Bara að gengið væri ekki í íþróttaæfingum alla daga

1.maí 2021

Góðan daginn

Þetta eru hugleiðingar líklega fyrir útlagana frekar en þá sem búa á Íslandi.

Í gær var síðasti dagur mánaðarins og ég þurfti að borga gjöld og átti ekki inni á reikningi mínum í búsetulandinu og eitthvað þurfti ég að gera.

Þessir kostir voru í boði:

Sleppa því að borga og fá dráttarvexti og sekt.

Taka út af ísl. reikningi mínum í hraðbanka og vera enn í vandræðum því ekki er hægt að taka út meira en 400 evrur og mig vantaði rúmlega það

Nota millifærslu með WISE og fá peningana inn á reikninginn minn strax

Ég valdi síðasta kostinn.

Millifærði það sem ég þurfti nauðsynlega og aðeins ríflega þó til þess að geta borgað smáræði sem ég geri í hverjum mánuði en þarf að gera fyrir 3. hvers mánaðar.

Þetta var í fyrsta skipti sem ég notaði WISE en hafði heyrt um það og vinur minn mælti eindregið með því.  Ég fékk frábæra aðstoð þessa vinar við að finna út úr því hvernig ég ætti að bera mig að og hann taldi í mig kjark þegar ég var að renna út á tíma því bankinn hér var lengi að samþykkja færsluna.

Allt gekk þetta þó og ég brunaði upp í Cameru og var þar 3 mínútum EFTIR lokunartíma og lagðist næstum á hnén til þess að fá að borga og eins og venjulega eru vinir í raun alltaf til staðar og mér var hjálpað. Greiðslan komin í höfn og mannorðið enn í lagi.

Gengið sem notað er þegar svona millifærslur eru gerðar er VISA eða MASTERCARD gengi sem er auðvitað hærra en hið venjulega almenna gengi sem ég nota þegar ég millifæri á vanalegan máta.

Í morgun skoðaði ég málið aftur alvarlega því nú eru mánaðamót, allir bankar lokaðir á laugardegi en TR greiðslan komin inn á reikninginn á Íslandi og þeir peningar þurfa að ferðast til búsetulandsins míns.

Hvað var skynsamlegt að gera í stöðunni ?

Ég gat beðið þar til á mánudag og millifært á venjulegan hátt.

Ég gat notað WISE og millifært í dag, fyrir hádegi yrði greiðslan komin inn á reikninginn minn hér og málið afgreitt

Það sem ég velti fyrir mér var hið óstöðuga gengi krónunnar.

Möguleiki var að eftir helgina, á mánudegi væri almennt gengi orðið hið sama og það sem ég mundi nota í dag með WISE kreditkortagengi.

Ég ákvað að sjá hvernig þetta kæmi út á mánudaginn og er nú búin að skrá millifærslu í bankanum sem verður framkvæmd á opnunargengi bankans á mánudagsmorgun.

Það er SKO kominn svona takki í Íslandsbanka þar sem maður getur skráð fyrir fram millifærslur! Ofboðslega hagstætt en reyndar er ekki hægt að skrá svona færslur nema að maður eigi inni á reikningi fyrir færslunni. Þegar ég ræddi þetta við þjónustufulltrúa um daginn héldum við að þetta væri SKO þannig að ég gæti skráð færsluna fyrir fram, af því að ég veit hvað ég fæ í hverjum mánuði, og gefið fyrirmæli um hvenær hún yrði framkvæmd. Við héldum SKO í einfeldni okkar að þetta nýja fyrirkomulag væri eins og til dæmis með ógreidda reikninga eða framlög sem maður getur gefið fyrirmæli um hvenær skuli taka gildi !!!! Nei, ekki alveg svo einfalt með erlendar millifærslur ! Hvar er eiginlega framsýnin ?

Af hverju er ég að segja frá þessu?

Jú, mér finnst allt í lagi að fólk sjái hvernig hlutirnir geta gengið fyrir sig á eyrinni og hvernig hið óstöðuga gengi íslensku krónunnar getur gert okkur útlagana, og auðvitað fleiri, gráhærða á svipstundu, það er að segja ef við værum ekki orðin gráhærð þá þegar!

Ef krónan væri stöðug þyrfti ég ekki að velta fyrir mér hvernig ég færi til dæmis að því að borga skattana mína hérna á réttum tíma, upp á dag!

Ef krónan væri stöðug gæti ég gert áætlanir fyrir árið og lagt í sjóð til þess að borga það sem borga þarf ári eftir að tekjurnar eru greiddar.

Ef krónan væri stöðug væri ég ekki að velta fyrir mér ólíkum möguleikum á því að millifæra peninga frá Íslandi til búsetulandsins án þess að tapa enn meiru eða komast í vanskil sem er það versta sem ég gæti hugsað mér.

BARA EF KRÓNUFJANDINN GÆTI HALDIÐ SIG Á EINHVERJU STIGI OG VERIÐ ÞAR Í STAÐ ÞESS AÐ HOPPA EINS OG VITFIRINGUR FRAM OG TIL BAKA OG UPP OG NIÐUR.

Vertu ekki að kvarta, segir einhver núna.

Ef þér finnst ég vera að kvarta þá skaltu líta á verðlag á Íslandi og segja mér svo að ekkert hafi gerst í kjölfar æfinga krónunnar undanfarið

Sumir halda að það séu bara við sem höfum flúið vosbúð og hungur sem krónufíflið hefur áhrif á.

Sumir halda að það væri best fyrir okkur að hætta að kvarta og snúa til baka.

Já, sumir eru ágætir og mega hafa sínar skoðanir en þetta er MÍN  skoðun og ég ætla mér að halda fast í hana fram í rauðan dauðann.

GENGIÐ ER ÖRLAGAVALDUR og því er stjórnað af mönnum sem er skítsama um hungraða Íslendinga hvar svo sem þeir búa.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

One thought on “Bara að gengið væri ekki í íþróttaæfingum alla daga”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: