Hvað er löng bið enn frú Forsætis, eftir réttlætinu ?Hungrið sverfur að !

12.júní 2020

Af hverju er “heimilisuppbót” ekki ellilífeyrir?

Ég tala oft um hvað það fer í taugarnar á mér þegar ekki er hægt að hafa staðreyndir réttar varðandi málefni eldri borgara og réttinda þeirra frá Tryggingastofnun ríkisins.

Eitt af því sem ergir mig hvað mest er þegar slengt er saman ellilífeyri og heimilisuppbót.

Heimilisuppbót er félagsleg aðstoð en það er ellilífeyrir ekki.

Heimilisuppbót er ætluð til þess að létta undir með þeim sem búa einir, eða þannig var hún alla vega hugsuð í upphafi. Ég veit svo sem ekkert hvernig núverandi stjórnvöld hugsa málið, þeirra hugsanagangur er fyrir ofan minn skilning.

Líklega vildu Katrín og Bjarni helst af öllu fella niður alla félagslega aðstoð og lækka það sem greitt er frá Tryggingastofnun ríkisins niður í sama og ekki neitt.

Þeir sem til dæmist flytja frá Íslandi og setjast að í útlöndum fá enga félagslega aðstoð frá Íslandi, jafnvel þó þeir borgi skatta þar. Það þýðir að þeir sem búa einir í útlöndum og eru komnir á eftirlaun fá EKKI heimilisuppbót.

Ég er hreint ekki að ætlast til þess, ekki endilega, að útlagarnir fái félagslega pakka eða greiðslur sem tilheyra þeim. Ég er hins vegar að ætlast til þess að þeir sem fjalla um málefni eldri borgara viti hvað heimilisuppbót  erog séu ekki að rugla með hana fram og aftur og reyna að klína henni inn í eftirlauna upphæðina.

Við hátíðleg tækifæri, fyrir kosningar og þegar ríkisstjórn þarf að hæla sér af hinni margfrægu upphæð ellilífeyris bætir þetta ágæta fólk heimilisuppbót við þegar talan er nefnd, jafnvel þó hún sé bara fyrir suma og auk þess tilhleyri hún félagslega geiranum en ekki ellilífeyri sem slikum.

Tökum þetta á tölum
Ellilífeyrir er krónur 256.789 krónur á mánuði hvorki meira eða minna en svo skerðist hann auðvitað ef viðtakandi hefur til dæmis tekjur frá Lífeyrissjóði. 

Eftir að 25þúsund króna frítekjumarki er náð tekur hnífur kerfisins við og sker niður þessar 256.789 krónur eftir því hve HIMIN HÁAR tekjurnar eru frá Lífeyrissjóði.

Þessar 256.789 krónur eru til viðmiðunar hjá ÖLLUM sem eiga rétt á eftirlaunum frá Tryggingastofnun ríkisins.

Þetta er ekkert flókið.

Það er ekkert annað sem telst ellilífeyrir, eða eftirlaun eins og ég kýs að kalla greiðslurnar frá TR.

Þeir sem klína heimilisuppbót við eru hreinlega að segja ósatt.

Auðvitað er flottara fyrir Bjarna og Katrínu og fleiri að segja að ellilífeyrir sé krónur 321.678 sem fæst með því að leggja 64.889 krónu heimilisuppbót við 256.789 króna ellilífeyri.

Þetta er hins vegar bara ósatt eins og svo margt sem pólitíkin heldur fram.

Enn eina ferðina ætla ég að segja þetta:

ELLILÍFEYRIR FRÁ TR ER KRÓNUR 256.789 Á MÁNUÐI ÁÐUR EN SKURÐARHNÍF ER BEYTT OG ER ÞETTA AUÐVITAÐ TALA FYRIR SKATTA.

Ég er hreint ekki viss um að fólk skilji þetta jafnvel eftir þennan lestur.

Hitt er ég alveg handviss um og það er,  að fyrir næstu kosningar og næsta hátíðlega tækifæri þar sem þessar greiðslur koma til tals, munu forsætis og fjármálaráðherra ekki skilja málið, eða kannski væri réttara að segja að þau vilji ekki segja sannleikanna!

Örykjar og eldri borgarar geta ekki beðið eftir leiðréttingu sagði frú forsætis árið 2017.

Öryrkjar og eldri borgarar bíða enn eftir leiðréttingu frú forsætis.

Hvað eigum við að bíða lengi frú min góð?

Fögur orð í erlendum fjölmiðlum eru ekki matur á diskinn okkar frú forsætis !

Það er aumt að brosa í kross og segja frá því hvað við séum dásamlega vel stödd á Íslandi þegar staðreyndin er sú að þúsundir svelta hálfu og heilu hungri í landinu sem þú stjórnar, frú forsætis!

Mér verður illt þegar ég sé brosið og ég hugsa til vina minna sem eru að gefast upp á sultarstefnu stjórnar þinnar frú forsætis!

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: