Móðurhlutverkið á að vera hið æðsta í lífi hverrar konu er það ekki?
Það er ekki svo í lífi ótal mæðra en má ekki tala um það.
Móðurhlutverkið hefur valdið mér meiri óhamingju en nokkuð annað í lífinu.
Nú ríkur einhver upp og fer að túlka það sem ég segi án þess að hafa hugmynd um aðstæður og afleiðingar.
Ég hef verið úthrópuð á opinberum vettvangi sem hálfgert skrímsli
Ég hef verið dæmd og fundin sek án þess að koma vörnum við
Móðurhlutverkið er ekki glæsileg bílferð, það getur verið versta upplifun sem mörg móðir hefur gengið í gegnum
Ég er ekki glæsileg bílferð á móðurhlutverkinu
Ég er ein af þeim mörgu sem hefði verið hamingjusamari án hlutverksins
Ég er sú auma manneskja sem fórnaði öllu fyrir afsprengi sem nýttu sér allt sem hægt var
Ég er stolt af því að þora að viðurkenna að ég hafi ekki fyllt út í glansmynd sem ég átti ekki séns í
Mistök mín voru að vilja koma í veg fyrir að afsprengi þyrftu að ganga í gegnum það sem ég naut
Ég hef fengið að njóta skilyrðislausrar ástar og trausts í lífinu en það hefur ekki verið í móðurhlutverki.
Það eru til mæður sem njóta hlutverksins og eru yndislegar í því. Þær eru lofsungnar og eiga það skilið alla daga.
Ég þarf ekki að taka upp hanskann fyrir þær.
Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem hafa þraukað og komist af við illan leik í gegnum hlutverkið án þess að missa vitið og sjálfsmynd.
Hulda Bjornsdottir