Eins og allir vita sem hafa fylgst með mér þá er ég EKKI kjósandi Sjallamafíunnar og hef aldrei verið.
Einn var svo elskulegur í gær að segja mér í commenti að ég skildi bara halda áfram að kjósa Sjallana.
Svona fólk á pínulítið bágt finnst mér en ég verð að láta mér það lynda að það setji comment við public færslur hjá mér.
Ég vona að einhverjir öryrkjar séu til í að senda mér til dæmis message ef þeir vilja ekki skrifa beint, og segja mér frá því hvort og hvernig þeir hafa misst eitthvað vegna jóla bónusins skatta og skerðinglausa.
BB hælir sér af afrekinu og það væri ágætt að segja honum hvernig raunveruleikinn lítur út.
Hulda Björnsdóttir