Mig langar til þess að standa upp og öskra

8.apríl 2020

Laun þingmann eru auðvitað algjör vitfyrring og ætti að lækka þau hjá þeim öllum. Það er ekkert vit að þingmenn og aðrir sem hanga aftan í þeim skuli eiga von á leiðréttingu afturvirkt fyrir ótalda mánuði á meðan eldri borgarar, öryrkjar, og fátækt fólk lepur dauðann úr skel og á ekki fyrir næstu máltíð.

Ég fyrirlít græðgi sem viðgengst í þessum fínu kredsum en hef auðvitað ekkert vald til þess að gera eitt eða neitt. Kjósendur virðast vera að leggja blessun sína yfir sukkið og svínaríið með því að styðja ríkisstjórnina enn frekar nú á þessum tíma þar sem hjúkrunarliðið allt og starfsmenn spítalanna ættu að vera í fyrirrúmi með launahækkanir en sitja uppi með lækkanir.

Skítapakk sem stjórnar þannig og nýtur aukins stuðnings kjósenda er líklega það sem best lýsir þrælslund fólksins sem býr í landinu.

Hvað er það sem pólitíkusar eru að gera þessa dagana sem veitir þeim aukinn stuðning?
Eru það bónusgreiðslur eða arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja sem eru að fá ríkisstyrki til þess að komast yfir núverandi ástand í þjóðfélaginu?

Er þjóðin algjörlega blind á hvað er að gerast enn eina ferðina?

Ég bara spyr og auðvitað fæ ég engin almennileg svör. Hvað er ég svo sem að rífa mig, komin yfir 65 ára aldurinn og best geymd í jörðinni eða hvað?

Mikið ofboðslega er ég reið og undrandi og vonsvikin.

Mikið ofboðslega langar mig til þess að standa upp og öskra á þetta lið sem stjórnar landinu.

Hulda Björnsdóttir

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: