Viðbjóðslegasta stofnun sem ég hef komist í kynni við!

  1. Janúar 2021

Ég ælta að setja hérna inn nokkrar hugleiðingar um verstu stofnun veraldar, alla vega verstu stofnun sem ég hef þurft að eiga viðskipti við.

Ég hef búið í Kína og átt þar viðskipti við yfirvöld og alls konar stofnanir. Það var eins og smámál miðað við TR á Íslandi.

Ég kom til Portúgal og þurfti að setja upp nýtt líf þar. Alls konar viðskipti við alls konar stofnanir og eins og að drekka vatn miðað við Tryggingastofnun ríkisins á Íslandi.

Þessi viðbjóðslega stofnun virðist vera sett upp til þess að gera þeim sem fá einhverjar greiðslur þaðan lífið eins erfitt og mögulegt er.

Ég velti því fyrir mér hvernig blessað fólkið sem einhverra hluta vegna hefur ekki aðgang að tölvum eða aðstoð við að fást við ófreskjuna fer að. Hvað verður um það? Hvernig bjargar það sér?

Hér á eftir eru nokkur dæmi um viðskipti mín við ferlíkið undanfarna daga og þetta er ekkert sem er bara að gerast núna. Þetta gerist á hverju einasta ári.

Tryggingastofnun heldur eftir rúmlega 71 þúsund krónum af eftirlaunum mínum fyrir janúar 2021. Andskotans kerfi sem við búum við !

Ég sendi TR e-mail fyrir nokkrum dögum þegar ég var með staðfestingu frá RSK um skattamálin. Ekkert svar frá stofnunni.

Á meðan hægt væri að setja lítið svæði inn í tölvukeyrsluna þar sem sagt væri að ég borgaði skatta í búsetulandi er kerfið eins og frá níunda áratugnum og tölvunum kennt um. Það eru jú manneskjur sem stýra kerfinu ! Nú er ég búin að senda bréf fyrir nokkrum dögum til TR og segja þeim að laga þetta. Ekkert svar. Eftir helgina þarf ég líklega að senda annað bréf og ef að líkum lætur enda ég með því að hringja í ófreskjuna.

Venjulega er TR búin að leggja inn hjá fólki fyrir hádegi þann 1sta. Núna eins og vanalega um áramót er keyrsla sett af stað seinna. Það er hægt að stjórna því sem stofnunin vill og henni er þóknanlegt. Meira andskotans ruglapparatið og ekkert hefur breyst á 10 árum. Hvers lags gamalmenni vinna þarna eiginlega? Er ekkert fólk sem kann á tölvukerfi viðriðið þessa stofnun?

Ég er hoppandi ill núna og það er ekkert nýtt þegar ég horfi á viðskipti mín við ófreskjuna um hver einustu áramót.

Það versta í þessu öllu saman er að um næstu áramót get ég ábyggilega birt samskonar bréf og þarf ekki að breyta neinu nema tölunni sem viðbjóðslega stofnunin heldur eftir af eftirlaunum mínum.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: