Fyrir hverja vinnur Tryggingastofnun Ríkisins á Íslandi?

18. september 2020
Það er spurning fyrir hverja þessi stofnun er að vinna. Er hún að vinna fyrir viðskiptavinina eða einhverja aðra? Hvers vegna kvartar fólk yfir þjónustulundarskorti hjá þeim sem eiga að gefa upplýsingar og leiðbeina fólki?

Er það af því að fólkið sem leitar til stofnunarinnar eru fífl, eða er það kannski viðhorf stofnunarinnar að gefa sem minnstar upplýsingar? Ætti ekki stofnun sem þessi að passa upp á viðskiptavinina?
Hvað veldur því að þjónustufulltrúi gefur ekki upp nafn ef hann er spurður um það?
Óttast stofnunin að viðkomandi verði ofsóttur eða hvað?
Ég veit ekki betur en opinber fyrirtæki sem ég hringi í gefi mér upp nafn þess sem ég er að tala við inni ég eftir því!

Ég fékk þá skýringu á nafnleysinu, og þá skýringu fékk ég frá annari opinberri stofnun, að litið væri á að viðkomandi væri að hringja í stofnunina en ekki einstaklinginn og ef hann hringdi síðar mundi einhver annar þjónustufulltrúi svara!

Stundum hef ég hitt á fólk hjá stofnuninn, Tryggingastofnun ríkisins á Íslandi, sem er kurteist og hægt að tala við. Það eru undantekningar. Nú hefur tvisvar verið skellt á mig hjá þessari viðbjóðslegu stofnun og sökin var að ég gekk eftir því að fá að tala við yfirmann og vildi fá almennilegar skýringar á því sem verið var að halda fram.

Hvers vegan kvartar fólk í stríðum straumum yfir lélegri upplýsingagjöf stofnunarinnar þegar leitað er eftir upplýsingum?
Er það af því að viðskiptavinirnir eru allir fífl?

Ég held að það þurfi að taka þessa stofnun og innviði hennar til rækilegrar úttektar og endurskipuleggja skipurit starfsmanna og vinnubrögð.

Eftir að hafa talað við þjónustufulltrúa núna er ég á því að ég sé ókurteis og ómerkileg kona sem komin er á eftirlaun að mati stofnunarinnar og það taki því ekki að vera að eyða orðum í vitleysinginn.

Halda þeir sem vinna hjá Tryggingastofnun ríkisins að þeir séu persónlega og prívat að sjá fyrir mér?

Heldur þetta fólk að eftir 40 ára starfsæfi og greiðslu skatta til þjóðfélagsins sé einfaldlega best að slíkt fólk drepist sem fyrst svo ekki þurfi að vera að hafa fyrir því að tala við einhver gamalmenni sem eru kolrugluð og ókurteis í þokkabót?

Ég hef þurft að eiga samskipti við kerfi og stofnanir í Kína og í Portúgal ásamt Íslandi. Ekkert hefur verið eins ömurlegt og viðskipti mín við Tryggingastofnun ríkisins á Íslandi. Enginn þjónustufulltrúi í Kína eða Portúgal hefur sýnt mér slíkan dónaskap og þann sem ég hef orðið fyrir hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Þetta er viðbjóðslegt apparat og ekkert annað.

Þegar ég var í Kína talaði ég ekki málið í byrjun og var með túlka með mér. Oft var ég ósátt við hvernig mál stóðu en ALDREI NOKKURN TÍMAN var mér sýnt annað en kurteisi frá þeim sem voru að afgreiða mig. ALDREI var skellt á mig símanum og ég var alltaf viðskiptavinur sem bar að sýna virðingu.

Hjá Tryggingastofnun Ríkisins eru þjónustufulltrúar þeir sem ég hef talað við oftast í þeim ham að gefa sem minnstar upplýsingar og ef einhverjar eru að segja þá “Þetta er bara svona”.

Í janúar síðastliðinn hringdi ég í stofnunina vegna afdreginnar staðgreiðslu sem átti ekki að vera þar sem ég borga skatta í Portúgal en ekki á Íslandi. Brá nú svo við að ég gat ekki lengur notað Skype til þess að hringja og þurfti að nota símann og borga morð fjár fyrir.

Ég sendi mail og spurði hvers vegna þetta hefði breyst.

Svarið var: Þetta er bara svona!

Ég vildi óska þess að ég þyrfti aldrei að tala við þessa VIÐBJÓÐSLEGU STOFNUN en það er því miður ekki í kortunum. Á hverju ári, 2svar á ári þarf ég að argast í afdreginni staðgreiðslu sem stofnunin stundar eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Í gær var mér sagt að fyrirmæli frá Ríkisskattstjóra væru að taka staðgreiðslu af mér.

Ég talaði við RSK og þar á bæ kannaðist fólk ekki við þessi fyrirmæli.

Tryggingastofnun lýgur alveg miskunnarlaust að fólki og treystir því að við séum fífl sem göngum ekki eftir sannleikanum.

Það þarf að taka þessa stofnun og rífa stafnanna á milli. Hún er full af fyrirmælum um að sýna fólki mannvonsku í stað manngæsku og meirihluti þeirra sem þarna vinna eiga að fara. Yfirstjórn stofnunarinnar er óhæf því væri hún hæf tíðkuðust ekki þessi viðbjóðslegu vinnubrögð gagnvart viðskiptamönnum.

Ég er æfareið eins og sjá má af þessum skrifum. Ég er ekki sú eina sem hefur sömu sögu að segja.

Síðasta dæmið sem ég ætla að taka er að í gær átti, samkvæmt skriflegu loforði, í bréfi til mín, að leggja inn á reikning minn vanreiknaðar greiðslur frá TR fyrir árið 2019. EKKERT KOM INN Í GÆR. Það var ekki fyrr en í morgun sem greiðslan barst.

Mun Tryggingastofnun biðja mig og aðra viðskiptavini afsökunar á töfinni?

Nei, Tryggingastofnun ríkisins á Íslandi biður aldrei afsökunar á einu eða neinu. Hún er hafin yfir mannlega reisn og liggur í svaðinu samanborið við Kínverskt kerfi sem er flókið eða sambanborið við kerfi í Portúgal sem er líka flókið og oft gamaldags en í báðum þessum löndum tíðkast kurteisi gagnvart viðskiptavinum og allt reynt til þess að leiðrétta mistök, hafi þau verið gerð.

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: