Ómerkilegir skattsvikarar !

  1. ágúst 2020

Það er líklega fátt sem fer eins í taugarnar á mér og þegar fólk er að sverma fyrir að flytja til fátæks lands og sleppa við að borga skatta.

Hvernig getur samviska þessa ágæta fólks farið að sofa á kvöldin?

Hvernig getur þetta fólk ætlast til þess að fá læknisþjónust, nota vegi og opinbera þjónustu og vilja ekki leggja til samfélagsins?

Hvernig er þetta hægt?

Ég veit að það er fullt af fólki á Íslandi sem argar rétt eins og ég yfir spillingu og viðbjóði frá ríkisstjórnum og hvernig almúginn er hundeltur og krafinn um skatta og skyldur á meðan mafían sleppur og kemur sínum fúlgum jafnvel úr landi þegar krónan er þeim hagstæð og flytja svo peningana aftur til Íslands þegar krónan er hagstæð til þess gjörnings.

Sama fólk og argar yfir spillingu á Íslandi leita allra leiða sem hægt er til þess að komast í skattaskjól? Er þetta ekki hræsni í hámarki? Mér finnst það.

Ég talaði um daginn einhvers staðar um að skattarnir sem ég þarf að borga þetta árið hér í Portúgal væru að setja mig úr sambandi við allar áætlanir vegna gengis krónunnar.

Það leið ekki dagurinn þar til ég fékk skilaboð um að það væri einkennilegt að ég þyrfti að borga skatta hér, þar sem reglur væru þær í landinu að eftirlaun væru ekki skattlögð!

Einmitt!

Ég nenni ekki eina ferðina enn að reyna að koma fólki í skilning um að það er jafn mikill þjófnaður og lögbrot hér í Portúgal að stela undan skatti og á Íslandi.

Ég nenni ekki heldur eina ferðina enn að tala um hvað mér finnst skattsvik ómerkilegur gjörningur og að hæla sér af því að borga ekki skatta eitthvað það ömurelgasta sem ég heyri.

Ég borga til þjófélagsins sem ég bý í, fyrir það fæ ég þjónustu, alla þá þjónustu sem ég þarf. Ég ek um göturnar, fer á spítala þegar ég þarf, þigg læknisþjónustu og borga smáaura fyrir hana og svona get ég endalaust talið.

Ég veit um fullt af fólki á Íslandi sem stelur undan skatti án þess að blikna alla daga ársins. Þetta fólk er ekki elítan. Þetta er venjulegt fólk sem hefur aukatekjur fyrir eitt og annað og gefur ekki upp krónu af góssinu. Auðvitað er þetta allt í lagi, allir gera þetta, eða er það?

Það er hægt að komast inn í lögfræðiþjónustu hér í Portúgal og fá þar leiðbeiningar um hvernig hægt er að komast hjá því að taka þátt í samfélaginu án þess að greiða krónu til þess. Það eru glæpamenn alls staðar sem hjálpa öðrum glæpamönnum. Sem betur fer er farið að taka verulega hart á svona glæpastarfsemi og alveg víst að íslendingar sem flytja hingað og borga ekki skatta verða látnir súpa seyðið fljótlega og græt ég það ekki.

Ég ætla ekkert að tala um hvernig Svíarnir hafa tekið á málum sinna þegna hér í landinu. Þeir láta fólk ekki komast upp með svikin.

Fyrirlitning mín á skattsvikurum, hvar sem þeir eru, er alveg pottþétt ekki í anda sumra en það verður að hafa það.

Ég læt mig frekar hafa það að vera án einhvers en að fjármagn með svörtu fé!

Hvort skattsvikarar sofa vel á nóttunni veit ég ekkert um en ég hef séð að þeir láta eitt og annað eftir sér sem mig dreymir ekki einu sinni um, en ég sef vel á nóttunni og borga með glöðu geði það sem mér er gert að borga hér í landinu sem hefur tekið mér með opnum örmum og sér um að ég fái þá þjónustu sem ég greiði fyrir.

Hulda Björnsdóttir

 

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: