Fréttir þurfa að vera réttar, finnst mér!

8.apríl 2020

Sendi fréttamanni vísis þessa athugasemnd. Vonandi leiðréttir hann fréttina, eða er það ekki það sem við viljum?

Komdu sæll Jakob
Ég ætla að gera athugsemd við frétt þína um laun alþingismanna.
Það sem er hér á eftir innan gæsalappa er af Facebook síðu minni.
Þegar Kjaradómur var lagður niður voru sett lög um laun alþingismanna og eru þær hækkanir verðtryggðar. Lögin er hægt að sjá á vef Alþingis.

Þegar ég fletti upp á launum þingmanna á vef Alþingis núna rétt áðan þá kemur fram að laun hafa ekki hækkað fyrir árið 2019 og ekki heldur fyrir árið 2020, það sem af er.

Það sem hefur gerst er að Alþingi samþykkt að fresta launahækkun sem hefur átt að koma til framkvæmda afturvirkt. Alþingi hefur ekki samþykkt að fella þessar launahækkanir niður. Þær koma til framkvæmda væntanlega um næstu áramót að öllu óbreyttu.

Ég er hreint ekki að mæla bót á því hvernig laun þingmanna hafa verið verðtryggð á sama tíma og til dæmis lög um tekjur öryrkja og eldri borgara eru þverbrotin trekk í trekk og hafa til dæmist fallið niður þau ákvæði í framkvæmd að laun þessara hópa fylgi lægstu launum eða séu ekki fyrir neðan þau.

Hins vegar er allt í lagi að hafa svona fréttir um laun þingmanna réttar og aldrei þessu vant virðist BB hafa verið að segja sannleikann. Þingmenn fá greitt fyrir fram og hægt er að skoða á vef alþingis laun þeirra mörg ár aftur í tímann.

Vonandi leiðréttir þú fréttina því af nógu sukki er að taka.

Hér á eftir er færsla mín af Facebook þar sem BB skýrir út málið og ég sé ekki betur en þetta sé rétt:

””Takið eftir að Alþingi hefur samþykkt að FRESTA síðustu 2 launahækkunum. Alþingi hefur EKKI samþykkt að fella þær niður
Af síðu BB
“Þessi ,,frétt” á vísi.is er röng.
Og visir hefur allar nauðsynlegar upplýsingarnar til að fara rétt með.
Launahækkun sem átti að eiga sér stað 1.júlí í fyrra var með lögum færð til 1. janúar 2020. Þannig standa lögin þrátt fyrir að fyrir mistök í Fjársýslu ríkisins hafi sú hækkun ekki verið greidd út. Launin hækkuðu 1. jan 2020 í fyrsta skipti frá október 2016. Það er því rangt að hækkun taki gildi í sumar með afturvirkum hætti.
Við tókum svo ákvörðun á Alþingi með lagabreytingu um daginn að láta hækkunina, sem átti næst að verða 1. júlí, festast til áramóta.
Alþingi er ekki að ákveða neinar nýjar launahækkanir. Alþingi hefur hins vegar frestað tveimur síðustu launahækkunum. Það tel ég vera ábyrgt. Launin eru lögákveðin miðað við launaþróun næsta árs á undan. Það er fyrirkomulagið sem tók við eftir að við lögðum niður Kjararáð sem tók við eftir að við lögðum niður Kjaradóm. ”
“”
Kær kveðja
Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: