Þú MÁTT EKKI spara ef þú ert öryrki eða eftirlauna manneskja ! Galið íslenskt velferðarkerfi segir svo.

19.maí 2020

Ég fór að velta fyrir mér enn eina ferðina hvernig öryrkjar og eftirlaunafólk erlendis fara að því að komast af.

Núna þegar gengið er á fleygiferð og allt upp í loft hlýtur að vera erfitt að gera áætlandir til dæmis ef einhvern langar til að heimsækja ættingja og vini á Íslandi.

Ég skoðaði nokkra möguleika fyrir þá sem búa erlendis.

  1. Hægt væri að leggja fyrir í hverjum mánuði inn á íslenskan bankareikning og geyma þar til ferð væri farin.
  2. Hægt væri að millifæra peningana og leggja fyrir í erlendum banka þar sem viðkomandi hefur sín viðskipti erlendis.
  3. Hugsanlega væri hægt að fá einhvern vin á Íslandi til þess að leggja sparnaðinn í bankahólf og geyma þar.

Auðvitað ætti að vera einfaldast að leggja fyrir á Íslandi en það er ekki svo. Kerfið á landinu er svo klikkað að sparir þú í banka og fáir vexti ÞÁ LÆKKAR ÞAÐ SEM TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS GREIÐIR ÞÉR ÞVÍ VEXTIR ERU JÚ TEKJUR AÐ MATI STOFNUNARINNAR og Almannatryggingalaga.

Þú sparar og tapar á því?

Ha, þetta getur ekki verið?

Jú, þetta er svona.

Ég veit ekki hvort leið númer 3 er vænleg, allavega þyrfti vinurinn að vera traustsins verður.

Niðurstaða mín er því sú að best sé að millifæra til landsins þar sem þú býrð og spara þar, það er að segja ef kerfið er ekki jafn galið og á Íslandi.

Hér í Portúgal væri það besta leiðin fyrir mig.

Allt þetta krefst skipulags, ekki síst þar sem gengið er svo rokkandi og ekki hægt að stóla á neitt í þeim málum.

Hvenær ætlar þú til Íslands?

Hvað kostar flug fram og til baka?

Hvað ætlar þú að vera lengi?

Hvað þarftu að eyða miklu í kostnað á meðan þú dvelur í landinu?

Matur, húsnæði, bílaleigubíll, bensín, og fleira. Hvað kostar þetta á Íslandi?

Þegar þú svo hefur fundið út hvað þú getur sparað mikið og hvað kostnaðurinn verður við ferðina kemur að sparnaðinum.

Hvað geturður lagt mikið fyrir á mánuði  án þess að setja þig í vanda?

Hver er afgangurinn af mánaðartekjum þínum, t.d. eftirlaunum frá TR, lífeyrissjóði, örörkubótum?

Og þá kemur staðreyndi upp úr kassanum.

Öryrkjar hafa líklega ekki krónu til þess að leggja til hliðar. Þeir lepja dauðann úr skel alla daga mánaðarins, sem þýðir enga Íslandsferð fyrir þá.

Eftirlaunaþegar sem hafa flúið land til þess að deyja ekki úr hungri og vosbúð á Íslandi eiga hugsa ég ekki mikið afgangs til þess að fara í ferð til Íslands sem er jú ekki í ódýrari kantinum.

Á tímum gengis æðis eins og núna er þá eru í raun allar bjargir bannaðar fyrir venjulega öryrkja, fátækt fólk sem býr erlendis og eftirlaunafólk sem er með lágar tekjur.

Sittu bara heima og láttu þér nægja það sem þú hefur, gæti einhver sagt.

Þá spyr ég:

Þegar verið er að tala um lífsgæði fólks er það bara matur, húsaskjól og klæði? Eru lífsgæði þessara hópa önnur en venjulegra Íslendinga? Ég veit að gæðin eru ekki þau sömu og hjá elítunni. Ég er bara að tala um venjulega Íslendinga.

Eru ferðalög til dæmis ekki stór partur af lífsgæðum fólks?

Ég veit að núna eru aðstæður í heiminum þannig að enginn ferðast neitt. Það kemur þó að því að normal verður aftur í veröldinni og þá vill fólk njóta lífsgæða, jafnvel í litlum mæli.

Endalaust er níðst á þeim fátæku og þeir látnir gjalda fyrir hörmungar heimsins og spillingu mafíósa.

Mér finnst þó taka út yfir allan þjófabálk að á meðan hægt væri að spara nokkrar krónur þar sem ekkert er normal í bili þá er íslenska velferðarkerfið svo GALIÐ að það er ekki hægt að spara því sparnaðurinn RÝRIR það sem greitt er úr kerfinu til þeirra sem eru öryrkjar eða eftirlaunafólk.

Ég garga enn eina ferðina þegar mér verður ljóst að skilaboð ríksstjórnar Katrínar og Bjarna eru að við séum letingjar og eigum ekki að fá greitt fyrir að GERA EKKI NEITT, jafnvel þó við höfum lagt grunn að því velferðarkerfi sem ÆTTI að vera fyrir alla, með vinnu okkar í áratugi og greiðslu skatta og lögbundinna gjalda til þjóðfélagsins.

Ég arga út í tómið og pólitíkusarnir hunsa mig því þeim er skítsama.

Hulda Björnsdóttir

 

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: